Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Qupperneq 11
Einu sinni voru tvö systkin.
Þau hétu Lísa og Lalli.
Þau áttu heima a sveit.
M'ámmá' leyfði þeim,
einn góðan veðurdag,
að fara í berjamó.
Þau tóku föturnar sínar
og nestið, sem manna
hafði útbúið handa þeim
og héldu af stað.
Lalli fann strax berjastað.
Hann vildi ekki
leyfa Lísu að tína þar.
,,Þú getur sjálf fundið
þér berjastað,“ sagði hann.
Lísa litla gekk um
í berjamónum og leitaði
en fann hvergi ber.
Lalli var búinn að
hálf-fylla sína fötu,
þegar þau fóru
að borða nestið sitt.
Lísa var með sína fötu
alveg galtóma.
„Elsku Lalli minn.
Viltu gefa mér að
smakka eitt ber?“
spurði hún kurteislega.
„Nei-nei, þú getur sjálf
tínt berin h'anda þér“,
svaraði Lalli hryssingslega
og beit hehninginn
af stórri jólalcökusneið.
'r'?ga- hann var búinn
að drekka og borða,
fór hann strax
að tína meira.
En Lísa lagðist niður
í lyngið og horfði á
köngulló, sem skreið
inn á milli brauðmol'anna,
sem hún hafði skilið eftir.
Lísa gætti þess vel
að trufla ekki dýrið,
lá grafkyrr og horfði á
köngullóna gæða sér
á molunum.
Allt í einu heyrði hún,
að köngullóin hvíslaði
einhverju, afar lágt.
Lísa beygði sig
alveg yfir hana og hlustaði.
,.Ég er köngulló — köngulló,
ég get vísað þér á berjamó.
Eltu mig, eltu mig,
en elsku, stígðu ekki ofan á mig!“
Lísa trúði varla
sínum eigin eyrum.
Samt elti hún köngullóna
í hæfilegri fjarlægð.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ £27