Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Side 10
hann endurbygður víða, þar sem tímans tönn hafði
leikið hann grátt. Sá múr, sem nú stendur, er mest
megnis frá þessu tímabili, þótt undirstöðurnar séu
víða upprunale.giar. Og ótrúlega mikið af múrnum er
uppistandandi enn. Þó hafa sums staðar verið rofin
í hann skörð fyrir járnbrautarlínur, og jarðskjálft-
ar hafa á nokkrum stöðum unnið á honum spjöll.
Mestu skemmdirnar munu þó íbúar landsins hafa
unnið á múrnum, en þeir hafa einatt sótt sér bygg-
ingarefni í múrinn. En mjög víða stendur múrinn
enn með öllu óskemmdur.
Austur endi' Kínamúrs er við Po Hai-flóa, sem áður
hét Chihli-flói, skamt frá bænum Shanahaikwan.
Upphaflega náði múrinn alveg í sjó fram, en land
hefur farið hækkandi á þessum slóðum, svo að
nú stendur múrinn nokkuð frá fjöruborði. Þaðan
nær múrinn vestur í hálendið austan við Tíbet, þar
sem hann endar langt uppi í fjöllum. Síðustu kíló-
metrana er múrinn þó raunar lítið annað en torf-
garður.
Að undanskildum þessum vestasta spotta er múr-
inn byggður á sáma hétt. Fyrst eru stórir gran-
ífsteinar l'átnir á jörðina og eru þeir undirstaða..
Ofan á þessi björg eru hlaðnir tveir veggir úr sól-
þurrkuðum múrsteinum, sem yfirleitt eru búnir til
á staðnum. Þessir steinar eru límdir saman mð
ótrúlega sterku hvítu stéinlími, og hafa menn aldrei
komizt að því, hvernig þetta steinlím var búið til.
Og það merk-ilega er, að alls staðar í múrnum eru
múrsteinarnir nær alveg jafnstórir og eins í laginu,
og hafa þeir þó verið búnir til af mörgum höndum
við misjöfn skilyrði
226 SUNNUDAGSBLAÐ — ABÞÝÐUBLAÐIÐ
Múrsteinsveggirnir að undirstöðu meðtalinni eru
á bæð frá fjórum met.rum upp í tíu, og dragast hver
að öðrum þannig að breidd múrsins verður neðst
álta metrar, en að ofan hálfur fimmti metri. Milli
veggjanna var síðan fyllt upp með steinum og mold,
sem var þjappað mjög fast saman, og ofan á þessa
uppfyllingu voru síðan lagðar sólbakaðar leirhellur.
Þetta gólf var nokkru neðar en efstu brúnir veggj-
anna.
Viða eru skörð í Kínamúr, bæði við borgir, og
þar sem gamlar viðskiptabrautir lágu yfir múrinn.
Fyrsta hliðið er aðeins 3 km frá austurenda múrinn.
við Shanhaikavv, sem fyrr á tímum var mjög bióm-
legur kaupstaður. Þá rýfur Gulá múrinn einnig á
allmörgum stöðum, en ó löngu svæði hlykkjast fljót-
ið og múrinn hvort um annað.
Á múrnum standa með tiltölulega stuttu millibili
virki, sem ætluð voru hersveitum. Þessi virki voru
reist á stöðum, sem voru mikilvægir frá hsmaðar-
legu sjónarmiði, og milli þesara virkja er hvergi
lengra en svo, að hægt er að koma boðum milli
þeirra, þannig að auðvelt liefur verið að fá Iiðsauka
fiá nágrannavirki, þegar þörf var á.
Kínamúr liggur engan veginn skemmstu leið frá
hafinu til fjallanna í vestri, heldur lilykkjast hann
óteljandi krákustigi, og sums staðar liggja angar
út úr honum til beggja átta. Víða hefur múrinn
verið reistur í torfæru Jandi, og oft er svo að sjá
sem beinlínis hafi verið sótzt eftir því að láta múr-
inn liggja þar, sem erfiðast hefur verið um vik að
vinna við hann. Hann liggur niður í dali og upp á
fjallabrúnir og kemst þar, sem hæst er, upp í um
3500 metra hæð yfir sjávarmál.
Hvers vegna múrinn hefur verið lagður á þennan
hátt er erfitt að vita. Tvær skýringar hafa að vísu
verið bornar fram, en hvorug þeirra er mjög sann-
færandi, þótt að sjálfsögðu sé ekki hægt að útiloka
með öllu að þær geti verið réttar: Fyrri skýringin
er sú, að Shih Huang Ti hafi látið töframenn skera
úr um það, hvar múrinn ætti að vera, og þeir hafi
einhverra hluta vegna ákveðið að láta hann hlykkj-
ast eins og hann gerir. Hin skýringin er, að hann hafi
átt sér töfrahest, sem hann hafði mikinn átrúnað á,
og þesum hesti hafi verið sleppt lausum, en múrinn
verið síðan lagður í slóð hestsins eins og hann gekk
til beitar. Þessi síðari kenning er öllu aðgengilegri
o.n hin fyrri, þótt hún sé ekki mjög sannfærandi, af
því að múrinn þræðir landið einmitt eins og ætla
mætti að laus búfénaður gerði í haga.
Kínamúr er meðal hinna merkilegustu minja
frá fornum tímum. í Miðjarðarhafslöndum voru
furðuverk veraldar talin sjö, og sumir fræðimenn
hafa viljað bæta Kínamúr við þann lista sem átt-
onda furðuverkinu. Það er að sjálfsögðu smekksatr-
iði, hvort menn vilja gera það eða ekki, en Kínamúr
er þó að því leytinu ólíkur áðurnefndum furðuverk-
urn, að þau voru meira reist til lofs og dýrðar ein-
stökum mönnum en til gagns, en múrmn er fyrst og
fremst byggður í hagnýtum tilgangi: til varnar ein-
hverju elzta og voldugasta menningarríki í heimi.