24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 44

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Veggjakrot er samfélagsmein. Sumir segja veggjakrot vera list- form sem er ekki rétt, það er ekkert annað en hrein og klár skemmd- arverk. Strákar á aldrinum tíu ára til tvítugs stunda veggjakrot, hluti af þeim er sakhæfur og hluti ósak- hæfur. Býsna stór hluti af hópnum gerir þetta nánast fyrir hvatningu og jafnvel með aðstoð foreldra sinna sem kaupa tússpennana og spreybrúsana fyrir börn sín. Þegar lögreglan tekur þessa gaura og ætl- ar að fá þá til að þrífa og hreinsa eftir sig, sem er aðferðafræði sem virkar mjög vel, þá berjast foreldr- arnir á móti því. Þeir skilja ekki af hverju í ósköpunum lögreglan hef- ur afskipti af börnum þeirra sem eru að þeirra mati búin að finna sér fínt og gott tómstundagaman.“ Þegar þú tókst við embætti lög- reglustjóra sagðir þú að auka ætti sýnileika lögreglunnar. Mörgum finnst þó að lögreglan sé ekki nægi- lega sýnileg. „Sýnileikinn hefur aukist en lög- reglan má vera enn sýnilegri. Hún á að vera sýnileg á þeim stöðum sem skipta máli. Sýnileiki lögreglu á stöðum þar sem ekkert er að ger- ast hefur enga þýðingu nema bara sem punt. Sýnileikinn skiptir gríð- arlegu máli þegar barist er gegn innbrotum, ofbeldisverkum og veggjakroti. Við höfum verið að einbeita okkur að því að kortleggja nákvæmlega hvar afbrot eru fram- in á höfuðborgarsvæðinu þannig að hægt sé að skipuleggja löggæslu í samræmi við það. Þetta er að skila árangri. Við þurfum að setja enn meiri kraft í sýnileikann en þá þurfum við líka að fá aðstoð frá fjárveitingavaldinu. Við vitum hvað við getum gert fyrir þá fjár- muni sem við fáum í dag og við vit- um hvað við getum gert ef við fáum aðeins meira.“ Það hefur vakið athygli að þú ferð reglulega í göngueftirlit. Hversu oft gerirðu þetta? „Ég fer í göngueftirlit að minnsta kosti mánaðarlega. Ég vil sjá ástandið, ekki bara fá skýrslur um það frá öðrum. Fyrir viku fór ég niður í bæ ásamt félögum mín- um og við komum að meðvitund- arlausum manni í Austurstræti, beint á móti Héraðsdómi. Hann hafði sturtað í sig töflum úr pillu- glasi og misst meðvitund. Við komum honum í sjúkrabíl. Á þess- um göngum mínum kemur fyrir að ég þarf að sekta menn og þeir taka því flestir alveg ágætlega. Í hverju einasta göngueftirliti sem ég hef farið í hefur fólk komið til mín og þakkað fyrir störf lögreglunnar. Ég hitti kollega mína á Norð- urlöndum tvisvar á ári. Ég hef sagt þeim að á Íslandi sé lögreglan að leggja mikla áherslu á sýnileikann og til að undirstrika það færum við út að vinna á götunni að minnsta kosti einu sinni í mánuði, yfirlög- regluþjónar, aðstoðaryfirlögreglu- þjónar, lögreglufulltrúar og aðal- varðstjórar. Þeim fannst þetta mjög athyglisvert og spurðu hvort við værum með byssurnar með okkur. Ég sagði að við værum aldrei með byssur. Í Ósló og Stokkhólmi eru yfirmenn byrjaðir að taka upp þennan sið frá okkur.“ Þekki vitjunartímann Með þér hafa komið ferskir straumar inn í fremur íhaldssama stofnun, þú hlýtur að hafa fundið fyrir einhverjum mótbyr innan lög- reglunnar. „Ég er ekki lykilpersóna í stefnu- breytingu innan lögreglunnar heldur hluti af hreyfingu og tek þátt í þeirri umræðu sem á sér stað innan hennar. Ég hef ekki mætt miklum mótbyr innan lögreglunn- ar. Lögreglumenn eru almennt fastir fyrir og þótt þeir séu kannski íhaldssamir að vissu leyti þá eru þeir um leið býsna opnir fyrir hug- myndum og nýjungum. Þegar ákveðið var að efla sýnileika lög- reglunnar í borginni með því að taka harðar á smærri brotum en áður hafði verið gert þá voru lög- reglumenn því mjög fylgjandi. Í umferðarmálum einbeitum við okkur nú að þeim stöðum þar sem slysin gerast í stað þess að liggja í leyni og sekta menn á stöðum sem gefa vel, sem er gamaldags aðferða- fræði sem skilar engu. Við stefnum að því að fækka slysum og þá þurf- um við að vera á þeim stöðum þar sem slysin verða og reyna að hafa áhrif á þá hegðun sem máli skiptir. Þessi hugmyndafræði og nálgun er sprottin innan úr lögreglunni.