Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 6

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 6
Galdrafólk í Danmörku Fyrr á tímum áttum við íslcnd- ingar, einkum Vestfirðingar, magn- áða galdramenn. Þcir gátu eftir því sem þjóðsögurnar segja, gert óvinum sínum ýmsar glennur og óskunda. Um þá var sagt, að þeir „vissu jafnlangt nefi sínu,” eða „kynnu meira en faðir vorið.” — Galdramennirnir komu sér gjarn an upp allskonar iijálpargögnum, svo sem Skollabuxum, Flæðarmús- um, Tilberum og Sagnaröndum. Fátt kom þeim á óvart og þeir gátu kveðið niður drauga eins og að drekka vatn. Áttu þá aðrar þjóðir sína galdra- menn? Við skulum slá upp í göml- um dönskum blöðum og sjá þar hvað ságt er um þetta efni. Maöurinn meö pílviðar- k vistinn. Það var árla morguns, dag einn í júlí, að við stóðum 5—6 menn framan við gamla sveitabæinn uppi í heiðinni. Döggin perlaði grasið og haninn var búinn að gala í fjórða sinn. Sólin var í þann veginn að koma upp. Við áttum að leita að vatni þarna í landi þessa bæjar. Nokkru áður höfðu sérfræðingar á þessu sviði farið um landið með vantsleitarbor, en ekkert fundið utan rauðleita leðju. Og nú vorum við komnir þarna með galdramann úr næstu sveit, manninn með pílviðarkvistinn. Han skyldi nú sýna hvað hann gæti. Við gengum af stað. Galjdra- maðurinn með kvistinn gekk í far- arbroddi. Kvistur þessi var eins og Y að lögun og hélt maðurinn honum lárétt framan við sig. Lengi gengum við fram og aftur, án þess nokkuð bæri til tíðinda. Svo var það aiit í einu, þegar við vorum staddir í einu horninu á húsagarð- inum. Það var líkast þvi, sem raf- straumur færi um manninn með kvistinn — og pílviðarkvistur- inn benti niður. — Við stönzuð- um allir og dálítið vantrúaðir lit- um við hver á annan, þetta var að- eins 15 metra frá þeim stað, þar sem borað hafði verið eftir vatni um daginn. En maðurinn með kvist inn var ekki í neinum vafa „þarna er það drengir”, sagði liann. Við fórum að grafa þal-na og drógum ekki af okkur. Fljótt komum við niður á vatn. Og hvílíkt vatn. Lind- in var með kristalstæru vatni, svo á betra várð ekki kosið. En hvað áttum við að halda um manninn með kvistinn? Var hann göldrótt- ur? Eða voru hér að verki einhver áður ókunn náttúrulögmál? Þá gátu höfum við ekki ráðið enn þan dag í dag. Það var á Jótlandi að ég sá mann nokurn draga hring í sandinn um- hverfis höggorm. Ormurinn skreið tim allt innan í hringnum, en komst alls ekki út. Að lokum aumkvaðist maðurinn yfir kvikind- ið og gerði smá rauf í hringinn með skóhæl sínum. Eftir stutta stund hafði ormurinn uppgötvað „dyrnar” og skreið hið bráðasta út og hvarf í kjarrið. Ég hefi sjálfur reynt að draga hring um- hverfis höggorm og það oftar en einu sinni, en þeir skriðu yfir mína hringa, eins og þeir væru ekki til ! Tenffdamamman mállausa. Á norður-Jótlandi átti heima í gamla daga mögnuð galdrakona, Maren Haaning að nafni. Af henni eru sagðar ýmsar sögur: Bóndi einn, sem bjó ekki allfjarri henni áti tengdamóður eins og gengur. Tengdamamma þessi var mælsk vel þar til einn dag, að svo brá við, að luin varð mállaus. Bóndanum og konu hans þótti þetta að vísu undarlegt, en þó dróst það nokk- uð að konunni væri leitað lækn- ingar. Þá datt þeim hjónum í hug að leita ráða hjá Maren galdra- konu. Þegar bóndinn kom inn í stofu til Marenar, leit hún fast á hann og sagði: „Ég vissi vel að þú mundir koma.” Trú bóndans á göldrum konu þessarar óx mjög við þetta, en þó gat hann stunið upp erindinu. Maren var fljót að álykta hvað gengi að tengdamóö- ur bóndans. „Hún hefur orðið fyrir gjörningum”, sagði hún. Hrædd var hún um, að sín hefði verið leitað of seint, en þó mætti reyna að bjarga málinu við. Maren lét nú bóndann fá lítinn böggul, sem hann skyldi, er heím kæmi, brenna á arhinum inni hjá tengdamömmu. Hún tók þó bóndanum strangan vara á þvi, að enginn mætti koma inn í stoíuna á meðan. Bóndi hélt nú heimleiðis og fór í einu og öllu eftir ráðum Marenar. Hann læsti öllum dyrum hússins og kastaði bögglinum á arineldinn. Það logaði glatt í honum og brak og brestir heyrðust. Þá var það, að nágranna- konan barði að dyrum, ætlaði víst að fá lánað salt. Argur yfir ónæð- inu rak bóndinn konu þessa á brott með óbóta skömmum. Því miður fékk tengdamóðir hans ekki málið, þrátt fyrir þessar aðgerðir. Gjörn- ingarnir höfðu náð of sterkum tök- um á henni og skömmu seinna dó hún. Dánarvottorð læknisins hljóð- aði.upp á heilablóðfall. 222 JSUNNUDASSBLÁÐ — ALPÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.