24 stundir - 02.07.2008, Síða 9
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 9
George Charamba, talsmaður Ro-
berts Mugabe, forseta Simbabve,
hafnaði í gær tillögum um mynd-
un þjóðstjórnar í landinu í kjöl-
far síðari umferðar forsetakosn-
inganna sem stjórnarandstaðan
ákvað að sniðganga. Margir von-
uðust til að farið yrði að dæmi
Kenía og leitað yrði leiða til að
sætta andstæð sjónarmið í land-
inu.
Charamba sagði engan veginn
vera hægt að bera saman Kenía
og Simbabve. Íbúar Simbabve
kæmu á samræðu og leystu póli-
tísk deilumál á sinn eigin hátt.
Charamba hafnaði jafnframt
gagnrýni leiðtoga Vesturlanda á
ástandið í Simbabve og sagði þá
ekki vera í neinni aðstöðu til að
tjá sig um stöðuna.
Tendai Biti, framkvæmdastjóri
stjórnarandstöðuflokksins MDC,
neitaði einnig þeim fréttum að
viðræður hefðu átt sér stað milli
stjórnar og stjórnarandstöðu í
landinu og að samkomulag væri í
sjónmáli. „Ekkert gæti verið fjær
sannleikanum.“ atlii@24stundir.is
Útiloka
myndun
þjóðstjórnar
Meistaraverk Sandhátíðin í belgíska bænum Blankenberge hófst á mánudaginn. Þema hátíðarinnar í þetta skiptið eru sandkastalar en fjöldi ferðamanna
sækja hátíðina í hvert sinn sem hún er haldin.
Matartími Kameldýr gæða sér á vatni í keníska bænum Yaa-
Sharbana, norðaustur af höfuðborginni Nairobi.
ÁSTAND HEIMSINS
frettir@24stundir.is a
Við álítum fólkið í Simbabve hafa verið
svipt lýðræðislegum rétti sínum.
Ernest Koroma, forseti Sierra Leone
Endurkjörinn Robert Mugabe sór embættiseið sem forseti Simbabve á sunnudaginn á grundvelli úrslita síðari umferð forsetakosninganna. Morgan Tsvangirai, mótframbjóð-
andi hans, hafði áður dregið framboð sitt til baka vegna ofbeldisöldunnar í landinu..