24 stundir - 15.04.2008, Page 11

24 stundir - 15.04.2008, Page 11
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 11 ÁSTANDHEIMSINS frettir@24stundir.is Útgönguspár og spár byggðar á fyrstu tölum bentu til þess í gær að bandalag mið- og hægriflokka, undir forystu auðjöfursins Silvios Berlusconis, vinni sigur í ítölsku þingkosningunum. Spárnar sýndu bandalag Berlusconis með um níu prósenta forskot á banda- lag mið- og vinstriflokka undir forystu Walters Veltronis, fyrr- verandi borgarstjóra Róm- arborgar, í neðri deild þingsins, en milli fjögurra og tíu prósenta forskot í öldungadeild þingsins. Búist er við endanlegum úrslitum í dag og að nú taki við erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Vegna erfiðleika í efnahags- málum lofuðu bæði Berlusconi og Veltroni skattalækkunum og að dregið yrði úr skrifræði hins opinbera. Kosningarnar voru haldnar þremur árum á undan áætlun í kjölfar þess að rík- isstjórn Romanos Prodis riðaði til falls. Hinn 71 árs gamli Berlus- coni hefur tvívegis áður gegnt embætti forsætisráðherra. Næsta ríkisstjórn Ítalíu verður sú 62 í röðinni frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar. atlii@24stundir.is Berlusconi með pálmann í höndunum NordicPhotos/AFP Berlusconi Ítalinn er einn ríkasti maður Evrópu, en veldi hans nær yfir fjölmiðla, aug- lýsingar, tryggingar, matvæli, byggingaframkvæmdir og knattspyrnufélagið AC Milan. Fyrstu skrefin Nýbornir bjarnarhúnar stíga varlega út úr búri sínu í garðinn við Bjarnarfjallið í útivistargarðinum Skansen í Stokkhólmi. Sigurvegari Trevor Immermann klæðist græna jakkanum eftir að hafa sigrað á Masters-golfmótinu um helgina. Vatnsslagur Nýtt ár hefur gengið í garð hjá búddistum, en íbúar Rangoon í Mjanmar fögnuðu því með því að sprauta vatni hver á annan. Í Taílandi, Mjanmar, Kambódíu og Laos stendur nýárshátíðin yfir í nokkra daga með tilheyrandi fögnuði og gleði.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.