24 stundir - 15.04.2008, Síða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 2008 24stundir
Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu
svanhvit@24stundir.is
Þegar vora tekur og sólin lætur
sjá sig fyrir alvöru má oft sjá
áhrif léttara veðurs á útlit kvenna
því margar þeirra kjósa léttari
förðun yfir sumartímann. Eins
eru aðrir og oft litríkari litir not-
aðir á sumrin en veturna. Krist-
jana Rúnarsdóttir, förðunarfræð-
ingur Lancôme, segir að sumarið
í ár einkennist af sterkum og
glaðlegum litum. „Þeir litir sem
verða áberandi í sumar eru litir á
borð við sterkbleikan, túrkísblá-
an, eplagrænan, fjólubláan og
fleiri liti í þeim dúr. Þessir litir
verða vinsælir bæði í förð-
unarvörum sem og í fatnaði,“
segir Kristjana og bætir við að
það sé ýmislegt sem konur ættu
að hafa í huga fyrir sumarið.
„Það er nauðsynlegt að vanda
valið á farða yfir sumartímann.
Þegar sólin er hátt á lofti eigum
við að hvíla þekjandi farða og fá
okkur léttan og eðlilegan farða.
Það er líka mikilvægt að und-
irbúa húðina vel og góður und-
irbúningur er forsenda fyrir fal-
legri áferð og endingu farðans.“
Létt og falleg förðun
Kristjana farðaði Írisi Hrund
Þorsteinsdóttur fyrir 24 stundir
til að sýna hvernig létt og falleg
sumarförðun gæti litið út. Að-
spurð hvernig Íris var förðuð
segist Kristjana hafa lagt áherslu
á tindrandi augu. „Ég byrjaði á
að setja örlítinn maskara á augn-
hárin því það hjálpar til við að
ákvarða styrk augnförðunarinnar.
Næst notaði ég ljósan augn-
skugga á allt augnlokið og upp
að augabrúnum. Því næst setti ég
dökkan skugga yfir ljósa litinn á
allt augnlokið. Ég notaði silf-
urblýant til þess að afmarka út-
línur augnanna og bætti síðan á
maskarann. Lokaskrefið var örlít-
ið af tindrandi Hypnôse-
maskaranum frá Lancôme sem er
einn vinsælasti maskarinn sem
komið hefur á markað,“ segir
Kristjana og bætir við að þetta sé
einföld og glæsileg förðun sem sé
á allra færi. „Ég hef varirnar ljós-
ar en munúðarfullar. Varaliturinn
er ljós brúnbleikur og til þess að
gera varirnar enn þokkafyllri er
Color Fever-glossi bætt ofan á.
Að endingu notaði ég englapúður
til að gefa andlitinu ferskan sól-
arkysstan blæ og lagði áherslu á
kinnbeinin.“
Ómissandi sólarpúður
Kristjana segir að konur eigi
hiklaust að prófa nýja liti í förð-
un enda henti sumarið full-
komlega til þess. „Þó þarf að fara
varlega til að ofgera ekki og það
er vel hægt að vera með sum-
arlega og fallega augnskugga án
þess. Þroskaðri konur ættu að
varast að vera með of mikið san-
seraða liti, þar sem þeir auka á
sýnileika hrukkna. Eins þurfa þær
að passa valið á farðanum því
hann má ekki vera of mattur.“
Innt eftir því hvort eitthvað sé
ómissandi í sumar segir Kristjana
að fyrir sitt leyti sé það helst
tvennt. „Fyrir utan Flash Bronzer
Legs, sjálfbrúnandi krem á fót-
leggina, þá vil ég nefna Star
Bronzer-sólarpúðrið. Það gengur
undir nafninu Englapúðrið vegna
þess að fallegur engill er greyptur
í púðrið. Það geta allir verið með
gylltan og fallegan húðlit með
rétta sólarpúðrinu.“
24 stundir/Valdís Thor
Létt og sumarleg förðun með áherslu á tindrandi augu
Fersk og munúðarfull
sumarförðun
Þegar vora tekur verður
förðun kvenna oft léttari
en þó litríkari. Kristjana
Rúnarsdóttir förðunar-
fræðingur sýnir hér dæmi
um létta og sumarlega
förðun þar sem hún legg-
ur áherslu á tindrandi
augu.
Sumarleg Best er að
nota léttan og eðlilegan
farða yfir sumarið.
Glæsileg Hér má sjá
augnförðunina betur.
Vinsæll Hypnôse-
maskari frá Lancôme.
Púður Star Bronzer-
sólarpúður frá Lancôme.
Augu Ombre Absolue nr.
A 05 og Ombre Absolue
nr. G 30 frá Lancôme.Varir Color Fever nr. 310
frá Lancôme.
24stundir/Valdís Thor
Lína sem er
umhverfinu vistvæn
og verndar
náttúruna.
Gert úr afurðum frá
náttúrunni.
Vertu græn/grænn
og berðu á þig vörur
sem gera gott fyrir
líkama og sál.
Ný lína frá Origins
Fæst í Heilsuhúsinu
Skólavörðustíg, Lágmúla,
Smáratorgi, Kringlu, Lyfju
Lágmúla, Hagkaup
Smáralind, Kringlu, Lyf og
Heilsu Kringlu og Debenhams.
Suðurlandsbraut 50
(bláu húsunum við Fákafen)
www.gala.is • Sími 588 9925
Opið 11-18 • 11-16 lau.
Full búð af
flottum fötum
frá Pause Café
Str: 34-52
Dr.Hauschka
Náttúrulegar snyrtivörur
Rósakrem
fyrir þurra og viðkvæma húð
Lífrænt ræktuð Rósablóm og rósaber
hjálpa til við að varðveita rakann í
húðinni. Það gerir húðina silkimjúka og
veitir henni sérstaka vernd.
Rósakremið inniheldur einungis hrein
náttúruleg efni og lífrænt ræktaðar
lækningajurtir. Það er án allra kemiskra
rotvarnarefna og ilmefna. Imurinn
er úr hreinum ilmkjarnaolíum. Þetta á
einnig við um allar aðrar vörur frá
Dr.Hauschka.
Útsölustaðir: Yggdrasill Skólavörðustíg 16,
Fræið Fjarðarkaup, Lyf & heilsa Kringlunni,
Lífsins Lind Kringlunni, Lyfja, Maður Lifandi
og Heilsuhornið Akureyri.
dreifing:
Geirvörtuhyljari - 5 pör í pakka.
Geirvörtuhyljarinn eru mikilvægur
fyrir þær konur sem klæðast ekki
brjóstahaldara.
Fatalímborðar Ómissandi í handtöskuna!
Áhyggjur af að geta ekki klæðs flegnum
pilsum, bolum, skyrtum, og hlýralausum
kjólum eru úr sögunni með hjálp
fatalímborðanna.
Svitavörn - frábær nýjung!
Svitavörnin er nauðsynleg til að
vernda föt gegn gulum blettum og
svitalykt. Þú límir þunnann púða í
handakrikann sem sýgur í sig
svitann og lyktina.
Útsölustaðir: www.femin.is, Verslanir Lyfju, Árbæjarapótek og Laugarnesapótek