Sunnudagsblaðið - 10.04.1966, Side 13
um sjálfan sig og
reyndi að koma
auga á hana.
Hann farnn hana ekki aftur,
og systkinin héldu nú
heim á leið.
Lalli var í svo vondu skapi
að hann rak tærnar í stein
og missti allt úr fötunni.
En Lísa var svo góð,
að hún gaf honum helminginn
af sínum berjum.
-Þá skammaðist Lalli sín
fyrir, hvað hann hafði verið
leiðinlegur við systur sína,
og bað hana að fyrirgefa sér,
Svo leiddust þau heim
gJöð og góð.
Letta voru Tatarar, flækingar, sem
áttu hvergi heima, en flæktust stað úr
stað. Þeir spáðu fyrir fólki og sungu til
skemmtunar, en voru afar illa liðnir, því
að þeir voru sagðir þjófar.
Lestarnar mættust á mjög hægri ferð.
Vegurinn var mjór, svo að það varð
uð fara mjög varlega til að vagnarnir
yltu ekki.
Þegar aftasti Tataravagninn fór fram-
kjá vagninum, sem Kalli lá í sofandi,
gerðist nokkuð, sem breytir allri sög-
unni.
Kerling ein, skítug og rifin, sem lötraði
ú eftir Tatara-lestinni, kom allt í einu
auga á þennan skrautlega vagn og
úrenginn, sem svaf með dýrindis loð-
kápu ofan á sér.
>.Þetta hlýtur að vera ríkis-mannsson-
Ur, svo skrautbúinn sem hann er.
Við ættum að fá mikla peninga, ef við
rændum honum og létum svo pabba
kans kaupa hann af okkur aftur."
Hún lét ekki sitja við orðin tóm.
Hún þreif af herðum sér skítugt sjal
og horfði flóttalega í kringum sig.
Þegar hún sá, að enginn leit í áttina til
hennar, fleygði hún sjalinu yfir höfuð
Kall'a, greip drenginn og stökk með
hann inn í vagninn sinn.
Enginn hafði tekið eftir neinu og ferða-
fólkið hélt áfram hvert í sína áttina.
Um hádegið stanzaði sirkuslest'ifx við
matsöluhús og þá var gáð að Kalla.
Öllum varð hverft við þær fréttir, að
hann iværi horfinn.
Það var kallað og leitað um alla vagn-
ana, í búrunum hjá dýrunum meira
'að segja, en allt var árangurslaust.
Það var þá strax komið skilaboðum
heim til Kalla og margir menn fóru áð
leita.
En það er af Töturunum að segja, að
þegar þeir fengu að vita, hvað kerling-
in hafði gert, urðu þeir öskuvondir og
bálreiðir við hana.
FRAMHALD
ALÞÝÐUBfcAÐIÖ -r SUNNUDAGSBLAöl