24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 51

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 51
gera. Þú grýtir bara einhverjum hnullungi í andlitið á lögreglu- manni, sem hefði þess vegna get- að lent í einhverjum borgara. Ég skil þetta ekki – að henda í átt að fólki. Það eru búnar að vera miklar umræður hjá okkur um þessi mótmæli. Fólki finnst lögreglan hafa komið illa út. Það getur vel verið – enda eru sýnd valin brot í sjónvarpinu. En fólk þarf að átta sig á því hvernig þetta er. Það þarf nokkra menn til að ná því fram að handtaka fullvaxinn karlmann sem ætlar ekki að láta handtaka sig.“ Engin remba Júlíana viðurkennir að oft sé gott að hafa karlmann með sér, vegna líkamsburða, en hún finnur annars ekki fyrir einhverjum ríg á milli kynjanna í starfinu. „Konur eru alltaf að verða fleiri í lögreglunni. Á minni vakt er til dæmis nánast orðin jöfn skipting. Sumum finnst náttúrlega að tvær konur eigi ekki að vera saman á bíl, en ég er mjög oft með konu á bíl. Stundum er gott að hafa karl- mann við hliðina á sér, en stund- um er líka gott fyrir karlmann að hafa konu við hlið sér. Konur leysa stundum öðruvísi úr mál- unum en karlmenn. Það getur bæði verið kostur og galli. Ég hef hins vegar oft lent í því að almenningi þyki skrýtið að sjá lögreglukonur á vaktinni. Ég er oft á Maríunni, stóra bílnum, með annarri konu af minni vakt. Við fáum mjög margar athuga- semdir. Fólki finnst þetta skrýtið. Maður finnur það alveg að því finnst það vera öruggara að hafa konu og karl, en ég sé ekkert að því að hafa tvær konur saman.“ Gæta félaganna Samskipti vinnufélaganna eru náin og fólk kynnist hvað öðru vel. „Almenna deildin á höfuðborg- arsvæðinu skiptist í fimm vaktir og þú fylgir alveg þinni vakt. Þannig að þú ert í svona 20 manna hópi, sem er rosalega góð- ur kjarni og fólk verður fljótt ná- ið. Mér fannst það voða skrýtið fyrst þegar ég byrjaði að vinna. Þú situr kannski heila viku í 8 tíma á dag með sömu manneskjunni inni í litlum bíl. En á tveimur dögum þá veistu orðið ansi mikið um hana. Þetta er bara þannig. Fólk er það mikið tengt þarna og manni líður rosalega vel á vakt- inni. Sem verður að vera. Þessi góðu tengsl skipta miklu máli. Líka til að þú þekkir mann- eskjuna sem þú ert að vinna með. Henni finnst kannski eitthvað óþægilegt í vissum málum, en ekki þér. Þá ferð þú bara í það, hún annað. Við þekkjum hvert annað, pössum upp á hvert ann- að. Ef maður fer í einhver mál sem er ekki alveg vitað hvernig eru, þá reynum við að hafa alltaf bíl ná- lægt ef það er hægt. Svona til að- stoðar. Þannig að það er bara passað vel upp á félagana. Það er númer eitt, tvö og þrjú – enda er það okkar öryggi.“ Ekki fyrir hvern sem er „Maður veit ekkert hvernig maður bregst við fyrr en maður lendir í aðstæðunum. Ég hef lent í virkilega slæmum málum og maður bara tekst á við þau. Það hefur gengið vel hjá mér. Maður fær góðan stuðning frá vaktinni. Ef slæmt mál lendir á vaktinni, þá hittumst við og tölum saman. Það er jafnvel kallað í sálfræðing eða prest ef þess þarf. En álagið er alls ekki fyrir alla. Fólk dettur oft fljótt út. Þetta er náttúrlega passað upp á. Fyrir nokkrum árum bitu menn bara á jaxlinn, en í dag er þetta allt að verða opnara. Það er ekkert eðlilegt að harka áföll bara af sér og byrgja þau inni – ef þú segir ekki neitt og situr svo bara heima og horfir í kjöltuna. Sálfræðikennslan í skólanum kennir okkur að bregðast við áföllum og nýtist líka þegar við komum á vettvang, þar sem að- standendur eru jafnvel. Það er orðið hluti af skólanum að læra að veita áfallahjálp og að vita hvernig við eigum að passa upp á okkur sjálf. Það skiptir máli til að fólk endist lengur í starfi. Þú brennur bara út ef þú ætlar að fara þetta á töffaraskapnum.“ Kaffi á vaktinni Júlíana grípur sér kaffibolla með Sólrúnu Bjarnadóttur, sem var með henni á bíl þetta kvöld. a Það er ekkert eðli- legt að harka áföll bara af sér og byrgja þau inni. Þú brennur bara út ef þú ætlar að fara þetta á töffaraskapnum. 24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.