Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 2
Fyrir réttri öld sat á forseta- stóii í Bandaríkjunum maður með sama nafn og núverandi Banda- ríkjaforseti, Johnson. Og þessi for- seti átti það einnig sarneiginlegt mcð nafna sínum að rísa til for- setatignar úr sæti varaforseta, eft- ir að hinn kjörni forseti hafði faliið fyrir morðingjavopni. Andrew Johnson, sem tók við forsetadómi eftir morðið á Linc- oln 1865, heyrist sjaldan nefndur nú. Hann er ekki í hópi þeirra Bandaríkjaforseta, sem öll skóla- börn vita deili á, manna eins og Washington, Lincoln og Roosevelt. Eiginlega muna menn nú aðeins eftir tvennu í sambandi við hann, cf menn þá á annað borð koma honum yfirleitt fyrir sig — og það er ölvímuræðan, sem hann flutti, cr hann sór embættiseið sinn sem varaforseti 1865, og að hann cr eini forsctinn er þingið hefir sótt til saka, fyrir stjórnarskrárbrot. Þetta veldur því, að almennt mun mynd sú cr menn gera sér af John son vera honum og minningu hans heldur í óhag. En raunverulega hefur Andrew Johnson verið mjög athyglisvcrð- ur maður og engan vegínn sú lið- lesfeíá. seœ margir vxija vera láta. Hann er einn þeii-ra fáu manna, sem raunverulega hafa unnið sig upp úr frumbýlingsskap upp í for- setstólinn. Hann fæddist í Raleigh i Norður-Karólínu árið 1808. Faðir hans nefndist Jacob Johnson og starfaði sem dyravörður og eftir- litsmaður við fylkisbankann. For- eldrar hans töldust þó ekki til fátæklinganna í bænum, og John- son hefði væntanlega getáð búið við sæmileg kjör í uppvextinum, hefði faðir hans ekki andazt árið 1811, þegar hinn verðandi forseti var aðeins þriggja ára gamall. Dauði föðurins varð til þess, að íjölskyldan varð að reyna að bjargast einhvernveginn og bjó við sárasta skort. Þcssi fátækt upp- vaxtaráranna hafði þau áhrif á Johnson að hann fylltist ákveðnum fordómum gagnvart þeim, sem áttu áhyggjuminni bernsku en hann, og við þessa fordóma losnaði hann aldrei. Hann naut engrar skóla- göngu í æsku, en þegar hann hóf nám hjá klæðskera í bænum sem unglingur, fór hann að lesa bæk- ur og tímarit og taka þátt í umræð- um um stjórnmál í hópi samverka- manna sinnna. Skoðanir hans urðu talsvert róttækar, og ef til víll hef- ur það va}dið þeirri akvörðua hans að halda vestur á bóginn að loknu námi, að hann vildi losna úr höfðingjaveldi fæðingarfylkis síns, Hvað sem því hefur raunveru- lega valdið, þá fluttist Johnson búferlum árið 1826 og settist að í Greenville í fjalllendinu í Tenn- esee-fylki austanverðu. Móður sina tók hann með sér, en þarna í Greenvillc kvæntist lian von bráð- ar og stofnaði eigið heimili. Johnson vai-ð mjög vel ágengt í Greenville. Hann komst fljótt í efni, eignaðist hús, búgarð og nokkra þræla. 1835 var hann búinn að koma sér svo vel fyrir, að hann gat hætt að vinna að iðn sinni, klæðskeraiðninni, og farið að ein- beita sér að stjórnmálum. Johnson hóf stjórnmálaferil sinn á hagstæðum tíma. Árið 1828 fór demókrataílokkurinn, sem þá var nýstofnaður, mikla sigurför, er Andrew Jackson var kjörinn for- seti. Johnson gekk þegar í stað undir merki hins nýja flokks, sem að sjálfsögðu kastaði ekki frá sér stuðningi efnilegs klæðskera i upp- rennandi fylki. Jolinson var kjör- inn bæjarfulltrúi í Greenville árið 1828 og úr því varð frami lians svo ör að ekki getur farið hjá því að hann hafi haít til að ters 213 SUNNUDAGÍBLAÐ - ALÞÝÐUBLA5IÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.