24 stundir - 09.04.2008, Side 35

24 stundir - 09.04.2008, Side 35
Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson Leikarar: Pétur J. Sigfússon, Eggert Þorleifsson Stóra planið Kvikmyndir traustis@24stundir.is Ólafur Jóhannesson er afkastamik- ill höfundur og leikstjóri. Á fjórum árum hefur hann skilað af sér þremur heimildarmyndum, einni grínheimildarmynd og loks einni leikinni mynd í fullri lengd, Stóra planinu. Daglegt líf handrukkara Davíð er frekar misheppnaður náungi sem er einskonar Ingjalds- fífl í hópi handrukkara í undir- heimum Reykjavíkur. Persóna hans markast verulega af sviplegu fráfalli bróður hans, sem lést í bíl- slysi ungur að árum. Æ síðan hefur Davíð sótt sáluhjálp og styrk í gjalda verð. Leikur er upp og ofan eins og gjarnan tíðkast í íslenskum myndum og virðist erfitt að finna fullkomið jafnvægi milli sviðsskot- ins ofleiks og áreynslulauss undir- leiks, sem virðist stafa af meðvit- aðri hræðslu leikara við að ofleika. Þetta er sem betur fer á undanhaldi og státar myndin af nokkrum gull- kornum, sér í lagi frá Eggerti Þor- leifssyni og Benedikt Erlingssyni. Pétur Jóhann stendur sig vel, en þarf að passa sig á að verða ekki fastur í sama hlutverkinu. sjálfshjálparmyndband frá Austur- löndum fjær, þaðan sem titill myndarinnar er sóttur. Þegar Dav- íð kemst í kynni við grunnskóla- kennarann Harald Haraldsson, sem hugsanlega gæti verið einn al- ræmdasti glæpamaður Íslands fyrr og síðar, fer lukkan að snúast með Davíð og vegur hans vex hratt á stuttum tíma innan gengisins. Sniðug en flatneskjuleg Stóra planið verður seint talin til betri íslenskra mynda, þó margt sé sniðugt í henni. Hún virðist hökta stefnulaust á köflum og virðist skorta festu og tilgang. Þar er helst um að kenna slitróttu handriti, þó svo að grunnhugmyndin sé góðra Lítt eftirminnileg íslensk grínmynd Mafíósi Michael Imperioli leikur lít- ið en veigamikið hlutverk. 24stundir MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 35 Breska ska-sveitin Specials hygg- ur nú á endurkomu og söngvar- inn Neville Staple staðfesti það. „Við byrjuðum á því að hittast og spjalla og sjá hvort við gætum það. Nú erum við að athuga hvort tónlistin er enn í lagi. Ef það virk- ar, þá höldum við áfram þar sem frá var horfið. Ef ekki, þá bara sorrí Stína, við reyndum alla- vega.“ Hljómsveitin hætti árið 1981 eftir að lagið Ghost Town sló rækilega í gegn. re The Specials snúa aftur Dópkrakkinn Pete Doherty, sem helst hefur unnið sér það til frægðar að hafa gagnast fyrirsæt- unni Kate Moss og sungið lög með Babyshambles, var dæmdur í 14 vikna fangelsi í gær fyrir að brjóta skilorð en hann var tekinn fyrir að aka undir áhrifum fíkni- efna í fyrra, auk þess sem fíkni- efni fundust í bílnum. Doherty dæmd- ur í fangelsi Tónlistarmaðurinn Bob Dylan fékk heiðursútgáfu Pulitzer- verðlaunanna fyrir „djúp áhrif á dægurtónlist og bandaríska menningu“. Sig Gissler úr verð- launanefndinni segir hana taka mið af ótrúlega ljóðrænni texta- gerð Dylan. Þetta er í fyrsta sinn sem rokktónlistarmaður hlýtur Pulitzer-verðlaunin, en þau eru 10 þúsund dollarar. re Dylan fær Pulit- zer-verðlaunin Hótelkeðjan Travelodge stóð ný- lega fyrir könnun meðal 2,248 Breta til að komast að því hvað hjálpaði þeim að sofna. Hljóm- sveitin Coldplay trónaði efst á lista yfir tónlist sem er svæfandi. James Blunt, Snow Patrol, Take That og Norah Jones skoruðu einnig hátt. Á lista yfir svæfandi bækur reyndist sjálfsævisaga fyr- irsætunnar Jordan vinsælust. re Coldplay auð- veldar svefn MIRALE Síðumúla 33 108 Reykjavík sími: 517 1020 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–16 www.mirale.is 25% afslátt Mirale tekur við umboði fyrir hið þekkta franska húsgagnafyrirtæki Ligne Roset af öllum vörum Af því tilefni höfum við ákveðið að rýma til í versluninni og bjóða

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.