24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 2
Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Starfsmönnum efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra hefur fækkað frá því í fyrra og framlög til hennar standa hlutfallslega í stað. Þetta er þvert á það sem saksóknari efnahagsbrota kallaði eftir síðast- liðið sumar til að deildin gæti verið samkeppnishæf í því umhverfi sem hún starfar í. Þar starfa nú 15 manns en þeir voru 17 um mitt ár í fyrra. Framlög til deildarinnar fara úr 110 milljónum í 130 milljónir milli ára sem er aukning um 18 prósent. Á sama tíma hefur kostn- aður vegna embættis ríkislögreglu- stjóra aukist úr 1.392 milljónum í 1.673 milljónir samkvæmt fjárlög- um, eða um 20 prósent. Vildi tvöfalt fleiri starfsmenn Helgi Magnús Gunnarsson, sak- sóknari efnahagsbrota hjá ríkislög- reglustjóra, sagði í viðtali hér í blaðinu 20. júní í fyrra að deild hans væri ekki samkeppnishæf við það umhverfi sem hún starfaði í. Hún væri of fámenn og skorti fjár- magn. Til að ástandið yrði viðun- andi taldi Helgi Magnús ekki óraunhæft að miða við tvöföldun á starfsmannafjölda á ekki mjög löngum tíma. Orðrétt sagði hann að „þegar hvítflibbar eiga í hlut og það fréttist að þeir hafi jafnvel stungið ævitekjum verkamannsins undan skatti skapast oft engin op- inber umræða um málið. Það er þetta sem ég vil að fólk vakni til vitundar um.“ Tíu mánuðum síðar hefur fækkað um tvo í deildinni og framlög til hennar af fjármunum sem renna til ríkislögreglustjóra eru hlutfallslega þau sömu. Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur að sama skapi vaxið að umsvifum á undanförnum árum. Þar starfa 42 lögreglumenn í dag en stefnt er að því að þeir verði 48 í lok árs. Þeim verður síðan fjölgað í 52 á næstu árum. Kostnaður vegna hennar nam um 412 milljónum árið 2007 eða tæplega fjórum sinn- um meira en kostnaður efnahags- brotadeildar. Framlög til annarra eftirlitsstofnana hækka umtalsvert milli ára. Fjármálaeftirlitið fær 56,7 prósent meira á fjárlögum 2008 en það fékk árið áður og fer framlagið úr 597 milljónum í 936 milljónir. Þá munu framlög til Samkeppniseftirlitsins fara úr 213 milljónum í 277 milljónir, sem er aukning upp á 30 prósent. Færri rannsaka hvítflibbana  Starfsmönnum efnahagsbrotadeildar fækkar og framlög standa hlutfallslega í stað  Fjórum sinnum meira varið í sérsveitina Sérsveit á æfingu Um fjórum sinnum meira er varið í hana en efnahagsbrotadeildina. ➤ Saksóknari efnahagsbrotakallaði eftir tvöföldun á starfsmannafjölda deildar sinnar fyrir tíu mánuðum. ➤ Starfsmönnum hefur fækkaðum tvo síðan þá. ➤ Á sama tíma fjölgar lög-reglumönnum í sérsveit rík- islögreglustjóra umtalsvert. RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI 2 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Opið virka daga 10-20 Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is 1.590,-/stk. DISKRET blómapottar ýmsar tegundir, innanmál Ø32, H28 cm. Fæst einnig: Ø41, H32 cm. 2.890,- Mikið úrval af blómapottum VÍÐA UM HEIM Algarve 18 Amsterdam 11 Alicante 20 Barcelona 18 Berlín 6 Las Palmas 21 Dublin 8 Frankfurt 10 Glasgow 8 Brussel 12 Hamborg 6 Helsinki 6 Kaupmannahöfn 10 London 6 Madrid 10 Mílanó 12 Montreal 2 Lúxemborg 9 New York 12 Nuuk -6 Orlando 17 Osló 8 Genf 11 París 13 Mallorca 19 Stokkhólmur 7 Þórshöfn 7 Norðaustan 5-13 m/s, hvassast við ströndina norðan- og austantil. Stöku él um landið norðaustanvert, en víða bjartviðri suðvest- antil. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast sunnan- og suð- vestanlands. VEÐRIÐ Í DAG 2 1 -1 0 -1 Stöku él fyrir norðan Hæg suðlæg eða breytileg átt. Slydda eða snjókoma sunnanlands, en úrkomulítið norð- antil. Hiti um frostmark. VEÐRIÐ Á MORGUN 2 2 -1 -2 -1 Slydda eða snjókoma „Þetta var góður fundur og fór mjög vel á með okkur,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir utanríkis- ráðherra sem fundaði með Condo- leezzu Rice í Washington í gær. „Við fórum yfir friðarviðræðurn- ar í Mið-Austurlöndum. Það er áhyggjuefni hvað litlar fréttir berast af þeim og vildi ég fá hennar mat á gangi þeirra viðræðna. Einnig fór- um við yfir stöðuna í Afganistan eftir Natófundinn í Brussel,“ segir ráðherra. Jafnframt var fjallað um framtíð öryggis- og varnarsamstarfs ríkjanna. Þá ræddu ráðherrarnir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 sem fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skapa