24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 03.05.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 3. MAÍ 2008 24stundir Eftir Egil Bjarnason í Kabúl egillegill@hotmail.com Á Íslandi eru fíkniefnafundir lög- reglunnar mældir í grömmum og kílóum. Í Afganistan skipta þeir tonnum. Alþjóðasamfélagið hefur lagt fram hundruð milljarða króna til að kveða niður valmúaræktun. Og árangurinn? Á síðasta ári kom 93% af heróíni í heiminum frá Afg- anistan, samkvæmt fíkniefnadeild Sameinuðu þjóðanna. Framleiðslan hefur aldrei verið meiri í sögu landsins. Ennfremur er búist við að valmúabændur slái aftur met á þessu ári. Markaðurinn veltir hátt í fjórum milljörðum Bandaríkjadala en götuvirði efn- anna er um 60 milljarðar dollara á Vesturlöndum. Ópíum er þar með langstærsta útflutningsafurð lands- ins og meginstoð efnahagsins. Tal- ið er að um 10% landsmanna, 3 milljónir Afgana, hagnist á valmúarækt með einum eða öðr- um hætti. Fórnarlamb fátæktar Valmúabóndi í Badakshan-hér- aðinu í norðausturhluta landsins, sem vildi ekki láta nafn síns getið, sagðist framleiða ópíum til þess eins að sjá fyrir fjölskyldunni. „Við bændurnir rétt svo skrimtum. Stórkaupmenn og smyglarar hirða allan ágóðann. Yfirvöld ættu mun frekar að grípa til aðgerða gegn þeim en okkur.“ Samkvæmt könnun Sameinuðu þjóðanna er auðfenginn gróði ástæða 41% ópíumbænda en 12% þeirra vísuðu til kostnaðarsamra brúðkaupa í Afganistan. Bændur fá aftur á móti aðeins um 20% af veltu fíkniefnamarkað- arins, samkvæmt opinberum töl- um. Afgangurinn fer í vasa fíkni- efnabaróna, smyglara og uppreisnarhópa talibana sem inn- heimta verndartoll af bændum. Samt sem áður græða bændur 17 sinnum meira á því að rækta val- múa en hveiti. Viltu gerast burðardýr? Ópíumuppskeran er mikið til verkuð í heróínverksmiðjum ná- grannaríkja Afganistans. Slíkum verksmiðjum fer þó ört fjölgandi innan landsins. Smyglið er stór- tækast í Íran vegna nálægðar við Evrópu. Næstmest fer til Pakistans, ekki síst vegna þess að landið liggur samsíða stærstu valmúahéruðum Afganistans. Blaðamanni 24 stunda var boðið að gerast burðardýr fyrir smyglara á alræmdum fíkniefnabasar í Pak- istan, skammt frá landmærum Afganistans. „Ég er með marga viðskiptavini eins og þig,“ sagði smyglarinn og taldi upp fólk frá ýmsum Evrópu- löndum. „Fyrirhöfnin er algjörlega mín. Ég sé um að koma samtals einu kíló af hreinu heróíni fyrir í sérútbúnum skóm. Efnið verður svo vel einangrað að lyktin fer framhjá leitarhundum. Það eina sem þú þarf að gera er að labba gegnum flugvöllinn. Getur líka far- ið með slatta í þörmunum.“ Skórnir kostuðu 300 þúsund krónur. Með hassi aðeins 50 þús- und. Varla þarf að taka fram að götuvirði efnanna á Íslandi er hundraðfalt. Ópíum allra meina bót „Eyðum valmúanum áður en hann eyðir okkur!“ stendur á vegg- spjaldi inni á skrifstofu Ahmads Shuaib Shahpars, yfirlæknis á með- ferðarheimili í Badakshan. Íbúa- fjöldi héraðsins er um ein milljón. Þar af eru yfir 26 þúsund dópistar, segir alkalæknirinn, en hann getur aðeins meðhöndlað 25 fíkla á mán- uði. „Íbúar héraðsins hafa afar tak- markaðan aðgang að læknishjálp. Þannig að fólk notar ópíum til að slá á höfuðverki, kulda eða önnur veikindi,“ sagði Shahpar í samtali við 24 stundir. „Mæður nota dópið jafnvel til að fá börnin sín til að hætta gráta. Þetta er mun algeng- ara meðal fávíss sveitafólks en þétt- býlisbúa.“ Hann segir fíkniefnavandann aukast með ári hverju. „70% at- vinnuleysi leiðir marga út í dóp- neyslu. Neyslan er líka áberandi meðal flóttamanna frá Íran og Pak- istan sem hafa snúið aftur á und- anförnum árum.“ Að sögn Ahmads eru aðeins fjórar sambærilegar meðferðar- stofnanir í öllu landinu. „Þeim er alfarið haldið uppi af evrópskum góðgerðarsamtökum. Yfirvöld í Afganistan gera afskaplega lítið til að takast á við vandann. Á síðasta ári vörðu stjórnvöld um 800 millj- ónum króna í forvarnir en útkom- an var engin. Peningarnir enduðu, eins og svo oft áður, í vösum spilltra embættismanna.“ Badakshan-héraðið er næst- stærsta valmúahérað landsins. Læknirinn segir vandann afleið- ingu fátæktar og gríðarlegrar eft- irspurnar. Þaðan séu ekki nema 400 kílómetrar í landamæri fjög- urra ríkja: Pakistans, Kína, Tajik- istans og Úsbekistans. „Afganistan er gegnsýrt af ópí- umframleiðslu. Hún er rót ófriðar og afleiðing spillingar og dóp- neyslufaraldurs,“ segir læknirinn að lokum. „Ópíum- framleiðsla er rót ófriðar“  Afganar framleiða 93% af heróíni í heiminum  Dópfé fjármagnar uppreisnarhópa talibana  Mæður „lækna“ ungbörn með ópíum ➤ Ópíum er afurð valmúablómaog hægt er að vinna úr því morfín og heróín. ➤ Frá því talibönum var steyptaf stóli í Afganistan hefur valmúaræktun aukist ár frá ári. ➤ Talið er að 10% landsmannahafi beinan hag af ópíum- framleiðslu. ➤ Margir þeirra eru spilltir emb-ættismenn og talibanar. Ópí- umbændurnir fá lítið fyrir sinn hlut. VALMÚARÆKTUN Ópíum Uppskeran er að mestu verkuð í heróín- verksmiðjum í nágranna- ríkjum Afganistans. Það- an er duftinu smyglað áleiðis til Evrópu. Neyslufaraldur Dópisti að reykja heróín í Pes- hawar í Pakistan. Ópí- umsprengjan í Afganist- an hefur valdið neyslufaraldri bæði inn- anlands sem utan. Meðferðarheimilið Alkalæknirinn Ahmad Shuaib Shahpar ásamt sjúklingi. Sá sagðist hafa byrjað í neyslu 13 ára. Komst á bragðið þegar hann bjó í flótta- mannabúðum í Íran. Hass, heróín eða óp- íum? Fíkniefnasali við landamæri Pakistans og Afganistans réttir fram klump af ópíum. „Kíló- verðið er lægra en á kjöti,“ laug hann. Félagi hans er afslappaður með Kalashnikov-riffil til fóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.