24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Ég er alinn upp á verðbólgutím- um. Langtímum saman í mínu ungdæmi var verðbólga mæld í tugum prósenta. Á fárra missera fresti stefndi í óefni og þá lögðust ríkisstjórnir undir feld og reyndu að koma saman pökkum sem alltaf voru kallaðir „ráðstafanir í efna- hagsmálum“. Oft var verulega sárs- aukafullt að koma þessum pökkum saman og þeir voru undantekning- arlítið eða jafnvel undantekningar- laust alveg misheppnaðir. Verðbólgan geisaði áfram En síðan veit ég að það deyr eng- inn úr verðbólgu. Því skulum við ekki fara á taugum. En eigi að síður er ljóst að ástandið í efnahagsmál- um þjóðarinnar nú er ekki gott. Og alvarlegar horfur framundan. Mjög margir gætu lent í miklum erfiðleikum. Og menn líka farnir að kalla á að ríkisstjórnin geri „ráðstafanir í efnahagsmálum“. Sú herhvöt vek- ur mér satt að segja dálítinn ugg. Hefur þá ekkert breyst síðan í þjóðarsáttinni gömlu? Var „stöð- ugleikatímabilið“ bara stund milli stríða – hlýskeið milli ísalda? Þjóðarsáttin 1990 Ég hef sagt það áður og segi það enn; það sem maður varð hissa þegar tókst loksins að sigrast á verðbólgunni. Með þjóðarsáttinni sem aðilar vinnumarkaðarins gerðu 1990 og ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar átti sinn þátt í. Allt í einu virtist endalaust stríðið við verðbólguna hafa verið tómur misskilningur. Fyrst það var þá hægt að vinna bug á henni svona nánast fyrirhafnarlaust. „Fyrirhafnarlaust“ er auðvitað ekki rétt orð. Launafólk tók á sig umtalsverðar kjaraskerðingar í nokkur ár til að ná niður verðbólg- unni. En þetta var samt ótrúlega auðvelt. Það virtist ekkert hafa vantað allan tímann, nema viljann. Og er þá ekki hægt að sigrast á þeirri nýju verðbólgu sem risin er með jafn auðveldum hætti? Líklega er málið ekki alveg svo einfalt. Hvað sem líður andvaraleysi okkar sjálfra, rangri peningamálastjórn og gassagangi í góðærinu, þá er augljóst að partur af verðbólgu- skotinu nú stafar af aðstæðum er- lendis sem við ráðum ekki vel við. Og verðum líklega bara að láta þetta yfir okkur ganga. Vona að það gangi bara sem fyrst yfir. Ekkert hefur verið gert En samt sem áður er jafn aug- ljóst að ýmislegt getum við gert hér heima. Ef við tökum á okkur rögg. Rétt eins og þeir menn sem gerðu þjóðarsáttina 1990 tóku á sig rögg og knésettu drauginn sem all- an lýðveldistímann hafði vomað yfir landinu – verðbólgudrauginn alræmda. Í marga mánuði hefur ríkis- stjórnin vitað af því sem á döfinni er í efnahagsmálum. Hún hefur ekkert aðhafst. Það gengur nú ekki lengur. Sennilega er full ástæða til að stjórnvöld fari varlega og ímyndi sér ekki að þau geti með einhverjum „ráðstöfunum í efna- hagsmálum“ leyst vandann. Það mundi ekki reynast vel ef þau færu fram með of miklum flumbru- gangi. En nú er samt svo komið að rík- isstjórnin verður að sýna viðleitni. Það er tími til að bregðast við og sá tími er núna. Og vissulega er full ástæða til að gera nú nýja þjóð- arsátt. Við ættum að geta ráðið fram úr okkar hluta vandamálsins ef við leggjumst á eitt. Ábyrgðin En þá verðum við líka öll að leggjast á eitt. Það gengur til dæmis ekki að það muni bara lenda á launafólki að axla byrðarnar, eins og raunin var því miður með hina fyrri þjóðarsátt. Nú þurfa kaup- menn og kaupsýslumenn (þar á meðal bankaeigendur) að leggja sitt af mörkum – ekki rjúka til og hækka allt upp úr öllu valdi af því gróði þeirra minnkar með lækk- andi krónu. Þeir verða að sýna ábyrgð, ekki síður en launafólk. Ákveða að þreyja þorrann með okkur hinum – enda, af hverju ættu þeir ekki að sætta sig við skerðingu á lífskjörum meðan við erum að vinna okkur út úr vand- anum, rétt eins og almenningur? Verslunareigendur sem ruku til og hækkuðu lagerinn sinn strax eftir gengisfallið ættu náttúrlega bara að skammast sín. Og það ætti að leiða þá fram og láta þá horfast í augu við þjóðina í þrengingum hennar og láta þá viðurkenna hreinskiln- islega: Já, ég gerði þetta af því ég sá þarna færi á að græða svolítinn aukapening. Skítt með verðbólguna. Skítt með kjör almennings. „Þjóðarsátt“ felur í sér að þjóðin gerir sátt við sjálfa sig. Ekki bara að launafólk og lántakendur í bönk- um sætti sig við hvað sem er. Nýja þjóðarsátt? aIllugi Jökulsson skrifar um ráðstaf-anir í efnahagsmálum „Þjóðarsátt“ felur í sér að þjóðin gerir sátt við sjálfa sig. Ekki bara að launafólk og lántak- endur í bönk- um sætti sig við hvað sem er. Viðleitni Í marga mánuði hefur ríkisstjórnin vitað af því sem á döfinni er í efnahagsmálum. Hún hefur ekkert aðhafst. 50% afsláttur af völdum vörum Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum Fákafeni) www.gala.is • S:588 9925 Opið 11-18 og 11-16 lau. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 Súpersól til Salou 23. maí frá kr. 39.995 Terra Nova býður frábært tilboð til Salou í sumarbyrjun. Salou er fallegur bær á Costa Dorada ströndinni, sunnan Barcelona. Þar er Port Aventura, stærsti og glæsilegasti skemmtigarður Spánar. Stórkostlegar strendur, fjölbreytt aðstaða og litríkt næturlíf. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Kr. 39.995 Netverð á mann. M.v. 2-4 saman í herbergi/stúdíó/íbúð. Súpersól tilboð. 23. maí í viku. Aukavika kr. 12.000. Birt með fyrirvara um prentvillur. Terra Nova áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.