Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Síða 4

Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Síða 4
bera gáfur né kurináttu, sem neitt sé hægt að byggja á”. Johnson þreyttist aldrei á að hamra á því að hann væri mál- svari „almenni'ngs", þ.e smá- 'bænda og iðnaðarmanna í Austur-Tennessee. Og í raun- inni var það' tryggð hans við sjónarmið þessara fjalla- búa, sem átti eftir að koma honum mest í koll síðar á stjórnmálaferli sinum. Hann studdi lvagsmunamál þeirra, enda launuðu þeir honum aíltaf tryggðina með átkvæði sinu, nema cinu sinni. - í>egar Johnson féll við kosning- arnar 1837 var ástæðan sú, að hann tók aðra stefnu í efnahags- málum en kjósendur hans. Að sjálfsögðu vildtx Tennesee-búar halda sköttunum sem lægstum, en um leið kröfðust þeir mjög bættra sámgangna. Nú fékkst ekki fé frá alríkisstjórninni til samgöngumála, og- því hlaut kostnaður við endur- bætur á þessu sviði að falla á fylk- isstjórnina, þar eð einkaaðilar voru ekki til búnir til að festa fé í svo óarðvænlegum fyrirtækjum. Um tvennt var því að ræða- annað hvort að halda sköttunum niðri og búa við slæma vegi eða borga hærri skatta og fá betri vegi. John- son aðhylltist þá skoðun Jeffer- sons, að ríkið ætti helzt ekki að skiþta sér af fjármálum, og hann kaus fremUr-Jága skatta og vonda végi héldur en hitt, og í samræmi við þá sköðúh ' gféiddrTiánn at- kvíéði á fýlkisþinginu gégn kostn- aðarsömum éndurbótum á vega- kérfinu. Kjóséndur Johnson reynd- ust hiris vegar á öðru máli: Þeir vildu heldur fá vegina bætta, jafn- vel þótt það kostaði einhverja skattahækkun, og því fór sem fór. En Johrison náði sér aftur á strik. Tennesseé-fylki lenti i fjárhags- kröggum og vlðskiptalff fylkisins fór nokuð úr skorðum, og þá tókst Johnson að sannfæra kjósendurna urii, að skoðun hans hefði verið réttari eri hin, og í næstu kosn- ingunum vann hann þingsæti sitt aftúr með miklum méirihluta. • Þetta atvik sýnir, að Johnson hélt fast við stefnu síria og sann- fæfingU. jafnvel þött það gæti kóstið hann fvleistap um stundar- sákir og valdið honum vissum erf- iðleikiifti. Þettá samá kom fram I fulltrúadeild Bandaríkjaþings eft ir að Johnson hafði öðlazt þar sæti fyrir demókrataflokkinn, en þar bar hann fram frumvarp þess efnis, að landnemum yrði gefinn kostur á að kaupa ónumið land a£ ríkinu fyrir lítið fé. Til þess að flytja þetta frumvarp þurfti tals- vert hugrekki, því að jarðeigna- braskarar og auðugir þrælaeig- endur voru mjög andvígir þessu, en áhrifa þeirra gætti sífellt meir og meir innan flokks demókrata. Kjósendur Johnsons í Tennes- see voru ekki róttækir í efnahags- máluiri; þeir fóru ekki fram á ann- að en þeim væru veitt sömu tæki- færi og öðrum til að spjara sig í kapítalísku þjóðfélagi samtímans. Róttæknin í stefnu þeirra kom fyrst og fremst fram á sviði félags- mála, þar eð þeir kröfðust raun- verulegs jafnréttis við stórbændur og plantekrueigendur í vesturhluta fylkisins. Johnson studdi þessa kröfu með ráðum og dáð, og í þeim tilgangi var hann m.a. því hlynntur að hætt yrði að láta þrælafjölda hafa áhrif á