Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 16

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 16
ur elsku mikla á staðnum og fór til við bæn biskups (Guðmundar góða) og Orms frænda síns og „sneri hann staðnum að húsum og gangandi fé.” Getið er og í Sturl- ungu, að Sigurður Ormsson og Hallur Kleppjárnson tóku prest, sem þeir áttu sökótt við, úr klaustr- inu á Þverá til meiðingar og lima- láts, voru þeir bannsettir Sigurður Og Hallur fyrir þetta verk af Guð- mundi góða. Sigurður varð síð'an munkur á Þverá (d. 1235). Ketill Hallsson var ábóti á Þverá 1222 —29; eru engar sögur af honum. Eftirmaður Ketils var Árni Hjalta- sori ábóti á Þverá 1229—52. Faðir lians var Hjalti Klængsson Halls- sonar Eldjáx-nssonar, Eyfirðingur að ætt. Árni ábóti er nefndur í Sturlungu, er hann fer á fund Þórðar kakala, er hann var land- fastur orðinn í Eyjafirði nokkru eftir Örlygsbardaga 1238, þar sem Sighvatur faðir Þórðar og bræður hans 4 féllu. Varaði Árni ábóti Þórð við að setjast þar að, vegna þess hversu' ríki Kolbeins unga væri örðið mikið norðanlands, og sagði honum að fara suður á land og leita þar liðveizlu hjá Hálídáni mági sínum á Keldum og Stein- vöru systur sinni, sem Þórður gerði. Þorkell var prior í Þverár- klauslri um eða eftir daga Árna abóta. Hann var frændi og prestur Guðmundar góða og fylgdi hon- um til dauðadags 1237. Hér verður innsettur kafli úr Guðmundarsögu, Arngríms ábóta, um Þorkel príor: „Er þat vitat, at Þorkell lyktaði líf með priorstétt í Þverárklaustri norðanlands. Var hans framför merkilig ok æskilig. Ok sakir þess at þat efni lýtr enn nokkut til lofs herra Guðmundi, skal þat setj- ast i þessum sað. Prior þessi var meinlætamaðr ok bindandis á sinn líkani, staðfastr í guðs lofi á dag ok nátt, því at hann hafði eigi mcira svefn en náttúran beiddi. En þann tíma sem hans enda- dagr nálgaðist, talar hann svo einn dag, sem hann sitr ósjúkr millim bræðra sinna in locutorio: „Brott mun ek héðan ganga” segir hann. Ok því nærri sem hann kemr at dyrunum, leggr hann þetta til: ,,ok mun ráð, at ek bæti barirnar, ef ek skal fyrstr á liggja.” Þat var undírstaða þessa máls, at sakir fyi’nsku vóru barirnar mjök kostaðar, ok því, at hann pri- orinn var vel hagr á tré, gerir hann sínum orðum. Hér með var þat hans vani, þótt hann heldi prioratum, at hafa vikuhald í kór með öllu embætti sem einfaldir bræðr. Stendr nú yfir hans vika at segja hámessur. Sem þetta ger- ist þann síðasta dag, sem hann lifði þessa heims, segir hann há- messu svo, at engi maðr sér IianS krankdóm. Ok sem hann er afklæddur 1 skrúðhúsi eftir messuna, segrt hann svo munkinum, er las evang® lium: „Nú þóttist ek verða viss 1 nótt, at þú þiggir í dag þat, er ek mun senda þér yfir, því at cig* mun síðar kostr.” En þó at bróðirinn græfi eftir á allar lundir at fi-emri kynning þessa lilutar, fékk hann eigi orði framar en nú var sagt, því at pri' 4 orinn fyrir tók. En raun bar vitn* sannindum: Hann sendi bróðurn- um eitt egg, sem hann hét, gengi síðan með psalmum Miserere út 1 kór eftir munka sið ok víkr yfir brík nokkura og vors heri’a Pin' ingamark stóð yfir. Hér styðr hann sik upp á ok hneigir krossinum þá í stað örendur.” Þessi ágæti kafli úr Guðmundar sögu gefur innsýn í klaustur og trúarlíf á þeim dögum. Þá verður fyrir oss í ábótaröð- inni Eyjólfur Brandsson ábóti 3 Þverá 1254—93, faðir hans var Valla-Brandur Eyjólfson, frændi ^ Guðmundar dýra á Bakka í Öxna- dal. Eyjólfur var prestur á Vðll' um í Svarfaðardal, og þar vai' harin, er hann gaf fingurgull Það’ sem Guðmundur góði hafði wcð sér í jörðina og lengi síðan. Eyjólfur hefur tekið forrffiði klaustursins 1253, líklega við dauða Þorkels príors. Eyjólfs cr getið á Þverá veturinn 1253. cl' hann gengur á milli brennumanna og Gizurar Þorvaldssonar eftn" Flugumýrarbi’ennu 22. okt. 1253- Eyjólfur hefur verið vígður tíl a' bóta árið 1254. Á öðru ári ábóta- dæmis Eyjólfs urðu mikil tíðindi í héraði. Voru þá í flokki saman Eyjólfur ofsi Þorsteinsson Hrafn Oddsson, annai’s vegar Þor- gils skarði, Þoi’varður ÞÓi- arinsson og Sturla Þórðai’son be&tr höfðingja Þorvarður átti þungra rauna að hefna, víg Odds bróðm' síns í Geldingaholti í Skagafh-01 1254. Þeir Eyjólfur og Hrai'n töld*1 sig hafa umboð frá Þórði kakala yfir sveitum norður þar, en Þ°r' gils hafði konungsstuðning og Þréf til valda héi’lendis og loforð fyrir héraðsvöldum í Skagafirði. Kom11 _ Þeir Þorgils með flokk í Eyjafjðrð 1255 um sumaríð og settust að i 232 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.