24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 39

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 39
24stundir LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 39 P eningamálastefna ríkis- stjórnarinnar virðist vera hrunin. Stýrivextir hafa verið hækkaðir í 15,5 prósent og þeirri hækk- un fylgja engar yfirlýsingar um að- gerðir til að taka á þeim veikleikum sem fyrir hendi eru. Með þessari vaxtapólitík mun atvinnulífið smám saman stöðvast, atvinnuleysi brestur á og verðbólga eykst. Þegar ríkisstjórnin bakkar út úr þessu mun verða verðbólguskot en það má vinna sig út úr því á einhverj- um árum. Aðalvandinn er sá að nú er komið í ljós að flotgengisstefna gengur ekki og fastgengisstefna gengur ekki. Íslenska krónan geng- ur ekki í nútímasamfélagi. Lausnin er að taka upp alþjóðlegan gjald- miðil,“ segir Guðmundur Ólafs- son, hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Finnst þér líklegt að þessi ríkis- stjórn geri það? „Það er ekki líklegt að þessi rík- isstjórn horfist í augu við hið aug- ljósa, taki upp evru og sæki um að- ild að Evrópusambandinu. Það myndi ekki taka mjög langan tíma að komast þangað inn, eitt og hálft til tvö ár. Ég blæs á þau rök að það þyrfti tíu ára aðlögunartíma. Það er röfl og bull manna sem eru á móti því að ganga inn í Evrópusam- bandið. Fátækar frumstæðar þjóðir í Austur-Evrópu hafa leyst þetta vandamál. Hvers vegna ættum við, sem stöndum miklu betur, ekki að geta það? Hverjir eru á móti því að við göngum í Evrópusambandið? Það er fólk sem vill geta lækkað laun. Eitt af verstu vandamálum okkar undanfarna áratugi er að íslensk- um fyrirtækjum hefur meira og minna verið bjargað frá erfiðleik- um og vondum rekstri með því að láta gengið síga eða beinlínis fella það með handafli, sem þýðir að all- ar vörur hækka en launin ekki. Af- leiðingin er sú að við erum með ömurlegt atvinnulíf og ömurleg einkafyrirtæki sem alltaf þarf að bjarga. Sérstaklega á þetta við um sjávarútveg og landbúnað. Ef við gengjum í Evrópusambandið væri ekki hægt að lækka laun til að bjarga aumingjunum sem geta ekki rekið fyrirtæki sín. Þeir yrðu að standa sig eða fara á hausinn ella. Þetta vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki horfast í augu við. Aumingjarnir eru margir og valdamiklir í Sjálf- stæðisflokknum.“ Kaus Davíð Oddsson Ertu stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar? „Ég hef verið það vegna þess að þessir tveir flokkar, þótt þeir séu meingallaðir, eru þeir skástu í ís- lenskum stjórnmálum. Aðrir kostir væru miklu verri, nánast ömurleg- ir.“ Þú ert búinn að skýra hvað er að Sjálfstæðisflokknum en hvað er að Samfylkingunni? „Forystumönnum og fólkinu í flokknum er ekki sýnt að hugsa um efnahagsmál. Þeir hafa annað hvort enga sérfræðinga til að leiðbeina sér í efnahagsmálum eða þeir fara ekkert eftir því sem sérfræðingar segja þeim. Svo hef ég aldrei skilið þetta Fagra Ísland-útspil Samfylkingar- innar. Ég hef alltaf litið svo á að uppbygging atvinnulífsins sé í þágu verkafólks og eigi að létta puðinu af því. Við Íslendingar erum enn með 54 stunda vinnuviku sem er óðs manns æði. Þetta er mikil misnotk- un á mannauði. Það er eins og þetta náttúruverndarlið átti sig ekki á því að mennirnir eru auð- lind númer eitt. Það er sjálfsagður hlutur að nokkrir örfoka sandar fari undir vatn ef það verður til að hjálpa verkafólki á Íslandi. Það má vera mikil dásemdarnáttúra sem ekki má víkja fyrir þjóðfélagsum- bótum.“ Ertu samfylkingarmaður? „Nei, ekki lengur. Ég á ekki sam- leið með þessu fólki. Ég vil ekki vera háður því að vera flokksjálkur. Ég er eins manns stjórnmálaflokkur.“ Þú hefur kosið Sjálfstæðisflokkinn í kosningum, er það ekki? „Jú, það hef ég gert. Mér er mjög ljúft að viðurkenna að ég kaus Dav- íð Oddsson á borgarstjóratímabili hans og einnig á fyrri hluta for- sætisráðherratíðar. Á fyrsta kjör- tímabili sínu í borgarstjórn tók Davíð á málum, stjórnaði af rögg- semi og reif borgina upp eftir skelfilegt tímabil vinstrimanna. Seinna kjörtímabil hans í borginni var ekki eins glæsilegt. Fyrri hlut- inn af forsætisráðherratíð hans var svo með afbrigðum glæsilegur. Honum tókst að halda verðbólgu í skefjum og auka velmegun. Þegar fór að líða á valdatímann fóru hon- um að verða mislagðar hendur. Þegar Framsóknarflokkurinn fór af stað með húsnæðismálavíxil sinn þá missti Davíð tökin á stjórn landsmála, aðallega vegna þess að hann botnaði ekkert í því sem var að gerast. Mesta dómgreindarleys- ið var svo að láta skipa sig seðla- bankastjóra. Það var bæði óskyn- samlegt og heimskulegt því Davíð skilur ekki það starf. Sjálfstæðis- flokkurinn á endalausa röð af af- burðamönnum í efnahagsmálum. Davíð er ekki einn af þeim. Ég hef alltaf haft mikið álit á Geir Haarde. Hann hefur reynst vera gætinn, kannski gætinn um of, og hefur traustan og góðan skiln- ing á eðli mála. Því miður held ég að flokkur hans leiði hann stund- um út í hluti sem eru ekki skyn- samlegir. Eins og til dæmis það að skipa Davíð Oddsson seðlabanka- stjóra, Halldór Blöndal formann bankaráðs og Hannes Hólmstein í bankaráð. Það er ekkert vit í því.“ Rússar heilla Þú hefur andstyggð á púrítanisma og vilt ekki banna klám. Af hverju ekki? „Mér finnst hlægilegt þegar at- hyglissjúkir femínistar fara að berj- ast gegn klámi og vændi. Er eitt- hvað að því þótt fólk hafi gaman af að horfa á dónalegar myndir? Það er bara prívatmál. Vændi er fyrst og fremst kynlíf fátæklinga. Klám er kynlíf þeirra allra fátækustu sem hafa ekki einu sinni efni á því að kaupa sér vændi. Til hvers að berj- ast fyrir því að fólk fari í fangelsi fyrir vændi? Það væri nær að hjálpa fólki fjárhagslega og félagslega ef það lendir í þeim vandræðum að þurfa að stunda vændi út úr neyð.“ HELGARVIÐTALIÐ Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.is a Það er ekki lík- legt að þessi rík- isstjórn horfist í augu við hið augljósa, taki upp evru og sæki um aðild að Evrópusamband- inu. Það myndi ekki taka mjög langan tíma að komast þangað inn, eitt og hálft til tvö ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.