24 stundir - 02.07.2008, Page 4

24 stundir - 02.07.2008, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir „Við höfum talað við alla veðhafa og fengið munn- legt samþykki og á föstudaginn fáum við það skriflegt. Þá færast eignirnar yfir á Hag ehf.,“ segir Sigtryggur A. Magnússon eigandi Hags ehf. sem gefið hefur Heilsu- verndarstöðinni ehf. vilyrði um að leigja henni hús- næði við Hólavað 1 til 11 í Reykjavík. Heilsuvernd- arstöðin ehf. hefur gengið til samninga við Reykjavíkurborg um að reka þar meðferðarheimili fyr- ir áfengissjúka. Eigandi húsanna við Hólavað 1 til 11 er hins vegar þrotabú Í skilum ehf. sem einnig er í eigu Sigtryggs. Bústjóri þess, Guðmundur Kristjánsson hæstaréttar- lögmaður, segir útilokað að annað félag ráðstafi eign- um þrotabúsins en bendir á það að „Að nafninu til eru þetta eignir þrotabúsins, en það eru raunverulega veð- hafarnir sem eiga þær og þeir ráða ferðinni.“ Sigtryggur segir að unnið sé á fullu að byggingu húsanna og að allar tímáætlanir muni standast. Samningur Reykjavíkurborgar við Heilsuverndar- stöðina hefur farið hátt í borgarmálunum á undan- förnu og fór minnihlutinn fram á að honum yrði frest- að þar til Heilsuverndarstöðin ehf. gæti sýnt að húsnæði undir starfsemina væri tryggt. elias@24stundir.is Sigtryggur A. Magnússon eigandi Í skilum ehf. og Hags ehf. Ganga til samninga á föstudag Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, hefur verið kjörin formaður heildar- samtaka á sviði almannaheilla sem stofnuð voru nú í júnílok. „Svona heildarsamtök hafa starf- að í öllum nágrannalöndunum með mjög góðum árangri og njóta ýmissa skattaívilnana og undanþágna sem við gerum ekki hér,“ segir Guðrún. Ný hagsmunasamtök stofnuð Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is Skurðlæknar hafa nú tekið boði ríkissáttasemjara um krónutölu- hækkun og skrifað undir samn- inga. „Við læknar sættum okkur hins- vegar ekki við boðna krónutölu- hækkun,“segir Gunnar Ármanns- son, formaður samninganefndar, og bætir við að m.a. sé það meg- inmarkmið lækna að ræða vakta- fyrirkomulag lækna og að það verði sá viðræðuflötur sem hugs- anlega gæti leitt til undirritunar samninga. „Við munum grípa til aðgerða ef ríkið hvikar ekki til í viðræðunum, en það er staða sem læknar vilja að sjálfsögðu forðast,“ segir hann og bætir við að næsti fundur við samninganefnd ríkisins verði á morgun. Uppsagnir ljósmæðra „Ljósmæður eru búnar að fá nóg, það ætti að meta störf okkar að verðleikum og leiðrétta launin í samræmi við náms- og hæfniskröf- ur,“ segir María Egilsdóttir, ljós- móðir og hjúkrunarfræðingur á Akureyri. Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri hefur nú borist uppsagn- arbréf frá tæplega helmingi starf- andi ljósmæðra á stofnuninni. „Við bundum vonir við Sam- fylkinguna í stjórnarsamstarfi og vonumst því til að fá leiðréttingu á laununum,“ segir María og bætir við að fjöldauppsagnir ljósmæðra á landinu öllu skapi grafalvarlegt ástand. Yfirvinnubann í vændum Elsa Friðfinnsdóttir, formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að síðasti fundur með samn- inganefnd ríkisins hafi ekki borið árangur. „Það er mikil samstaða og bar- áttuhugur hjá hjúkrunarfræðing- um,“ segir hún og bætir við að markmiðið með samningunum sé að bæta grunnlaun hjúkrunarfræð- inga. „Það er t.d. óásættanlegt að reyndur hjúkrunarfræðingur með fjögurra ára háskólanám á bakinu og tuttugu ára starfsreynslu sé með lág laun,“ segir hún og nefnir að fólk innan stéttarinnar þurfi að vinna yfirvinnu til að hækka tekjur. Neyðarástand á spítölunum  Skurðlæknar hafa samið en ljósmæður segja upp Heilbrigðisstéttir semja nú um kjör sín ➤ Ljósmæður krefjast launa-leiðréttingar, en fjölda- uppsagnir