24 stundir - 22.05.2008, Síða 48

24 stundir - 22.05.2008, Síða 48
24stundir Hrein nautn með réttri hlíf... Germany100-120 cm, þrjár stærðirkrómlitað eða hvítt, án botnsFrá kr. 25.900 SIMPLY CLEVER FJÖLSKYLDUBÍLLINN SEM EYÐIR SVO MIKLU MIKLU MINNA Skoda Octavia 1,9 TDI® - 4,9 lítrar á hundraðið Skoda Octavia er vandaður og ríkulega útbúinn verðlaunabíll í fullri stærð með pláss fyrir alla fjölskylduna og rúmgott farangursrými. Nýja TDI® dísilvélin skilar miklu og jöfnu afli og býr yfir frábærum aksturseiginleikum (einnig fáanlegur með bensínvél). Skoðaðu Skoda Octavia - bílinn sem eyðir svo miklu miklu minna. Allir kaupendur Skoda Octavia fá frítt fyrir fjölskyldu sína í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í eitt ár. Verð frá kr. 2.490.00 Mánaðarleg afborgun: 29.900 kr.* * Verð á Skoda Octavia 1,6 Miðað er við gengistryggðan bílasamning, útborgun 30% eða 747.000 kr. í 84 mánuði. Árleg hlutfallstala kostnaðar er 11,65%. ? Farþegar Iceland Express frá Londontil Keflavíkur máttu gera sér að góðutæpra þriggja tíma seinkun þar sem flug-vélin þurfti að koma við í París að sækjafarþega. Hagsýnar húsmæður stórfyr-irtækjanna fara af stað þegar kreppir aðog byrja að reikna hvernig best sé að lifaaf. Venjulega leiðin er sú að reka tvær skúringakonur til að sýna lit. Hrófla ekki við ofurlaunum en skerða þjónustu við almenning og rukka sama verð eða meira. Jú, það er hægt að spara með því að láta áætlunarvélar Iceland Express skutlast þvers og kruss um Evrópu og sækja farþega sem ella yrðu strandaglóp- ar á flugvellinum. Eins og skilja mátti á orðum talsmannsins: Við ákváðum að sækja þá svona í staðinn fyrir að fella flugið niður. Látið er í það skína að framhald verði á þessum óvissuferðum þar sem verðið sé svo lágt. Ætli íslenskir flugfarþegar geti tekið undir það að verðið sé svo lágt á Íslandi að slík fram- koma sé boðleg? Hvað mega verslanakeðjur segja? Verð á matvælum hér er jú ekki nema sextíu og fjórum prósentum dýrara en í Evr- ópu. Væri til dæmis hægt að bjóða upp á útrunnar matvörur? Hvað með leigubíl- stjóra? Ef maður pantar bíl upp í Graf- arholt er þá nokkuð athugavert við það að bifeiðarstjórinn renni við í Mosfells- sveit eða uppi á Kjalarnesi? Bensín er jú orðið svo dýrt. Það er kannski ekki svo skrítið að þeir sem eiga að setja lög og sinna eftirliti með þessari starfsemi kjósi frekar einkabílstjóra og einkaþotur. Út í óvissuna YFIR STRIKIÐ Af hverju ekki útrunnar matvörur? Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skilur að stjórn- málamenn velji einkaþotur. 24 LÍFIÐ Myndin Never Back Down snýst meira um fáklætt ungt fólk en góða bardaga, segir gagnrýnandi blaðsins. Fáklætt og olíuborið fólk »40 Sprengjuhöllin lenti í ýmsum æv- intýrum í New York þar sem sveit- in lauk tveggja vikna tónleikaferðalagi sínu. Læstu sig inni á hommahóteli »46 Eurobandið er til í slaginn í Belgrad. Forkeppni Eurovision er í kvöld og nú á að tryggja Íslandi sæti í úrslitum. Bölvuninni aflétt á þremur mínútum? »46 ● Bíður spennt „Ég treysti þeim alveg fullkomlega til að takast á við þetta og þau eiga örugglega eftir að standa sig rosalega vel,“ segir Telma Ágústsdóttir en hún, ásamt Einari Ágústi Víð- issyni, keppti í Eurovision fyrir Ís- lands hönd árið 2000. Hún segir að keppnin veki upp ýmsar minn- ingar. „Þetta rifjar upp allar frá- bæru minningar, þetta var alveg ógeðslega gaman. Ég vildi bara að ég hefði verið aðeins eldri, þá hefði ég getað tekist betur á við þetta. Skemmt mér betur.“ ● Brenni mig ekki á þessu tvisvar „Það má segja að brennt barn forðist eld- inn,“ segir Pétur Þór Gunnarsson, eigandi Gallerís Borgar, en í nýj- asta tölublaði Skírnis er því haldið fram að fölsuð málverk séu enn í umferð. Pétur var sem kunnugt er sýknaður af ákæru í stóra mál- verkafölsunarmálinu. „Ég er mjög smeykur við að taka við málverkum sem þó eiga að vera alveg tipp topp nema þeim fylgi eigendasaga,“ segir hann en fyrir mánuði hélt hann fyrsta uppboðið síðan málið kom upp. ● Lífið eftir sveitarfélögin „Ég hef ekki hug- mynd um hvað ég fer að gera, hef haft um annað að hugsa í 40 ár,“ segir Þórður Skúlason. Hann fer úr starfi framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga í ár. „Ég hef unnið að sveitarstjórn- armálum í 40 ár, fyrst í hrepps- nefnd á Hvammstanga. Sveit- arstjórnarmálin hafa skilað mér fjölda kunningja og vina um allt land, segir Þórður. Ætli hann legg- ist ekki í heimsóknir? Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.