24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 2
viðtali við 24 stundir í janúar. Sagði hann að sérfræðingar Neytenda- stofu og TR myndu vinna að mál- inu þar sem ganga þyrfti úr skugga um hvað birta ætti af þeim upplýs- ingum sem TR hefði undir hönd- um og hvernig. Um leið þyrfti að gæta þess að allur lagagrundvöllur væri réttur. „Það hefur enn ekki verið ákveð- ið hvenær við hittumst,“ segir Sig- urjón Heiðarsson, lögfræðingur hjá Neytendastofu. ibs Sérfræðingar Neytendastofu og Tryggingastofnunar ríkisins, TR, hafa enn ekki hist til að ræða út- færslu á birtingu gjaldskrár tann- lækna. Í janúar síðstliðnum greindi for- stjóri Neytendastofu, Tryggvi Ax- elsson, frá því að stofnunin hygðist birta verð tannlækna til að neyt- endur gætu borið saman verð þeirra. Allt að þrefaldur verðmun- ur var á einstökum aðgerðaliðum tannlækna samkvæmt könnun Neytendasamtakanna síðastliðið haust. „Við teljum ástæðu til að að- stoða neytendur á þessum mark- aði,“ sagði Tryggvi meðal annars í Vinna við útfærslu á birtingu verðs hjá tannlæknum enn ekki hafin Verðsamanburður dregst 2 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Opið 10-20 virka daga Laugard. 10-18 Sunnud. 12-18 © In te r I KE A Sy st em s B .V . 2 00 8 www.IKEA.is 295,-/stk. SOMMER garðpokar, ýmsir litir Ø40, H40 cm. úti á túni í garðvinnu WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Anders Ingemann Jensen farsími nr. +45 40 20 32 38 netfang: aj@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? VÍÐA UM HEIM Algarve 21 Amsterdam 15 Alicante 22 Barcelona 20 Berlín 14 Las Palmas 22 Dublin 13 Frankfurt 18 Glasgow 13 Brussel 15 Hamborg 15 Helsinki 21 Kaupmannahöfn 12 London 14 Madrid 26 Mílanó 20 Montreal 5 Lúxemborg 14 New York 12 Nuuk 5 Orlando 18 Osló 13 Genf 20 París 16 Mallorca 25 Stokkhólmur 12 Þórshöfn 10 Austlæg átt, 3-8 m/s, en heldur hvassari norðvestan til. Skýjað og dálítil rigning eða súld, en úrkomulítið austan til á landinu. Létt- ir til þegar líður á daginn. Hiti 5 til 12 stig. VEÐRIÐ Í DAG 6 8 5 3 3 Rigning eða súld Austan- og norðaustanátt, víða 10-15 m/s og rigning, en hægara og úrkomulítið norð- anlands framan af degi. Hiti 5 til 12 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 10 10 5 4 4 Rigning Samninganefnd heilbrigðisráð- herra og hjartalæknar hafa samið um þjónustu læknanna, en þeir sögðu sig frá samningi í kjaradeilu fyrir rúmum tveimur árum. Sjúk- lingar þurfa nú ekki lengur að leggja út fyrir öllum kostnaðinum og sækja svo endurgreiðslu til Tryggingastofnunar eins og á samningslausa tímanum. Nú þurfa þeir aðeins að greiða hjartalækn- inum sinn hlut en ríkið gerir hitt upp við lækninn. Einnig fellur nið- ur krafa um tilvísun frá heimilis- lækni eða heilsugæslu þegar sjúk- lingur leitar til hjartalæknis. Sömu almennu reglur gilda nú um greiðslur fyrir komur til hjarta- lækna og annarra sérfræðinga, seg- ir í tilkynningu ráðuneytisins. Samningurinn er talinn kosta ríkið 306 milljónir á ársgrundvelli. bee Hjartalæknar aftur á samning við ríkið Samið eftir tvö ár Kviðdómur í Old Baily í Lund- únum fann í dag tvo karlmenn seka um tilraun til að reyna að kúga fé af karlmanni í bresku konungsfjöl- skyldunni. Voru mennirnir dæmdir í 5 ára fangelsi. Mennirnir heita Sean McGuigan, sem er 41 árs gam- all Íri, og Ian Strachan, 31 árs gam- all Englendingur, öðru nafni Paul Adalsteinsson en hann er af ís- lenskum ættum. Sakborningarnir neituðu báðir sök. Þeir voru handteknir í september í fyrra á hóteli í Lundúnum og ákærðir í kjölfarið fyrir að hafa krafist þess að fá greidd 50 þúsund pund en ella myndu þeir birta myndband þar sem syst- ursonur Elísabetar Englandsdrottningar var borinn ýmsum sökum, þar á meðal að hafa neytt fíkniefna og átt kynmök við einkaþjón sinn. Í réttarhöldunum kom fram, að mennirnir höfðu áður reynt að selja breskum fjölmiðum segulbandsupptökur og myndskeið sem tengdust málinu. Dómar fyrir fjárkúgun eru sjaldgæfir í Bretlandi. Afi Strac- hans