24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 44

24 stundir - 12.04.2008, Blaðsíða 44
Stórt og kraftmikið í nefi þar sem má finna rifsber, rauðar plómur, brómber og trönuber ásamt votti af ólífum og sandalviði. Munnurinn er kröftugur en mjúkur með svörtum skógarberjum, dökku súkkulaði og afgerandi bláberjasultuáferð. Tannínin eru ung en indæl og í góðu samræmi við fínan þéttleika og í lokin má finna fínlega anístóna. Tilbúið núna en ráðlegt er að umhella einum til tveimur tímum fyrir neyslu. Óhætt að geyma næstu 8-10 ár. Fullkomin pörun við alla meiriháttar kjötrétti, kryddað grillkjöt og veigameiri osta. Achaval Ferrer er tiltölulega ungt hús, stofnað 1998, og er samruni argent- ínsks reksturs og ítalskrar víngerðarlistar. Ungi víngerðarmaðurinn Ro- berto Cipresso einblínir á rauðvínsgerð úr klassískum Bordeaux- þrúgum. Uppskeran er handtínd í 750-1100 m hæð yfir sjávarmáli og kemur úr La Consulta, Medrano- og Tupungato-víngörðunum. Fyrri gerjun fer fram í litlum ryðfríum stáltönkum en seinni á frönskum eik- artunnum. Þroskunin stendur yfir í 12 mánuði á bæði nýrri og gamalli franskri eik. Þrúgur: 40% Malbec, 28% Cabernet Sauvignon, 27% Merlot, 5% Ca- bernet Franc. Land: Argentína Hérað: Mendoza Vín vikunnar Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Achaval Ferrer Quimera 2003 Achaval Ferrer Quimera 2003 44 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 2008 24stundir Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Á veitingastaðnum Orange sem var opnaður á dögunum er megin- áhersla lögð á að blanda saman góðri matargerðarlist og skemmt- un að sögn Þórarins Eggertssonar matreiðslumanns sem þar ræður ríkjum. „Við viljum að þetta sé ný og skemmtileg upplifun. Við vilj- um ekki þetta þunga og þreytta. Þú átt ekki að þurfa að fara í jakkaföt- in, setja á þig bindið, fara í stíf- pressuðu hvítu skyrtuna og setja þig í ákveðnar stellingar áður en þú byrjar á matnum,“ segir Þórarinn. „Við erum samt með 100% þjón- ustu, flottustu þjóna bæjarins og einvala lið í eldhúsinu líka,“ bætir hann við. Opið inn í eldhús Orange er í sama húsnæði og veitingastaðurinn Tveir fiskar var áður en búið er að taka staðinn al- gerlega í gegn. „Eldhúsið er glæsilegt og að hálfu leyti opið. Það er glerhurð inn í það þannig að gestirnir geta horft á hvað við erum að gera inni. Ef gestinn langar til að kíkja í heimsókn í eldhúsið er hann alltaf velkominn,“ segir Þórarinn. Helstu nýjungarnar á Orange liggja þó í sérstökum „lab menu“ sem er í boði til hliðar við hefð- bundinn matseðil. Þar eru helíum, fljótandi köfnunarefni og önnur efni notuð til að framreiða matinn á nýstárlegan og óvæntan hátt. „Í staðinn fyrir að setja til dæmis ís- inn í ísvél lögum við hann í þessu og hann frýs á nokkrum sekúndum fyrir framan gestinn,“ segir Þórar- inn og bætir við að þetta bjóði upp á ýmsa aðra möguleika. Ekki er allt sem sýnist „Þú pantar þér eitthvað af mat- seðli en þegar þú færð diskinn á borðið sérðu eitthvað annað,“ segir Þórarinn og tekur sem dæmi osta- köku sem líti út eins og nachos- flögur. Þó að þessar nýstárlegu að- ferðir séu mikið fyrir augað snýst upplifunin þó fyrst og fremst um bragð og góðan mat að sögn Þór- arins. „Það þýðir ekki að vera með einhverja svona vinkla ef maturinn er ekki í lagi.“ Matur og skemmtun Þór- arinn Eggertsson og félagar hans á Orange reiða matinn fram á nýstárlegan hátt. Á Orange er í lagi að leika sér með matinn Tilraunagleðin í hávegum höfð Í eldhúsinu á Orange leika kokkarnir sér aðeins með matinn og koma gestum sínum á óvart. Ekki er þó slegið af kröf- um um gæði matarins enda vilja þeir sameina skemmtun og góða mat- argerð. ➤ Þórarinn lærði til matreiðslu-manns á Hótel Sögu og út- skrifaðist árið 2002. ➤ Hann vann í tvö ár á staðnumSea Grill í Brussel en hann skartar tveimur Michelin- stjörnum. ➤ Hann hefur tekið þátt í mörg-um keppnum hér á landi sem erlendis og var meðal annars valinn matreiðslumaður árs- ins 2005. ÞÓRARINN EGGERTSSON 24stundir/Frikki LÍFSSTÍLLMATUR matur@24stundir.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 Það er meira í Mogganum í dag Villa Naglbít er margt til lista lagt og í dag opnar hann áhugaverða myndlistarsýn- ingu á veit- ingastaðnum Sólon í Bankastræti. Hægt verður að kaupa hluta úr einu verkanna. » Meira í Morgunblaðinu Villi sýnir málverk reykjavíkreykjavík Stjörnur í Hvíta húsinu Fjölda stórstjarna er boðið til árlegs kvöldverðar blaða- og fréttamanna sem haldinn verður í Hvíta húsinu. Á með- al þeirra sem hafa boðað komu sína eru Pamela And- erson, Ben Affleck, Hayden Panettiere, Perez Hilton og varaforsetinn Dick Cheney. »Meira í Morgunblaðinu Laugardagur 12. apríl 2008 Kári Freyr Stefánsson ballettdansari mun ásamt félögum sínum í norska Þjóðarballettinum, Nasjonalballett- en, vígja nýtt óperuhús í Ósló í kvöld. »Meira í Morgunblaðinu Íslenskur dansari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.