frið og öryggi. „Þessi ályktun er mál sem ég hef borið mikið fyrir brjósti og við í ut- anríkisráðuneytinu erum nýbúin að samþykkja aðgerðaáætlun vegna hennar. Við erum að leggja áherslu á að svona mikilvæg ályktun verði ekki bara orð á blaði og þá þarf að finna leiðir til þess að tryggja að- komu kvenna að friðaruppbygging- unni. Ég færði Rice þessa ályktun og varpaði fram þeirri hugmynd að kvenutanríkisráðherrar gerðu þetta að sínu máli,“ segir ráðherra. Síðar í gær hitti hún konur úr Women’s Foreign Policy Group, félagsskap áhugakvenna um utanríkismál, og í dag tekur hún þátt í morgunverð- arfundi ráðgjafarnefndar Alþjóða- bankans um málefni kvenna. thor- akristin@24stundir.is Utanríkisráðherra ánægð með fund sinn með Condoleezzu Rice Konur og friðarviðræður Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, kveðst eiga bágt með að sjá að hægt verði að fullmanna þannig að öll börn 12 mánaða og eldri fái dagvistun 2012 eins og borgarstjórnarmeirihlutinn hefur lofað. „Það þarf þá eitthvað mikið að gerast. Nú vantar enn í fjölda stöðugilda.“ Að sögn Bjargar þarf tvennt að koma til svo að starfsfólk fáist. „Eins og við erum búin að segja í mörg ár þarf að laga launakjörin og með því laða fleira fólk í námið og fólk á vettvang sem af einhverjum ástæðum hefur horfið frá.“ Björg tekur það þó fram að hugsanlega gæti orðið tilfærsla á markaðnum. „Eflaust hafa ein- hverjir áhuga á að vinna með þess- um ungu börnum.“ Formaður Félags leikskólakennara Efast um að hægt verði að manna Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og trygg- ingamálaráðherra, hefur lagt fram frum- varp til laga þar sem lagt er til að frá 1. júlí 2008 til 1. janúar 2009 geti öryrkjar valið um að hafa annaðhvort 100 þús. kr. frítekjumark á mánuði vegna atvinnu- tekna eða að telja 60% af atvinnutekjum til tekna við útreikning tekjutryggingar. Þar með geta öryrkjar aflað allt að 100 þúsund krónum á mánuði án þess að tekjutryggingin skerðist á tímabilinu. Í byrjun árs 2009 er svo gert ráð fyrir að nýtt örorkumatskerfi hafi öðlast gildi og komi í stað frítekjumarksins. „Hér er um mikla hækkun frítekju- marksins að ræða því í dag skerðist tekjutryggingin vegna allra launa sem fara umfram 27 þúsund á mánuði,“ segir Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður ráðherra. „Samkvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun voru um 4.600 einstaklingar með launatekjur á árinu 2007 og þessi breyting mun því bæta hag mjög margra,“ segir Hrannar. þkþ Frítekjumarkið hækkað framan á sendibílnum sem ekið var á eftir vörubílnum. Sendibíll- inn kastaðist út fyrir veg og var ökumaður hans fluttur með þyrlu á slysadeild þar sem hann var úrskurðaður látinn. Ökumað- ur pallbílsins var einnig fluttur með þyrlunni en er ekki alvarlega slasaður. Rúmlega sextugur karlmaður, sem ók lítilli sendibifreið, lést í hörðum árekstri í gærmorgun á Suðurlandsvegi. Pallbíll sem var á leið vestur Suðurlandsveg fór yfir á rangan vegarhelming og lenti framan á vörubíl sem kom á móti. Pallbíllinn rann áfram með vinstri hlið vörubílsins og skall Banaslys á Suðurlandsvegi Kviðdómur í Færeyjum sýknaði í gær Birgi Pál Marteinsson af að- ild að Pólstjörnumálinu svokall- aða. Fimm manns voru í febrúar dæmdir í Héraðsdómi Reykja- víkur í 18 mánaða til 9 og hálfs árs fangelsi fyrir aðild sína og einn fékk skilorðsbundið fang- elsi. Kviðdómur í Færeyjum fann Birgi Pál hins vegar sekan um vörslu á 900 grömmum af am- fetamíni og öðrum efnum. Til stóð að ákveða refsingu vegna þess í gærkvöld. Saksóknari fór fram á 15 ára fangelsi en refsing hans verður mun vægari þar sem hann var sýknaður af aðild að Pólstjörnumálinu. Sýkna og sekt í Færeyjum Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. STUTT ● Leiðrétt Ranghermt var á bls. 2 í gær að borgarráð hefði sam- þykkt að leita leiða til að aft- urkalla sölu á Fríkirkjuvegi 11. Bókunin, sem vitnað var til, var tillaga Vinstri grænna, sem var frestað í borgarráði, en engin samþykkt var gerð. Beðist er af- sökunar á mistökunum. ● Olíuslys Þúsund lítrar af dísilolíu láku í sjóinn úr flutn- ingaskipinu Laxfossi við Sundahöfn í gær. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins dældi upp olíunni og dreifði niður- brotsefni yfir olíuflekkinn sem var um 800 fermetrar að stærð. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.