flutti frá Íslandi til Englands á fyrri hluta síðustu aldar. Foreldrar Ians skildu er hann var níu ára og þá tók hann upp ættarnafn enskrar móður sinnar. mbl.is Fimm ár fyrir fjárkúgun Guðfríður Lilja Grétarsdóttir læt- ur af embætti forseta Skák- sambands Íslands á aðalfundi sambandsins sem fram fer í dag. Hún hefur gegnt embættinu síð- astliðin fjögur ár og er fyrsta og eina konan sem það hefur gert auk þess að hafa gegnt embætti forseta Skáksambands Norð- urlanda. Tveir eru í framboði til forseta; Óttar Felix Hauksson og Björn Þorfinnsson. aak Hrókeringar í skáksambandi Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynur@24stundir.is Minnihlutinn í bæjarstjórn Akranes- kaupstaðar vill að endurskoðuð verði ákvörðun meirihlutans um að semja beint við fyrirtækið Securstore um að sinna tölvuþjónustu fyrir bæinn, eftir að fréttir bárust af því fyrr í vikunni að sonur Gunnars Sigurðssonar, for- seta bæjarstjórnar, hefði keypt hlut í fyrirtækinu. Gísli S. Einarsson bæjarstjóri lagði ásamt Jóhanni Þórðarsyni, endur- skoðanda kaupstaðarins, til að samið yrði beint við Securstore, þrátt fyrir að nefnd sem skipuð var til að fjalla um málið hafi í byrjun febrúar lagt til að verkið yrði boðið út. Endurskoðar báðum megin Athygli vekur að Jóhann er jafn- framt endurskoðandi Securstore. „Okkur [í minnihlutanum] þykir mjög undarlegt að honum skuli blandað í málið með þessum hætti,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir, bæjar- fulltrúi Samfylkingar á Akranesi. Gísli bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af því að Jóhann væri jafnframt endurskoðandi Securstore. „En það breytir engu um það að ég tel að hann hafi unnið heill að þessu máli.“ Á fundi bæjarstjórnar 22. apríl sl. lagði minnihlutinn til að umrætt verk yrði boðið út, en tillagan var felld með atkvæðum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Frjálslyndra. Minnihlutinn bókaði mótmæli vegna ákvörðunarinnar, þar sem seg- ir að ákvörðunin sé óskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að öll útboðsgögn hafi þegar legið fyrir. „Ber þetta vott um mismunun gagnvart öðrum aðilum á markaði,“ segir í bókuninni. Rúmri viku eftir umræddan bæjar- stjórnarfund var tilkynnt að félög í eigu Bjarna Ármanssonar og Arnar Gunnarssonar, sonar Gunnars for- seta bæjarstjórnar, hefðu keypt helm- ing í Securstore. Hrönn segir minnihlutann hafa grunað að verið væri að afhenda einkavinum samning á silfurfati, en ekki að um son forseta bæjarstjórnar væri að ræða. „Það er hins vegar ekki trúverðugt að Gunnar Sigurðsson hafi ekki vitað að sonur sinn væri að fara að kaupa hlut í fyrirtækinu.“ Sjálfur segist Gunnar ekki hafa vit- að af kaupum sonar síns fyrr en um síðustu helgi. Hann bendir auk þess á að ekki sé víst að af samningnum verði, heldur hafi aðeins verið tekin ákvörðun um að reyna að semja við Securstore. „Ég mun ekki taka þátt í gerð slíks samnings,“ segir Gunnar. Gagnrýna samn- ing án útboðs  Sonur bæjarfulltrúa eignast hlut í fyrirtækinu sem semja á við Ósætti Minnihlutinn er ósáttur við að tölvuþjón- usta bæjarins skuli ekki vera boðin út. ➤ Ákveðið var af meirihlutanumað semja við Securstore um tölvuþjónustu, án útboðs. ➤ Endurskoðandi bæjarins erjafnframt endurskoðandi Sec- urstore, og einn eigenda fyr- irtækisins er sonur forseta bæjarstjórnar. SAMIÐ ÁN ÚTBOÐS Mynd/Mads Wibe Lund STUTT ● Samkomulag stendur Samkomulag geislafræðinga og yfirstjórnar Landspítalans um að geislafræðingar fresti upp- sögnum sínum um mánuð stendur. ,,Við ætlum að vinna í því þennan mánuð að finna lausn á þessu. Við ætlum að sjá hvernig málin þróast. Það kem- ur í ljós hvort þetta tekur lengri tíma en mánuð,“ segir Katrín Sigurðardóttir geislafræðingur. Fyrsti vinnufundur fulltrúa geislafræðinga og yfirstjórnar spítalans var í gær. Næsti fund- ur verður á þriðjudaginn, að sögn Katrínar. Alls sögðu 40 af 52 geislafræðingum upp störf- um. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.