24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 8
Volkswagen – kolefnisjafnaður útblástur F í t o n / S Í A PassatGolfPolo 5,0 l/100 km 4,5 l/100 km Touran 5,9 l/100 km 5,8 l/100 km Miðað við TDI® vél frá Volkswagen í blönduðum akstri. Tiguan 6,9 l/100 km 8 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Þetta er almenn gagnasöfnun sem fer fram hjá öllum markaðsaðilum, ekki bara Vodafone, og er hluti af okkar reglubundna eftirliti. Voda- fone er eini aðilinn sem neitaði að afhenda okkur gögn hvað þetta varðar,“ segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnun- ar (PFS), um ákvörðun hennar að beita Og Fjarskipti, móðurfélags Vodafone á Íslandi, dagsektum ef fyrirtækið afhendi ekki tölfræðiupp- lýsingar. Málið á sér lengri aðdraganda Dagsektirnar sem hótað var að beita voru að upphæð 100 þúsund krónur á dag. Vodafone afhenti upplýsingarnar í kjölfarið og því var sektunum ekki beitt. Ákveðið var að hóta dagsektun- um eftir að Vodafone neitaði að veita PFS tilteknar upplýsingar um- rekstur fyrirtækisins vegna eftirlits á leigulínumörkuðum. Hrafnkell segir málið þó eiga sér lengri að- dranganda. „Við höfum viljað auka gangsæi markaðarins með því að birta ákveðnar tölfræðiupplýsingar. Stofnunin tók saman tölfræðirit út frá þeim gögnum sem við höfðum aflað með venjubundnum hætti í okkar eftirliti. Við kynntum þær fyr- irætlanir okkar fyrir markaðsaðil- um, þar á meðal Vodafone. Þeir mótmæltu því einir fyrirtækja að upplýsingarnar yrðu birtar og kærðu það fyrir úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála þar sem það mál er enn til úrskurðar. Þessi deila núna snerist hins vegar um það hvort við gætum fengið upplýsingar frá þeim yfirhöfuð og þar með sinnt okkar eftirlitshlutverki. Að lokum hótuðum við dagsektum þar sem við teljum það algjörlega óásættan- legt að fyrirtæki neiti að afhenda þessar upplýsingar.“ Von á úrskurði innan skamms Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir að í ljósi þess að PFS sé hugsanlega að fara út fyrir heimildir sínar til að birta gögn hafi þeim fundist eðlilegt að láta á það reyna hvort úrskurður um birting- arheimildir hennar ætti að vera fyr- irliggjandi áður en fyrirtækið af- henti stofnuninni fleiri gögn. „Þegar málið var síðan komið í þann farveg að okkur voru settir þessir afarkostir um dagsektir var það mat manna hér að skynsamlegast væri að verða við þessu, enda held ég að von sé á úrskurði úrskurðarnefndarinnar innan skamms.“ Vodafone neitaði að afhenda Póst- og fjarskiptastofnun gögn um leigulínumarkað og sætti í kjölfarið afarkostum Vodafone var hótað 100 þúsund króna dagsektum ➤ Vodafone kærði ákvörðunPFS um birtingu tölfræðiupp- lýsinga af fjarskiptamarkaði til úrskurðarnefndar. ➤ Fyrirtækið telur upplýsing-arnar einungis gagnast sam- keppnisaðilum sínum. KÆRA VODAFONE Hrannar Pétursson upp- lýsingafulltrúi Vodafone. Félögum í samtökum blaða- og fréttamanna fjölgar ár frá ári. Sam- tals voru félagar í Blaðamanna- félaginu og Félagi fréttamanna á RÚV nærri 700 í fyrra. „Við höld- um að það séu hátt í 500 sem vinna í faginu,“ segir Arna Schram, for- maður BÍ, og telur fríblöðin skýra fjölgunina. Karlar hafa verið og eru enn langtum fleiri en konur í fjölmiðl- un, bæði á RÚV og frjálsu miðl- unum. 48 karlar eru skráðir í Félag fréttamanna en 27 konur. 384 karl- ar eru skráðir í Blaðamannafélagið en 215 konur. Þetta þyrfti að jafna til að tryggja breidd í umfjöllun um samfélagið, segir Arna. bee Fjölgar í samtökum blaða- og fréttamanna Fleira fjölmiðlafólk Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambands Ís- lands, vill að stéttarfélögin í Reykjavík endurskoði fyrirkomu- lag hátíðarhaldanna 1. maí til að koma boðskap félaganna betur á framfæri með jákvæðum hætti. „Það var einstaklega vel mætt í kröfugönguna í ár enda var veður gott og sjaldan hefur verið jafn mikill óróleiki í samfélaginu eins og um þessar mundir,“ segir Guð- mundur. „Síðustu ár hafa fáir félagsmenn okkar mætt í gönguna en ýmsir öfgahópar hafa hins vegar nýtt sér tækifærið óspart til að vekja athygli á sér.“ Guðmundur segir að á meðan verkafólk hafi verið í minnihluta í göngunni hafi verkalýðsfélögin leigt stóra sali fyrir félagsmenn sína sem hafi verið þétt setnir. „Þarna eru fjölskyldur launa- manna samankomnar en ekki í kröfugöngunni. Þess vegna finnst mér eðlilegt að verkalýðsforrystan velti fyrir sér hvort hún sé að gera annað en félagsmenn hennar vilja.“ Guðmundur vill að verkalýðs- félögin haldi daginn hátíðlegan sameiginlega og slái upp einni stórri hátíð með breyttu fyrir- komulagi. „Þarna væru haldnar ræður og boðið upp á vegleg skemmtiatriði og verkalýðsfélögin gætu nýtt tæki- færið til að kynna starfsemi sína, en hún vefst fyrir mörgum. Þarna gætu félögin komið boðskap sínum á framfæri á mun jákvæðari hátt en nú tíðkast.“ aegir@24stundir.is Formaður Rafiðnaðarsambandsins vill breyta hátíðarhöldum 1. maí Skilaboð á jákvæðum nótum Baráttudagur verka- lýðsins Hugmyndir eru uppi um að breyta sniði hátíðarhalda 1. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.