24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Lagersala Einstakt tækifæri til að eignast glæsileg heimilistæki á frábæru verði. Takmarkað magn af sýningar- og lagertækjum ásamt lítið útlitsgölluðum tækjum. Verið velkomin í Eirvík og kynnið ykkur heimilistæki á tækifærisverði. Lagersala Eirvíkur að Suðurlandsbraut 20 -hágæðaheimilistæki Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is Verðhrun VASKAR HELLUBORÐ INNBYGGÐIR ÍSSKÁPAR FRYSTISKÁPAR OFNAR HÁFAR VIFTUR vi lb or ga @ ce nt ru m .is Opið frá kl. 10-18 föstudaginn 2. maí og 11-18 laugardaginn 3.maí. Það kveður aldeilis við nýja tóna í áliti Jafnréttisstofu til allsherjar- nefndar um tímamótafrumvarp Daggar Pálsdóttur hrl. og alþing- ismanns, um breytingar á barna- lögum nr. 76/2003 sem flutt var í nóvember síðastliðnum. Það frumvarp er nú til meðferð- ar í allsherjarnefnd Alþingis og mikill skilningur þar á bæ fyrir nauðsynlegum breytingum á löngu úreltum ákvæðum barnalaga. Þess ber að geta sem vel er gert og deg- inum ljósara að Jafnréttisstofa með nýrri stýru hefur sagt skilið við úr- elta stefnu undanfarinna ára, sem hefur helst miðað að því að við- halda svokallaðri „kvennagildru- jafnréttisstefnu“. Stefnu sem fyrr- verandi jafnréttisstýra með sínu föruneyti hafði kappkostað að leiða í einhvers konar kvenréttinda- blindni – fullkomlega ómeðvituð um afleiðingar til lengri tíma fyrir konur og þeirra starfsframa. Tímaskekkja Sú stefna var tímaskekkja og virtist á stundum ganga þvert á lög um Jafnréttisstofu; almenn viðhorf nútímafólks til jafnréttis sem og þvert á almenna þróun í jafnrétt- ismálum yfirhöfuð. Fyrrverandi jafnréttisstýra virðist hafa verið úti að aka; svo mjög og skrykkjótt, að hennar eigin stefna hefur augljós- lega endað úti í skurði. Kvenna- gildru-jafnréttisstefnan hefur mið- að að því að gera konur einar ábyrgar fyrir börnum sínum og lögheimili þeirra í 96 prósentum tilfella eftir skilnað. Þær hafa átt að rækja heimilis- og ummönnunar- skyldur við skilnaðarbörnin sín, sem telja nálægt 33 prósent af öll- um börnum landsins. Feðurnir hafa helst átt að stíga til hliðar, huga að starfsframa sínum, sinna framfærsluskyldum og vera gestir í lífi barna sinna með takmörkuðum heimsóknartíma þeirra og aðallega sem skemmtanastjórar um helgar. Skólaganga barnanna og hvers- dagslífið hefur helst átt að vera ut- an þeirra afskipta. Föðurfjöl- skyldurnar hafa einnig átt að fjarlægjast um leið. Þau fjögur pró- sent feðra í dag, sem hafa lögheim- ili barna sinna, teljast heppin. Þannig hefur stefna úreltra jafn- réttisviðhorfa verið. Nútímastefn- an gerir ráð fyrir jöfnum réttind- um og ábyrgð foreldra gagnvart börnum sínum eftir skilnað; 50/50 stefnan, og þ.a.l. jöfnum tækifær- um foreldra til starfsframa og launa. Lykill að betri framtíð Í dag er allt skynsamt fólk sam- mála um að jafnrétti sé lykillinn að betri framtíð – alvöru jafnrétti. Vegna þessa ber að fagna sérstak- lega ljómandi góðu áliti Jafnrétt- isstofu um umrætt frumvarp; áliti sem kveður sérstaklega fast að for- eldrajafnrétti, sem er alger undir- staða launajafnréttis. Í áliti Jafnréttisstofu segir meðal annars orðrétt: „Jafnréttisstofa fagnar því að lagt hafi verið fram frumvarp til breytinga á barnalög- um nr. 76/2003 þar sem grundvall- arsjónarmiðið er aukið jafnrétti kynjanna og sem jöfnust foreldra- ábyrgð á öllum sviðum. 