24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 28

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 28
sendar til Svíþjóðar og Þýskalands og ég finn fyrir töluverðum áhuga á bjórnum erlendis. Við höfum líka verið að vinna töluvert af verðlaun- um og það er góð kynning,“ segir Andri og er þar að vísa til silfur- verðlauna sem Ölgerðin vann fyrir Egils Gull í World Beer Cup- keppninni í apríl síðastliðnum. Drög að fleiri tegundum Nýjasti íslenski bjórinn er Skjálfti frá Ölvisholti á Suðurlandi en hann hefur verið í sölu í tvo mánuði. „Nú er reynslutíma lokið og Skjálfti kominn í svokallaðan kjarna hjá ÁTVR. Við reiknum með að það taki smá tíma að koma Skjálfta í dreifingu á landsvísu en hann ætti að verða fáanlegur á all- flestum útsölustöðum innan fárra vikna,“ segir Bjarni Einarsson, framkvæmdastjóri og einn eigenda Ölvisholts. Í Ölvisholti er verið að leggja drög að fleiri tegundum að sögn Bjarna en meira vill hann ekki gefa upp. Tekur bjórinn við af refunum? „Ég vona að þetta verði ekki eins og með refabúin um árið, að það hlaupi allir í þetta,“ gantast Björg- vin Rúnarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins 2B Company, en það er annað tveggja fyrirtækja sem hyggjast hefja bjórframleiðslu á næstunni. „Það er allt klárt frá okkar hendi, það er búið að skrifa undir alla samninga og gera áætlanir. Við hins vegar ákváðum að bíða með að hefja framleiðslu vegna ástands- ins í þjóðfélaginu,“ segi Björgvin. Framleiðsla bjórsins, sem hefur fengið nafnið Volcano, verður í Vestmannaeyjum og er búist við að hún hefjist síðar á þessu ári eða í upphafi þess næsta. Brugga í fiskvinnsluhúsi „Það er allt á fullu í undirbún- ingi hérna. Það er verið að setja upp tækin og við eigum von á korninu hvað úr hverju,“ segir Soffía Axelsdóttir en hún hefur stofnað bruggverksmiðjuna Mjöð ehf. í Stykkishólmi ásamt eigin- manni sínum, systur sinni og mági. Snæfellski bjórinn, sem er að þýskri fyrirmynd, hefur fengið nafnið Jökull og er búist við að framleiðsla og sala hefjist innan tveggja mánaða. „Við byrjum á einni tegund en stefnum á að vera með fleiri í fram- tíðinni,“ segir Soffía. Kaldarnir orðnir milljón „Þetta hefur gengið tvöfalt betur en við áætluðum. Við bjuggumst við að ná því að framleiða milljón flöskur eftir þriggja ára rekstur en náðum markinu seinasta miðviku- dag, sem sagt á einu og hálfu ári,“ segir Agnes Sigurðardóttir. Hún á Bruggsmiðjuna á Árskógssandi með eiginmanni sínum og fram- leiða þau bjórinn Kalda. Aðspurð um hvernig skýra megi vinsældir bjórsins segist Agnes þakka þær sérstöðu hans. „Við bruggum bjórinn í fjórar til fimm vikur til þess að það þurfi ekki að setja í hann sykur auk þess sem engin aukefni eru sett í bjór- inn. Þannig er hann eins hollur og hægt er.“ Bruggsmiðjan framleiðir tvær tegundir af Kalda, bæði ljósan og dökkan. Að auki verður framleidd- ur jólabjór í fyrsta skipti fyrir næstu jól. „Við höfum ekki ákveðið ná- kvæmlega hvernig hann verður á bragðið en hann verður í sama stíl og Kaldi. Einnig munum við reyna að hafa litinn á honum aðeins út í rautt,“ segir Agnes. Seyðfirska ölið í dósir „Við ætlum að fara af stað með bjór í dósum og fara dósirnar á markað eftir þrjá mánuði,“ segir Jón Þór Eyþórsson sem með föður sínum stofnaði fyrirtækið El Grillo, sem framleiðir samnefndan bjór. Nafnið á bjórnum er dregið af olíubirgðaskipi bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni sem þýsk- ar flugvélar sprengdu í Seyðisfirði árið 1944. Skipið sökk og hefur síð- an þá legið á botni fjarðarins. El Grillo hefur verið í almennri sölu frá því síðastliðið sumar. Upp- skriftin er komin frá Seyðfirðingn- um Eyþóri Þórissyni, föður Jóns Þórs, en Ölgerð Egils Skallagríms- sonar sér um framleiðsluna. HVAÐ VANTAR UPP Á? