24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 10

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að aflétta fíla- veiðibanni sem staðið hefur í þrettán ár. Umhverfisvernd- arsinnar segja ákvörðunina geta haft alvarlegar afleiðingar í för með sér og sett fílastofn- inn í hættu. Fílum hefur að jafnaði fjölgað um fimm pró- sent á ári síðustu ár, en þeir voru í mikilli útrýming- arhættu fyrir fáeinum árum. aí Suður-Afríka Heimila fíla- veiðar á ný Eftir Atla Ísleifsson atlii@24stundir.is Hryðjuverkaárásir gegn óbreyttum borgurum í Pakistan voru rúmlega tvöfalt fleiri í fyrra en árið 2006. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins. Aukningin er rakin til vaxandi óstöðugleika í fjallahéruðum landsins og fjölgunar árása gegn embættismönnum og öryggisliði. Flestar árásir í Írak Í skýrslunni segir að á heimsvísu hafi fjöldi hryðjuverkaárása nokk- urn veginn staðið í stað, um 14.500 talsins. Mannfallið jókst hins vegar nokkuð og fór úr 20.872 árið 2006 í 22.685 árið 2007. Russ Travers, einn skýrsluhöfunda, segir það staðreynd að hryðjuverkamenn séu orðnir skilvirkari þegar kemur að því að drepa annað fólk. Um sextíu prósent þeirra sem létust í hryðjuverkaárásum í fyrra féllu í Írak, en rúmlega helmingur allra hryðjuverkaárása í heiminum átti sér stað í Írak. Þrátt fyrir það fækkaði slíkum árásum í landinu um níu prósent milli ára. Al-Qaeda mesta ógnin Dell L. Dailey, starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, segir hryðjuverkasamtökin al- Qaeda og tengd samtök enn vera mestu ógnina við Bandaríkin og bandamenn þeirra. „Margar kjarnasellur al-Qaeda eru þraut- seigar og með mikla aðlögunar- hæfni. Með nýtingu staðbundinna sella hefur hryðjuverkamönnum tekist að sneiða hjá mörgum örygg- isráðstöfunum okkar.“ Bandaríkjastjórn lýsti nýverið yfir vaxandi áhyggjum af því að al- Qaeda hefði eflst til muna í fjalla- héruðum Pakistans. Er talið að leiðtogar samtakanna, þeir Osama bin Laden og Ayman al-Zawahri, séu þar í felum. Aukið mannfall  Flestar árásirnar og flest dauðsföllin í Írak  Al-Qaeda enn mesta ógn Bandaríkjanna HÆKKUN HÆKKUN © GRAPHIC NEWS Heimild: U.S. National Counterterrorism Centre Rúmlega 22 þúsund manns létu lífið í hryðjuverkaárásum á síðasta ári og fjölgaði fórnarlömbum úr 20.872 árið 2006, samkvæmt Stofnun Bandaríkjastjórnar sem berst gegn hryðjuverkum. Al-Qaeda bar ábyrgð á að minnsta kosti 5.400 dauðsföllum óbreyttra borgara árið 2007 og af þeim voru rúmlega helmingur múslímar. Norður-Kórea Afganistan Pakistan Sýrland Afganistan Fjöldi látinna í hryðjuverkum árið 2007 Breyting frá 2006 Írak Pakistan: Al-Qaeda hefur fundið skjól í afskekktum héruðum til að endurheimta fyrri styrk. Súdan Írak Íran: Stjórnvöldum þar í landi er lýst sem þeim virkustu í stuðningi við hryðjuverkastarfsemi, vegna stuðnings þeirra við Hizbollah í Líbanon, Hamas í Palestínu og vegna þjálfunar uppreisnarmanna úr röðum sjíta í Írak. Ríki sem styðja við hryðjuverka- starfsemi HÆKKUNHÆKKUN ➤ Í skýrslunni er bent á að