1. gr.: Jafn- réttisstofa tekur undir það að karl sem telur sig föður barns geti höfð- að barnsfaðernismál þótt barn sé feðrað og tekur undir þær athuga- semdir sem koma fram í greinar- gerð með 1. gr. frv., og telur þetta sjálfsagðan rétt karls. 4. gr.: Jafnréttisstofa fagnar þeirri breytingu á barnalögum (og öðrum lögum) sem felst í 4. gr. frumvarpsins. Þessi tillaga, að for- eldrar geti samið svo um að barn hafi tvöfalt lögheimili er til þess fallin að gera stöðu foreldra sem fara sameiginlega með forsjá jafn- ari en nú er og ætti jafnvel að vera meginregla. Þ.e. að ef forsjá er sam- eiginleg þá sé lögheimili hjá báðum foreldrum.“ Jöfn foreldraábyrgð „Í frumvarpinu, 5. gr. – 8. gr., er gert ráð fyrir því að dómari og sýslumaður geti ákveðið/úrskurð- að að barn skuli dvelja allt að 7 daga af hverjum 14 hjá því foreldri sem barn hefur ekki lögheimili hjá/ sem barn telst ekki búa hjá. Jafn- réttisstofa tekur undir þau megin- sjónarmið sem búa að baki þessari tillögu, þ.e. að það skuli teljast meginregla, ef hagsmunir barnsins standa til þess, að barn sé til jafns hjá báðum foreldrum. Þessi regla er betur til þess fallin að stuðla að og koma á jafnri foreldraábyrgð og um leið auknu kynjajafnrétti, auk þess sem það er sjálfsagður réttur barns að vera sem mest í samvist- um við báða foreldra sína Það gæti verið heppilegra að hafa regluna með einhverjum öðrum hætti. Til dæmis að úrskurða mætti að barn væri allt að 6 mán. hjá því foreldri sem það telst ekki hafa heimili hjá eða allt að 14 dögum af hverjum 28 eða eitthvað þess háttar. Meginat- riðið er að ná fram sem jafnastri foreldraábyrgð, þó alltaf með hags- muni barnsins að leiðarljósi. Í 7. og 8. gr. frumvarpsins er það sett fram sem meginregla að kostnaður við umgengni skuli skiptast jafnt milli foreldra nema annað sé ákveðið með samningi eða úrskurði. Þetta er eðlileg og sanngjörn regla, séu báðir foreldrar með í ráðum ef annað t.d. flytur um lengri veg þannig að kostnaður af ferðum barns verði miklu meiri en áður. Jafnréttisstofa tekur heils hugar undir 9. gr. frv. um að forsjárlausir foreldrar eigi einnig rétt á að fá skriflegar upplýsingar um barn sitt.“ Ekki er annað að sjá í áliti þessu, en að ný stýra Jafnréttisstofu hygg- ist hefja stofnunina aftur til vegs og virðingar með réttum formerkjum jafnréttis. Það væri heppilegra fyrir aðra álitsgjafa að taka sér Jafnrétt- isstofu til fyrirmyndar í þessu máli, og þrýsta á um leið þær breytingar sem liggja fyrir allsherjarnefnd Al- þingis – börnum og foreldrajafn- rétti til hagsbóta. Höfundur er ritari Félags um foreldrajafnrétti Hrós til Jafnréttisstofu! UMRÆÐAN aStefán Guðmundsson Fyrrverandi jafnrétt- isstýra virðist hafa verið úti að aka; svo mjög og skrykkjótt, að hennar eigin stefna hefur augljóslega endað úti í skurði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.