Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Blaðsíða 5
ingi sínum við forsetann. En þess- ir menn áttu eftir að verða fyrir vonbrigðum. Johnson var því að vísu fylgjandi, að forystúmönnum Suðurríkjanna yrði refsað, en hann vildi halda fast fram þeirri stefnu, sem Lincoln liafði byi'jað á, að reyna að vinna að sáttum milli aðila í sta'ð þess að beita Suðurríkin harðrétti. Johnson vildi, að Suðurríkin fengju aftur fulla aðild að í’íkjasambandinu, svo fi-emi þau afnæmu þrælahald og rækju úr ábyrgðarstöðum alla þá menn, sem höfðu gegnt emb- ættunx á vegum uppreisnarstjórn- ai-innar. Hins vegar setti John- son sig^ á rnóti því, að Norðui’- ríkin færu að segja Suðurríkjun- um fyrir um það, með hvaða hætti sambúð hvítra manna og blakkra yrði í Suðurríkjunúm. Wade og skoðanabræður hans gerði sig ckki ánægja með þetta. Þeir héldu því fram, að ríkis- stjórnin hefði aðeins gert hluta af skyldu sinni með því að veita þrælunum fi-elsi, því að án at- kvæðisréttar, án skólagöngu og án eigna hlytu þeir eftir sem á'ður að verða að öllu leyti háðir hin- um fyrrverandi cigendum sínum og húsbændum. Þá óttuðust þeir einnig að demókrataflokkurinn næði fljótlega aftur yfirhöndinni í landsmálum, ef Suðurríkin fcngju afiur fullan í’étt til þátt- töku í alríkisstjórninni. Þar eð stjórnarskráin kvað svo á, að þrír fimmtu óatkvæðisbærra rnanna skyldu taldir með þegar mannfjöld- inri í einstökum ríkjum var reikn- aður út, töldu þcssir róttæku re- públikanar, að hinn mikii negra- f.iöldi I Suðurríkjunum hlyti að gefa hvítum mönnum þar, sem einir væru kjörgengir, óeðlilega mikil áhrif á alríkisstjórnina. — Þcss vegna töldu þeir þa'ð i hag bæði blökkumönnum Suðurríkj- anna og Noi’ðumkjabúum, að í’epúblikanar yrðu áfram við völd. En slikt var ekki hægt að tryggja nema með því að útiloka viss fylki frá þátttöku i stjórn landsins, þar til jafnrétti kynþáttanna hefði verið komið á vai’anlegan grund- völl. Á þessari stefnu og stefnu for- setans var grundvallarmunur. — Báðir héldu þó fast við sítt, og afleiðingin gat þá ekki orðið önn- ur en sú, að til illvígra átaka kom. í fyrstu virtist Johnson liafa betri aðstöðu, því að stefna hans hlaut að leiða til þess, að eðlileg við- skipti tækjust fyrr aftur milli Norðui’- og Suðurríkjanna — og skattar fæi’u aftur að heimtast fi’á Suðurríkjunum með eðlilegum hætti, en á því var sízt vanþörf. En það forskot, sem forsetinn hafði að þessu leyti í byrjun, var með öllu horfið, þegar Grant liers- höfðingi leysti hann af hólmi snemma árs 1859. Að talsverðu leyti ollu þeirri þróun hlutir, sem Johnson fékk ekki ráðið við. Hinir róttæku repúblikanar réðu yfir flokksvél repúblikana í fjölmöi’gum fylkjum og gátu þannig komið áróðri sín- um ú framfæi’i á auðveldan hátt. Svona skömmu eftir styrjöldina var heldur ekki erfitt að vekja m'eð' almenningi andúð á öllu, sem Suðurríkjunum við kom; — margir voru þeirrar skoðunar, að nú ættu Noi’ðurríkin að láta kné fylgja kviði og stjórna Suður- ríkjunum urn næstu fi’amtíð sem sigraðri þjóð. Og það bætti