þeirra munu hafa ófyrirséðar afleiðingar ef ekki tekst að semja. ➤ Hjúkrunarfræðingar munustanda við boðað yfirvinnubann þann 10. júlí ef samningaviðræður stranda. VIÐRÆÐUR VIÐ RÍKIÐ Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Verð á bensíni og dísilolíu hækkar enn og er algengt verð á bensínlítra í sjálfsafgreiðslu 177,40 krónur. Lítrinn af dísil- olíu kostar víða nærri 94 krónur í sjálfsafgreiðslu. Verð lækkaði í síðustu viku, en hækkunin í þessari viku nem- ur hærri upphæð en lækkunin þá og hefur eldsneyti náð áður óþekktum hæðum í verði. Umferð bíla um þjóðvegi landsins mælist nær allstaðar minni en á sama tíma í fyrra. Olía og bensín hækka áfram Bílaumferðin minnkar „Við sömdum á sömu nótum og flugmenn Ice- landair en samn- ingurinn heldur ekki í við verð- bólgu. Það segir sig sjálft,“ segir Jakob Ólafsson, formaður samninganefndar flug- manna Landhelgisgæslunnar. Samningurinn, sem undirritaður var hjá ríkissáttasemjara í fyrra- dag, gildir til 31. janúar 2009. Hann er á svipuðum nótum og almennu samningarnir sem gerð- ir voru fyrr í vetur, að sögn Jak- obs sem tekur það fram að menn séu jafnáægðir og hægt sé að vera miðað við ástandið. ibs Samið við gæsluflugmenn Fasteignafélagið Landic Property, sem er kjölfestufjárfestir í FL Group, hefur keypt húsnæði Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) við Aðalstræti 6 og 8. Samtals er um að ræða um 4.000 fermetra af húsnæði. TM er í eigu FL Group en samkvæmt upplýsingum frá FL Group eru kaupin alfarið mál Landic Property og ótengt stefnu FL Group. Í tilkynningu frá Landic Property kemur fram að eignir félagsins í kvosinni í miðborg Reykjavíkur séu orðnar umtalsvert miklar. Félagið á meðal annars Aðalstræti 2, gamla Geysishúsið, Aðalstræti 12, gamla Ísafoldarhúsið sem hýsir Fiskmarkaðinn og Aðalstræti 16. mh Landic Property kaupir hús TM Félag fréttamanna og RÚV hafa undirritað nýjan kjarasamning til 3 ára. Var samið um 21 þús. upp- hafshækkun 1. ágúst nk. auk 40 þús. eingreiðslu og nýtt grunn- launakerfi sem tekur gildi 1. mars nk. Að auki hafa verið teknir upp einstaklingsbundnir launasamn- ingar sem endurskoðaðir eru ár- lega, að sögn Aðalbjarnar Sig- urðssonar formanns félagsins. þkþ Fréttamenn RÚV í launaviðtöl „Þetta eru tvö félög sem hafa sýna styrkleika. Kaupþing er stór og sterkur alþjóðlegur banki og SPRON hefur gengið mjög vel á sínu markaðssvæði á höfuðborgar- svæðinu. Samruninn á að efla starf- semi félaganna,“ segir Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Ís- landi. Stjórnir Kauþings og SPRON hafa samþykkt samrunaáætlun um að Kaupþing yfirtaki eignir og skuldir SPRON. Við samrunann fá hluthafar í SPRON sem endurgjald það sem svaraði til markaðsvirðis félagsins í lok dags 30. júní, að við- bættu fimmtán prósenta álagi. Þetta samsvarar 3,83 krónum á hlut, að því er fram kemur í tilkynningu til NasdaqOMX-kauphallar Íslands. Sextíu prósent af endurgjaldinu verða í formi hluta í Exista hf. og fjörutíu prósent í fomi hluta í Kaup- þingi. magnush@24stundir.is Kaupþing og SPRON að sameinast Á að efla starfsemi Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin könnuðu verð á S3 Sportþrennu frá Lýsi, þetta eru 16 dagskammtar eða 48 stykki. Verðmunur er töluverður eða 94% sem er 776 króna munur á lægsta og hæsta verði, þar sem Bónus kom ódýrust út en 11-11 var dýrust. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæmandi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 94% munur á Sportþrennu Ingibjörg Magnúsdóttir Neytendavaktin Verslun verð verðmunur Bónus 823 Melabúðin 1125 36,7% Fjarðarkaup 1249 51,8% Nóatún 1499 82,1% Skagfirðingabúð 1499 82,1% 11-11 1599 94,3% 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.