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Þjóðernissinnuð bjórdrykkja Þóra Kristín Þórsdóttir thorakristin@ 24stundir.is FRÉTTASKÝRING  Von er á tveimur nýjum íslenskum bjórframleiðendum  Meira selt af íslenskum en erlendum bjór í ÁTVR BJÓRBRUGGUN Á ÍSLANDI Mjöður ehf. 2B Company Volcano Bruggsmiðjan á Árskógssandi Kaldi Vífilfell Víking o.fl. Egils Gull o.fl. El Grilló Framleiðsla og sala hafin Væntanlegt Óhætt er að segja að íslenskur bjór sé í sókn en von er á að tvær nýjar bjórverksmiðjur hefji fram- leiðslu á þessu ári. Ef allt gengur upp verða þá bjór- framleiðendur á Íslandi sjö talsins og nær tuttugu tegundir íslensks bjórs bruggaðar og seldar í vínbúð- um ÁTVR auk léttbjórs og árstíða- bundinnar framleiðslu. Íslendingar velja íslenskt Bjór er mest selda varan í vín- búðum ÁTVR og nam 41,7% áfengissölunnar í fyrra, skv. árs- skýrslu fyrirtækisins. Íslenskur bjór er í meirihluta af þeim bjór sem seldur er og hefur hlutfall hans af heildarbjórsölu far- ið vaxandi undanfarin ár. Má sem dæmi nefna að árið 1998 var nán- ast selt jafn mikið af íslenskum og erlendum bjór en nú eru seldir tveir innlendir bjórar á móti hverj- um erlendum. Vinsældir íslenska bjórsins sjást einnig á því að í fyrra voru inn- lendar tegundir í þremur efstu sæt- unum yfir mest selda bjórinn. Á lista yfir tíu vinsælustu bjórana, sem eru yfir helmingur bjórsöl- unnar, eru fimm íslenskar tegund- ir, fjórar erlendar tegundir sem bruggaðar eru hérlendis og ein innflutt tegund. Íslendingar eru því talsvert þjóð- ernissinnaðir í bjórneyslu sinni enda vísa heiti bjóranna öll í sögu lands og þjóðar, sbr. Víking Sterk- ur, Egils Premium, Kaldi og Skjálfti. Íslenskur „stout“ á leið á markað Vífilfell og Ölgerð Egils Skalla- grímssonar eru elstu og stærstu bjórframleiðendur landsins og þeir einu sem framleiða erlendar teg- undir. Vífilfell bruggar Carlsberg að er- lendri fyrirmynd en af íslenskum bjór framleiðir fyrirtækið Víking- bjórana, t.d. Víking Gylltan og Víking Sterkan auk Thule. Nú um helgina bætist svo ný tegund við þegar tilraunaframleiðsla á íslensk- um stout fer á markað. Fá silfur fyrir Gullið Ölgerð Egils Skallagrímssonar framleiðir Egils-bjórana, t.d. Egils Maltbjór og Egils Gull. Að auki framleiðir fyrirtækið Tuborg Gold og Tuborg Grön. Hingað til hefur fyrirtækið ekki flutt vörur sínar út nema til Fær- eyja en breyting getur orðið á því á næstunni, að sögn Andra Þórs Guðmundssonar forstjóra. „Tilraunasendingar hafa verið ➤ Í heild seldi ÁTVR 15,2 millj-ónir lítra af bjór á seinasta ári. ➤ Fimm söluhæstu bjórarnir2007 eru Víking, Víking Lite, Thule, Carlsberg og Tuborg. ➤ Yfir 2,1 milljón lítra var seldaf Víkingi í fyrra. Af Víking Lite, sem var í öðru sæti, voru seldir tæplega 950 þúsund lítrar og um 865 þúsund lítrar voru seldir af Thule. BJÓR Í ÁTVR 100 80 60 40 20 0 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 SKIPTING BJÓRSÖLU 56% 44% 56% 44% 60% 40% 61% 39% 64% 36% 64% 36% 64% 36% 66% 34% Sala árið 2007: 15.227 þús. lítrar Innfluttur bjór Innlendur bjór Kaldi Glansandi tækin sem Kaldi verður til í. 28 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Skjálfti Forsvars- menn Ölvisholts.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.