fulltrúa- fjölda einstakra héraða. í framboðsræðum sínum var Johnson gjarn á að bera saman þá fátækt, sem hann bjó við á æskuárum, og sældarlíf plentekru- eigandanna, sem hann kvað sam- felldan dans á rósum. Þetta féll £ ágætan jarðveg í Austur-Tenn- essee, en þegar hann hélt upptekn- um hætti í þingsölunum í Was- hington, gat ekki hjá því farið að hann yrði talinn af sumum æsinga- maður, byltingaseggur eða þá inn- antómur blaðrari. Þetta háði John- son talsvert, þegar hann settist í öldungadeildina árið 1857, ekki sízt þegar þess er gætt, að mis- réttið í þjóðfélaginu var ekki leng- ur það deilumál, sem hæst bar, heldur snerust hugir manna fyrst og fremst um þrælahaldið. Demó- krataflokkurinn hafði á næstu ár- um á undan orðið höfuðvígi þræla- eigenda og þeirra, sem vildu við- halda þrælahaldinu, en ýmsir fyrr- vérandi fylgismenn Jacksons for- seta úr Nofðurríkjunum, sem voru aridstæðir þrælahaldi, höfðu átt bátt í að stófna nýjan stjórnmála- flokk. repúblikanaflokkinn. Þetta einangráði Johnson talsvert inn- an démökrataflokksins, en I þræla- haldsmálinu var hann mjög á báð- um áttum. Og helzta hugðarefni sínu, jarðsölulögunum, kom hann ekki fram. Þegar Lincoln var kjörinn for- seti Bandaríkjanna árið 1960 sögðu allmörg Suðurríki sig úr lögum við Norðurríkin. Johnson var Suðurrikjamaður, en skoðun hans hafði ætíð verið sú, að ein- stökum ríkjum væri óheimilt að segja sig úr sambandinu við hin ríkin. Og það sem tók af skarið um afstöðu hans, var, að hann var í hjarta sínu sannfærður um, að deilan snerist ekki fyrst og fremst um þrælahaldið, heldur væri um uppgjör að ræða milli höfðingja veldis S uö u r ríkjanna og lýð- ræðis Norðurríkjanna, og í þeirri deilu hikaði Johnson ekki við að taka sér stöðu við hlið Norður- ríkjanna. Með því stefndi hann eigum sínum og áliti í Tennessee að vísu í hættu, en á hinn bóginn varð hann ríkisstjórn Lineolns ó- missandi, þar eð hann var eini öldungadeildarþingmaðurinn frá Suðurríkjunum, sem hélt tryggð við stjórnina í Washington. Þegar stjórnarherirnir tóku Tennessee árið 1862 lá mjög beint við að skipa Johnson landsstjóra yfir fylkinu. Og tveimur árum síðar, þegar dró að forsetakosn- ingum og fylgistap virtist vofa yfir Lincoln, var Johnson boðið varaforsetasætið í þeirri von, að ffamboð hans gæti dregið ein- hverja demókrata að listanum. Úrslit kosninganna urðu þau að Lincoln hélt velli, og 4. marz 1865 sór Johnson embættiseið sinn sem varaforseti Bandaríkjanna. Sex vikum síðar var Lincoln all- ur og Johnson orðinn forseti. Ör- lögin höfðu hagað því svo, að róttækur demókrati frá Suður- ríkjunum var orðinn forseti ríkis- stjórnar, sem studdist aðallega við repúblikana frá Norðurríkjunum. í fyrstu fór mjög skaplega með Johnson forseta og repúblikönum. Forsetinn fór mjög hörðum orðum um leiðtoga Suðurríkjanna í ó- friðnum, sem þá var nýlokið með fullum sigri Washingtonstjórnar- innar, og menn eins og Wade ölduneadeildarþingmaður, sem var í hópi hinna róttækari repú- blikana, lýstu hrifnir yfir stuðn- 220 SUNNUDAriSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.