24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 49

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 49
24stundir LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 49 Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Rýmingarsalan heldur áfram þangað til allt er selt!! Geggjaður afsláttur af öllum vörum. Ekki missa af þessu Opið í dag frá kl. 10:00 Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur stendur fyrir sérstakri dagskrá sem tileinkuð er Póllandi og pólskri tungu í Þjóðminjasafninu í dag. Þar miðla sérfræðingar á ýmsum sviðum af fróðleik sínum um sögu og menningu þjóðarinnar. „Þetta kom upphaflega til af því að árið í ár er alþjóðlegt tungu- málaár hjá Sameinuðu þjóðunum og okkur fannst tilvalið að vekja at- hygli á öðrum tungumálum og menningarheimum,“ segir Laufey Erla Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur. Síðar á árinu verður sjónum beint að menningu annarra landa sem tengjast Íslandi. „Okkur fannst borðleggjandi að taka fyrir þau lönd sem tengjast okkur Íslending- um sterkum böndum. Nú búa náttúrlega margir Pólverjar á Ís- landi þannig að okkur fannst til- valið að byrja á Póllandi,“ segir Laufey. Talsverð menningartengsl hafa verið milli þjóðanna í gegnum árin og hafa til dæmis Íslendingar stundað nám í Póllandi og Pólverj- ar hér á landi. Engu að síður er pólsk menning mörgum framandi og hátíðin því upplagt tækifæri til að bæta úr því. „Það eru kannski fáir sem gera sér grein fyrir því hversu ríkum menningararfi Pól- land býr í raun og veru yfir. Þetta er náttúrlega gamalt stórveldi í Evr- ópu og stendur mjög sterkt meðal annars á sviði klassískrar tónlistar, bókmennta og kvikmyndagerðar,“ segir hún. Hátíðin fer fram í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins og hefst dag- skráin kl. 14. Menningarþjóð Pólland á sér mjög ríkan menningararf að sögn Laufeyjar Erlu Jónsdóttur. Pólsk menningarhátíð í Þjóðminjasafninu Mikil menningarþjóð Pólskri menningu í nútíð og fortíð verður gert hátt undir höfði á menning- arhátíð í Þjóðminjasafn- inu í dag. Sérfræðingar á ýmsum sviðum ausa af viskubrunnum sínum. ➤ Þorleifur Friðriksson sagn-fræðingur flytur erindi sem heitir Pólland - fiðrildi Evr- ópu. ➤ Ljóðalestur verður á pólskuog íslensku. ➤ Stanislaw Bartozek málfræð-ingur fjallar um gömul hand- rit og pólskan orðaforða. ➤ Þrándur Thoroddsen kvik-myndagerðarmaður fjallar um pólskar kvikmyndir. ➤ Vilborg Dagbjartsdóttir lesþýðingu á ljóði eftir Czeslaw Milosz. PÓLSK MENNINGARHÁTÍÐ Um helgina gefst almenningi kostur á að kynna sér verk Die- ters Roth í safneign Nýlistasafns- ins. Á síðustu vikum hefur safnið unnið að skráningu og ljósmynd- un á verkum Dieters og kennir ýmissa grasa í verkum meistar- ans. Safnið á yfir 300 verk eftir listamanninn í safneign sinni. Yfir 100 nýskráð verk hafa litið dagsins ljós á síðustu mánuðum sem hafa ekki áður verið sýnd. Hægt verður að fá óformlega leiðsögn um verkin á milli kl. 13 og 17 í dag. Kynning á verkum Dieters Roth Yfir 100 nýskráð verk Verslunin Nexus við Hverfisgötu fagnar ókeypis myndasögudeg- inum í dag ásamt þúsundum myndasöguverslana um heim all- an. Í tilefni dagsins gefur versl- unin sérútgefin myndasögublöð frá ýmsum útgefendum. Mynda- sögublöðin eru af ýmsu tagi og höfða jafnt til yngri sem eldri les- enda. Viðburðurinn hefst kl. 12 og verða blöð gefin meðan birgðir endast. Nánari upplýsingar um blöin og útgefendur má nálgast á vefsíðunni www.freecomicbook- day.com. Myndasöguveisla Myndasögur verða gefnar í versluninni Nexus í dag. Ókeypis myndasögur Feðginin Erla Stefánsdóttir söng- kona og Stefán S. Stefánsson, saxófónleikari og útsetjari, leika lög Bítlanna í djössuðum útsetn- ingum á tónleikum á Domo sunnudaginn 4. maí kl. 21. Á efn- isskránni eru lög á borð við I Will, Fixing a Hole, Got to Get You into my Life og Things We did Today. Tónleikarnir eru liður í tónleikaröð Jazzklúbbsins Múl- ans. Aðgangseyrir er 1.000 kr en 500 kr. fyrir nemendur. Bítlatónlist í djassbúningi Sýning á verkum alþýðulista- mannanna og hjónanna Óskar Guðmundsdóttur og Michaels Guðvarðarsonar verður opnuð í Boganum í Gerðubergi í dag kl. 15. Hjónin Ósk og Michael leiða saman hesta sína á þessari sýningu þar sem gefur að líta landslags- málverk úr íslenskri náttúru. Ósk og Michael mála bæði með akrýl- litum og styðjast gjarnan við ljós- myndir í listsköpun sinni. Verkin nálgast þau á ólíkan máta, hjá Ósk skín nákvæmni hannyrðakon- unnar í gegn en hjá Michael tekur sköpunarkrafturinn völdin með frjálslegri tækni. Hjón opna sýningu saman Helgina 3.-4. maí eru síðustu forvöð að sjá sýninguna Til gagns og til feg- urðar í Þjóð- minjasafninu en hún fjallar um útlit og klæðaburð Ís- lendinga í ljós- myndun frá 1860-1960. Sýningu lýkur MENNING menning@24stundir.is a Þetta er náttúrlega gamalt stórveldi í Evrópu og stendur mjög sterkt meðal annars á sviði klassískrar tónlistar, bókmennta og kvikmyndagerðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.