“ Þú segist ekki vera lykilpersóna í stefnubreytingu en þú ert leiðtogi hóps. Finnst þér þú hafa menn með þér? „Já, mér finnst það. Þegar nýr stjórnandi kemur til starfa í stofn- un þá hefur hann gjarnan nýja sýn og nýjar hugmyndir sem eru kannski að hluta til sprottnar upp úr gagnrýni á þær starfsaðferðir sem fyrir voru. En stjórnandi verð- ur að átta sig á því að þegar nýja- brumið fer af honum þá er hann kannski ekki jafn opinn fyrir nýj- ungum og hugmyndum og hann var í byrjun. Því er mikilvægt að menn þekki sinn vitjunartíma. Það ætla ég svo sannarlega að gera.“ Þú ætlar ekki að vera í þessu starfi í áratugi? „Nei. Skipunartíminn er fimm ár og það getur verið kostur að vera fimm ár til. En í opinberri og mik- ilvægri stöðu eins og lögreglu- stjóraembætti er engum hollt, hvorki stofnuninni né lögreglu- stjóranum sjálfum, að vera þar lengur en fimm til tíu ár.“ Þú átt samstarf við Björn Bjarna- son dómsmálaráðherra sem er þekktur fyrir að vera fastur fyrir. Hvernig gengur það samstarf? „Gríðarlega vel. Björn er fram- sýnn stjórnmálamaður með ákaf- lega skýra sýn. Á ráðherratíma hans í dómsmálaráðuneytinu hefur verið unnið að grundvallarbreyt- ingum á öllum lykilþáttum lög- gæslu og öryggismála í landinu. Það eru einungis örfá atriði á þess- um langa lista af lagabreytingum og skipulagsbreytingum sem hafa vakið deilur og pólitískar umræð- ur. Þetta er varalið lögreglu, grein- ingardeild ríkislögreglustjóra og auknar rannsóknarheimildir lög- reglu. Gagnrýnin hefur verið af tvennum toga, annars vegar að það sé engin þörf fyrir allt þetta hér á landi, sem ég er algjörlega ósam- mála, og síðan hitt að gæta verði að mannréttindum og friðhelgi einka- lífs gagnvart auknum heimildum lögreglu, sem ég er algjörlega sam- mála. Það er mjög mikilvægt að lögreglan fái ekki of miklar heim- ildir á kostnað friðhelgi einkalífs, persónuverndar og mannréttinda. En þörfin fyrir varaliðið, greining- ardeildina og auknar rannsóknar- heimildir lögreglu er alveg jafn mikilvæg og þörfin fyrir auknar fjárveitingar til löggæslu.“ Hvernig viltu að lögreglan starfi? „Ég vil að hún starfi, eins og hún gerir, í samfélagi þar sem hún nýtur mikils trausts almennings. Á síð- ustu fimmtán árum hefur lögregl- an ekki mælst jafn hátt í könnun- um Gallup og nú, 80 prósent íbúa landsins treysta henni. Ég vil um- fram allt að lögreglan sé sýnileg og öflug og eðlilegur hluti af samfélagi okkar.“ 24stundir/Júlíus Stefnubreytingar Þegar nýr stjórn- andi kemur til starfa í stofnun þá hef- ur hann gjarnan nýja sýn og nýjar hugmyndir sem eru kannski að hluta til sprottnar upp úr gagnrýni á þær starfsaðferðir sem fyrir voru. a Strákar á aldr- inum tíu ára til tvítugs stunda veggjakrot, hluti af þeim er sakhæfur og hluti ósakhæfur. Býsna stór hluti af hópnum gerir þetta nánast fyrir hvatn- ingu og jafnvel með að- stoð foreldra sinna sem kaupa tússpennana og spreybrúsana fyrir börn sín. a Við munum sennilega sjá meira af götu- vændi, vasaþjófnaði og ránum á götum úti ef ekki er brugðist við í tíma og löggæslan sett á þann stall sem hún á að vera á þegar kemur að fjárveit- ingum. Skólavörðustíg 21 - Sími - 551 4050 - Reykjavík Gullfalleg sængurverasett aldrei meira úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.