24 stundir - 15.04.2008, Page 19
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 19
Það er fátt sem fullkomnar útlit
eins glæsilega og fallegur varalitur
og flestar konur eiga nokkra. Það
er mörgum konum sérstakt
áhugamál að varirnar líti vel út
enda ekki amalegt að vera kyssi-
legur ef einhver aðlaðandi er ná-
lægur. Hér eru nokkur góð ráð til
að fá fullkomnar varir.
Aldrei nota prufueintak af
varalit úr búðum því það er
ósnyrtilegt. Prófaðu hann frekar á
fingurgómunum því þeir eru lík-
astir vörunum.
Varaliturinn helst lengur og
varirnar virðast fyllri ef varablýant-
ur er notaður meðfram varalitnum.
Notið aldrei dökkan vara-
blýant með ljósum varalit. Það er
flott að vera með vel lagaðar varir
en blýanturinn þarf að vera í svip-
uðum lit og varaliturinn.
Það er hægt að nota varalit
sem kinnalit en því miður ekki öf-
ugt.
Til að ýkja varirnar má setja
varablýant út fyrir varirnar. Síðan
er sett örlítið gloss í miðju á neðri
vörinni.
Það er hægt að setja vara-
blýantinn á varirnar fyrir eða eftir
að varaliturinn er borinn á. Mörg-
um þykja varirnar náttúrulegri þeg-
ar blýanturinn er borinn á eftir á.
Hendið aldrei varalitum þótt
liturinn henti ekki eða sé farinn úr
tísku. Með því að blanda mismun-
andi litum er hægt að fá hinn full-
komna lit.
Glossið helst lengur á vör-
unum ef varablýantur er borinn á
varirnar áður en glossið er borið
á.
Til að koma í veg fyrir að
varaliturinn skilji eftir far á glös-
um skaltu laumulega sleikja var-
irnar. Ótrúlegt en satt: það virkar.
Gerðu tilraunir með því að
blanda saman mismunandi vara-
litum og glossum.
svanhvit@24stundir.is
Nokkur góð ráð fyrir fullkomnar varir
Kyssilegar og lokkandi varir
24stundir/photos
Varir Varablýantinn má setja á varirnar fyrir eða eftir að varaliturinn er borinn á.
Það eru ekki allir sem leyfa sér að
fara á snyrtistofu til að láta plokka
og lita sig mánaðarlega enda vel
hægt að gera það sjálfur. Þó er gott
að fara nokkrum sinnum á ári til
að móta fallega línu. Litinn sem
notaður er má kaupa í apóteki.
Auk þess er best að fjárfesta í góð-
um plokkara, það auðveldar verkið
til muna. Síðan er bara að halda
augabrúnunum reglulega við og
lita sig vikulega.
Plokkun og
litun heima
Þegar vora tekur og það hlýnar er
tilvalið að taka fram stuttbuxurnar
og sýna á sér leggina. Það er ekki
alltaf nauðsynlegt að vera bara í
stuttbuxum á ströndinni eða á
línuskautum. Eins og sjá má á
myndinni geta stuttubuxur hentað
hvar sem er. Með fallegum jakka í
stíl eru fallegar stuttbuxur allt eins
fínar og stutt pils. Þó er ekki nauð-
synlegt að hafa jakka í stíl því að
fallegur bolur hentar líka vel.
Fínar stutt-
buxur í stíl
Í London er starfræktur óform-
legur hópur áhugafólks um tísku
sem tengst hefur gegnum netið.
Hópurinn kallar sig The London
Swapaholics Clothing Swap og
hittist víða á pöbbum í stórborg-
inni. Á þessum fundum koma
saman konur sem vilja skipta á
skóm, fötum og fylgihlutum við
aðrar konur. Þannig endurnýtast
fötin og skartið og allir fá eitthvað
notað en nýtt.
Notað en nýtt
fyrir skiptióða
Gerum gott úr flessu
Árlega berst miki› af prentu›um pappír inn á heimilin í landinu
en kosturinn er sá a› hann má endurn‡ta. Leggjum okkar af
mörkum fyrir náttúruna og skilum honum í næsta pappírsgám
e›a endurvinnslutunnu.
S
am
tö
k
ið
na
ða
rin
s
og
S
V
Þ
-S
am
tö
k
ve
rs
lu
na
r
og
þ
jó
nu
st
u
/
S
já
n
án
ar
u
m
e
nd
ur
vi
nn
sl
u
p
re
nt
m
ið
la
á
w
w
w
.s
i.i
s
–
H
ön
nu
n
H
ví
ta
h
ús
ið
/
S
ÍA