al-Qaeda hafi styrkt ítök sín í Mið-Austurlöndum, Norður- Afríku og Evrópu. ➤ Hryðjuverkaárásum í Afgan-istan fjölgaði um 16%. ➤ Stjórnvöld í Íran, Sýrlandi,Súdan, Kúbu og Norður- Kóreu eru sögð styðja við hryðjuverkastarfsemi. HRYÐJUVERK Yfirkjörstjórn í Simbabve lýsti í gær loksins yfir að Morgan Tsvang- irai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefði hlotið flest atkvæði, eða 47,9%, en forsetinn Robert Mu- gabe 43,2%, í forsetakosningum sem fram fóru í landinu 29. mars. Þar sem enginn frambjóðandi hlaut hreinan meirihluta verður boðað til annarrar umferðar. Talsmaður stjórnarandstöðunn- ar sagði yfirlýsingu kjörstjórnar- innar hneykslanlega og að Tsvang- irai hefði í raun hlotið meirihluta atkvæða. Stjórnarandstaðan sakar liðsmenn stjórnarinnar um kosn- ingasvindl og að hafa haft í hót- unum við kjósendur. Tafirnar á birtingu úrslitanna hafi gefið víga- sveitum hliðhollum forsetanum tíma til að skipuleggja árásir á stjórnarandstæðinga. Talsmaður Mugabe sagði hins vegar útkom- una ekki koma á óvart. Yfirmaður kjörstjórnar sagði að síðar yrði tilkynnt um tímasetn- ingu síðari umferðarinnar, en að hún yrði innan þriggja vikna. Tsvangirai hefur áður lýst því yfir að hann taki ekki þátt í annarri umferð, án aðkomu erlends kosn- ingaeftirlits. atlii@24stundir.is Úrslit forsetakosninga í Simbabve loks birt Tsvangirai vann en þörf á annarri umferð Vinsældir George Bush Banda- ríkjaforseti halda áfram að minnka og hafa aldrei verið minni en nú. Samkvæmt skoð- anakönnun CNN er Bush óvin- sælasti Banda- ríkjaforsetinn frá upphafi slíka mælinga sem hófust um 1930. 71 prósent Bandaríkja- manna segjast nú vera óánægð með störf forsetans, en einungis 28 prósent ánægð. Bush er óvinsælli en Richard Nix- on, rétt áður en hann sagði af sér í kjölfar Watergate-hneykslisins árið 1974, en 66 prósent sögðust þá óánægð með störf Nixons. Truman var áður sá forseti sem hafði mælst með mestar óvin- sældir, 67 prósent árið 1952. aí Skoðanakönnun CNN Vinsældir Bush minnka enn Sérstök bænamessa verður haldin í Nossa Senhora da Luz-kirkjunni í portúgalska bænum Praia da Luz í dag, en eitt ár er nú liðið frá hvarfi bresku stúlkunnar Made- leine McCann. Foreldrarnir Gerry og Kate McCann hafa verið sérstaklega áberandi í fjölmiðlum síðustu daga. Þau segjast enn telja dóttur sína vera á lífi og ætla aldrei að hætta leit sinni. Madeleine litla hvarf af hótelherbergi fjölskyldu sinnar þegar foreldrar hennar voru úti að borða með vinafólki.aí Madeleine McCann Eitt ár liðið frá hvarfinu ORLOF 2008 STUTT ● Faraldur Hátt í þrjú þúsund börn í austurhluta Kína hafa nú greinst með hina banvænu EV71 veiru sem leggst á melt- ingarfærin. 21 barn hefur nú látist af völdum veirunnar. ● Mótmæli Óeirðir sem brut- ust út á götum Hamborgar 1. maí, eru þær verstu sem orðið hafa í borginni í mörg ár. Að sögn lögreglu var kveikt í bíl- um og sorptunnum. Um 300 manns voru handteknir. FÓRNARLÖMBUM HRYÐJUVERKA FJÖLGAR MILLI ÁRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.