Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Side 9
ÁRIÐ 249 f. Kr. lauk valdaskeiði Chou-keisaranna í
Kína, en sú keisaraætt hafði þá ráðið þar ríkjum
í níu aldir. Ríkinu hafði að mörgu leyti vegnað vel
á dögum þcsara keirara, landamæri rikisins höfðu
verið færð út og ríkið stækkað, og framfarir voru
miklar á sviði landbúnaðar, verzlunar, lista og ann-
arar meginþátta þjóðmenningarinnar. En hinir siðari
Cnou-keisarar voru heldur lítilfjörlegir stjórnend-
ur og á 3. öld f. Kr. brauzt út borgarstyrjöld milli
heiztu höfðingja ríkisins.
Þessum átökum lyktaði, er höfðingjum fylkisins
Ch’in í norðvesturhluta ríkisins tókst að sigrast á
öllum keppinautum sínum og árið 246 f. Kr. settist
íyrsti Ch’in-keisarinn á veldisstól. Hann nefnist
Chin Shih Huang Ti — og reyndist hinn ágætasti
stjómandi. Hann sameinaði rikið í eina heild, endur-
bætti lög og stjórnarhætti, samræmdi letur Kin-
verja og allar mælieiningar innan ríkisins. En
merkilegasta afrek hans er þó kannski bygging Kína-
Til Iilið'ar: Rústir virkis í múrnum skammt frá
Peking
Að ofan til vinstri: Austurendi Kínamúrs
Að ofan til hægri: „Kínamúrinn mikli“ með kín-
vcrskum stöfum.
Á næstn síðu: Svipiuynd af múrnum.
múrsins fræga, sem reistur var á norðurlandamær-
um ríkisins til varnar gegn árásum hirðingjaþjóða
úr Mið-Asíu. Múr þessi er nálægt 25Ö0 km á léngd.
Vinna við múrinn hófst árið 221 f. Kr. og henni
var næstum því lokið, þegar Shih Huáng Ti and-
aðist árið 210. Það er ótrúlega stuttur tími, þegár
þess er gætt, hve tækni öll var tiltölulega frumstæð
á þessum tímum. Nútíma vinnuvélar voru að Sjálf-
sögðu ekki til, en á hinn bóginn var vinnuáflið
ærið. Þrjú hundruð þúsund manna her undir stjórn
Meng Tien hershöfðingja var sendur til að vinna
við byggingu múrsins eftir sigursæla herferð gégn
Törtörum, og við þetta lið bættust siðan fjölmennar
sveitir sakamanna og herskyldra hermanna. Verk-
ínu var haldið áfram, hvernig sém viðraöi, í kaf-
aldsbyljum að vctrarlagi og sandfoki á sumrin, i
r.ístandi kulda og lamandi hita. Ekki liefur það verið
neitt áhlaupaverk að sjá ölium þessum mannfjölda
fyrir fæðu og drykkjarvatni, og þarf víst varla áð
efa, áö naumt hafi stundum verið skammtað. Verka-
mennirhir hrundu líka unnvörpum niður meðan á
verkinu stóð, en þeir sem dóu voru jarðsettir í
sjálfum múrnum. Fyrir þær sakir hefur múrinn
stundum verið kallaður lengsti kirkjugarður í heimi.
Múrinn náði fullri lengd sinni á dögum Han-
ktisarans Wu Ti (140—46 f. Kr.), og enn var unnið
við hann löngu síðar eða á Ming-tímabiiinu, sem stöð
frá 1368 til 1644. Þá var fiert við múrinn allan og
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 225