held- ur ckki úr skák, að Suðuri-íkja- menn héldu áfram að kjósa leið- toga sína úr styrjöldinni í ábyrgð- arstöðui’, og í fleiri atriðum var afstaða Suðui’ríkjanna slík, að hún lagði þcim Norðurríkjamönn- um vopn upp í hendurnar, sem voru andvlgir þeirrí stefnu forset- ans að rcyna að koma á sem fljótustum sáttum. Og hjá því verður heldur ekki komizt, að ósigur Johnsons for- seta var einnig að verulegu leyti lxonum sjálfum að kenna. Johnson var haldinn tvenns konai’ veik- lcika. í fyrsta lagi var hann gjarn á að taka vcl upp í sig á fund- um og nú talaði hann iðulega af sér. i eitt skipti sagði hann um tvo virta öldungadeildarþingmenn að þeir væru „andvígir grundvall- arstefnu stjórnarinnar og reyndu nú með öllum ráðum að koma henni fyrir kattarnef.” Hann var þá beðinn að nefna fleiri, sem líkt væi’i ástatt um, og þeiri’i beiðni svai’aði forsetinn með ol’ð- unum: „Ég eyði ekki púðri á dauð- ni’ hænur.” i Bandarikjumnu hafði sú hefð veriö ríkjandi að forseti landsins tæki ekki þátt í lágkúrulegu orðaskaki flokkanna, og þess vegna voi-u ummæli sem þessi notuð til að breiða það1 út, að Johnson flytti iðulega ræður sínar undir áhrifum áfengis. Þeir, sem mundu ræðuna sem hann hélt, er hann tók við embætti vara- foi-seta, áttu auðvelt með að trúa þessu, þótt það í’aunar væri eng- an veginn rétt. í öðru lagi hafði' hin óslitna sigurganga Jolinsons í kosningum stigið honum nokkuð til höfuðs, svo að hann taldi sig eiga vísa kjósendahylli, hvað svo sem liann kynni að gera, Þetta tvennt kann að hafa átt meginþátt í því, að hann lét sér úr greip- um ganga tvö tækifæri til að sigr- ast á hinum róttæku repúblikön- um. Fyrra tækifærið gafst, þegar þing kom saman í desember árið 1865. Hefði Suðurrikjafulltrúum þá vei’ið leyft að taka sæti á þingi, hefðu þeii-ra eigin atkvæ'ði getað komið í veg fyi’ir, að þeir yi’ðu hraktir þaðan aftur. Umdeildum kjörbi’éfum var að jafnaði vísaö til sérslakrar þingnefndar, og foi’- maður þeii’rar nefndar var hlið- hollur foi’setanum, en repúblikön- um tókst að hrifsa málið úr hönd- um þeirrar neíndar og fela það annarri nefnd, þar sem þeir höíðu tögl og hagldii’, án þess að forset- inn hreyfði legg né lið til að varna því. Hitt tækifærið, sem Johnson lét ónotað, voru þingkosningarníu’ 1866. Hefði Johnson þá beitt sér af hörku, er ekki að vita nema honum hefði tekizt að fá 'fylgis- menn sína kjörna á þing, en hann hélt að sér höndum þar til of seint, og stuðningsmenn lians voru yí'irlcitt ekki svo mikið sem útncfndir frambjóðendiu', hvaö þá kosuir. En óneitaulega háði það Jolmson mikið, að hann hafði raunverulega engan ílokk til að styðjast við. Iiann hai'ði ekki veriö kosinn varaforseti sem repúblik- ani, heldur á vegum hins sam- einaða stríðsfloklis, scm rcpúblik- anar og Norðurríkjademókratar höfðu myndað með sér. Eftir stríð- ið haiði minnihluti demókrata í st.ríðsflokknum annað hvort horfið aftur tii íöðurhúsamia eöa jutmiö Ffþ. á bJs. SJ8. . ALÞÝÐUBLAÐIÐ SUNNUDAGSBLAÐ 221

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.