24 stundir


24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 6

24 stundir - 15.04.2008, Qupperneq 6
er svariðjá 118 ja.is Símaskráin ÍS L E N S K A S IA .IS JA A 41462 03/08 Hvernig hringi ég til Ástralíu? 6 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir Ráðuneyti, sveitarfélög og fyrir- tæki með flókna starsemi hafa not- að skorkort með góðum árangri. Þetta segir Símon Þorleifsson, sér- fræðingur í skorkortum hjá Capa- cent, sem gagnrýnir þau ummæli Gunnars Helga Kristinssonar pró- fessors að skorkort henti mögulega ekki jafn flókinni stofnun og Há- skóla Íslands. „Aðferðin virkar ef henni er rétt beitt. Ég veit að HÍ býr yfir það mikilli þekkingu að það verður ekki vandamál fyrir skólann að innleiða skorkort, þótt upp geti komið ágreiningur um hvaða mælikvarða eigi að nota.“ hos Blæs á efasemdir prófessorsins Segir skorkort vel geta hentað HÍ Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík og Samfylkingarfélagið í Reykjavík standa fyrir fundi um bandarísku forsetakosningarnar, sem verða næsta haust. Verður farið um víðan völl og rætt um frambjóðendurna, málefnin og söguna. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 16. apríl, kl. 20.30-22.00 á Hallveigarstíg 1. Gestur fundarins er Karl Th. Birgisson, ritstjóri. Fundarstjóri: Einar Örn Einarsson, stjórnarmaður í UJR. Bandarísku forsetakosningarnar Allir velkomnir Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Netvari Símans var kynntur í gær, ný vefvarnarþjón- usta í samstarfi við Websense, sem innifalin er í ADSL- áskrift einstaklinga. Með Netvaranum er hægt að loka á óæskilegt efni á netinu, til dæmis klámfengið efni og vír- usa. Netvarinn er árangur samstarfs Símans og SAFT, netverkefni Heimilis og skóla. „SAFT leggur áherslu á að kenna börnum að um- gangast tæknina á ábyrgan máta,“ segir María Kristín Gylfadóttir, formaður Heimilis og skóla. „Við hvetjum til þess að foreldrar nái samkomulagi við börn sín um umgengnisreglur á netinu. Þó SAFT mælist ekki til þess að foreldrar loki fyrir netið þá teljum við mikilvægt að þeir hafi aðgang að forriti eins og Netvaranum.“ Anna Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri einstak- lingssviðs Símans, segir það vera hluta af samfélagslegri ábyrgð að bjóða upp á Netvarann. „Við erum að vinna að stefnumótun í þeim málum með Háskólann í Reykjavík okkur til ráðgjafar. Við erum rétt að byrja þá stefnumótun og ætlum að ná árangri.“ María lýsir ánægju Heimilis og skóla með aðgerðir Símans til að tryggja örugga netnotkun og hvetur aðra í iðnaðinum til að gera slíkt hið sama. aij Síminn býður viðskiptavinum sínum nýja netþjónustu Hægt að loka fyrir óhroðann Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur í Þórshöfn „Harðir dómar í fíkniefnamálum eru ekki einsdæmi í litlum sam- félögum sem þurfa sérstaka vernd fyrir fíkniefnum, “ segir Linda M. Hesselberg, saksóknari í Færeyjum, en færeyska réttarkerfið hefur sætt gagnrýni frá Íslandi eftir dóm yfir Íslendingi í Færeyjarétti, en eink- um vegna langrar einangrunarvist- ar sem hann sætti. Saksóknari í Færeyjum vill gjarnan verja emb- ættið í Færeyjum og skýra fyrir 24 stundum misskilning sem embætt- ið telur að gætt hafi í frásögnum af örlögum Birgis Páls Marteinssonar í Færeyjum. Lítil samfélög varin „Fyrirmyndin er sótt til Græn- lands, en staðfest var af Hæstarétti í Danmörku að dæma mætti menn til þyngri refsingar í fíkniefnamál- um vegna smæðar samfélagsins. Færeyingar sigldu í kjölfarið,“ segir Linda. Gagnrýni á 170 daga ein- angrunarvist Birgis Páls segir hún byggða á sandi. Það sé ekki rétt að Íslendingurinn hafi verið samfellt í einangrun þennan tíma. Þvert á móti hafi hann verið látinn laus úr eingangrun tiltölulega fljótt, en eft- ir bréfasmygl úr fangelsinu til lykil- vitnis í málinu hafi verið nauðsyn- legt að einangra hann aftur. Saksóknari bendir einnig á að ólíkt því sem sums staðar hafi komið fram hafi ákærði verið yf- irheyrður vegna rannsóknarinnar langt fram á þetta ár, síðast 26. mars. „ Það er misskilningur að færeyska lögreglan ástundi að stinga fólki sem á leið hjá í gæslu- varðhald og fleygja lyklinum,“ seg- ir Linda. Hugsanlega áfrýjað Það kemur í ljós innan fjórtán daga frá því dómur var upp kveð- inn á föstudagskvöld hvort honum verður áfrýjað. Saksóknari í Fær- eyjum gefur ekki upp afstöðu emb- ættisins. „Lögregluyfirvöld hér geta ákveðið að lýsa því hvort þau vilja fara fram á þyngri dóm ef þau kjósa. En við höfum sent okkar greinargerð til Danmerkur og þar verður ákvörðun tekin,“ segir sak- sóknari. Færeyingar sýna fulla hörku  Birgir Páll Marteinsson ekki sá fyrsti sem vísað er frá Færeyjum  Þremur Íslendingum hefur verið vísað úr landi frá aldamótum ➤ Að minnsta kosti þrír til fjórirÍslendingar hafa verið gerðir útlægir frá Færeyjum með dómi frá því um aldamót. ➤ Fyrir nokkrum vikum var Ís-lendingi vísað frá Færeyjum í tvö ár fyrir búðarþjófnað. STRÖNG LÖGGJÖF Smæðin skiptir máli Hægt er að dæma menn í þyngri refsingu í litlum samfélögum, segir Linda Hesselberg. Ljósmynd/Dimmalætting

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.