24 stundir


24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 12

24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. „Stormurinn snýst um að hafa það betra en náunginn í lífsgæðakapp- hlaupinu,“ sagði Þórunn Lárusdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Ferðafélagi Íslands. Undir það tók fyrrum alþingismaðurinn Helgi Seljan í frétt 24 stunda í gær. „Núna snýst þetta um að hafa allt til alls, alltaf og alls staðar,“ segir hann. Þau hafa lifað tímana tvenna og segir Helgi ekki hægt að bera saman lífsmáta nútíma Íslendinga við kreppu fyrri tíma. „Þetta gengur bara guð- lasti næst að tala um ástandið í dag sem kreppu.“ Velti menn þessum orðum þeirra fyrir sér er ekki erfitt að taka undir þau og segja erfitt að tala um kreppu. Henni er í orðabókum lýst sem verulegum örðugleikum í efnahagslífinu, með atvinnuleysi og sölutregðu. Atvinnuleysið í maí var eitt prósent, sem þýðir að 1.739 voru atvinnu- lausir. Kaupmáttur launa hefur dregist saman um 3,9 prósent á einu ári, vegna verðbólgu umfram launahækkanir. Matvara hækkaði um tæpar þrjár krónur fyrir hverjar hundrað milli vikna í Bónus og hækkaði hlut- fallslega mest þar, samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ. En svo er það gengi krónunnar. Það er svo rokkandi að þrátt fyrir að nú megi kaupa fyrir 65 þúsund krónur í stað 46 þúsund áður í útlöndum, er ekki hægt að kaupa sömu hlutina og fyrr í evrulöndunum vegna geng- ishækkana. Ferlegt, en ferðalög eru lífsstíll. Þeim má fresta. Þá er heldur ekki hægt að fá fyrirgreiðslu í bönkum landsins og selja heimili sitt í skiptum fyrir annað. Leiðinlegt, en ásættanlegt meðan við höfum þak yfir höfuðið. Fáir bílar seljast og lánin á þeim í einhverjum tilvikum orðin hærri en andvirði þeirra. Slæmt, en ökum þeim þrátt fyrir bensínverðið. Svona er hugsanlega staða margra en alls ekki allra. Við höfum jú frétt af nokkur hundruð manns, sem hafa misst vinnuna síðustu vikurnar. Fleiri uppsagnir í atvinnulífinu eru boðaðar. Einhverjir þeirra sem nú hafa misst vinnuna höfðu ekki reiknað með tekju- missinum og skuldsett sig fyrir húsi, bílum og öðru. Fái þeir ekki aðra vinnu fljótt munu þeir upplifa kreppu, ekki aðeins lífsstíls- og sálarkreppu, heldur gjaldþrot og það bítur engu síður nú en í den. En almennt er engin kreppa, heldur þrengingar. Og þeim er erfitt að kyngja þegar við viljum áfram allt, alltaf og alls staðar. Allt til alls, alltaf og alls staðar? Í dag tekur gildi nýtt frí- tekjumark vegna atvinnutekna aldraðra og öryrkja. Aldraðir mega hafa 100 þús. kr. atvinnu- tekjur á mánuði án þess að það skerði lífeyri þeirra frá al- mannatrygg- ingum. Hið sama gildir um öryrkja til næstu ára- móta. Með þessu batna kjör aldr- aðra og öryrkja sem eru á vinnu- markaði. En kjör þeirra aldraðra sem ekki treysta sér til þess að vinna eftir 67 ára aldur af heilsu- farsástæðum eða öðrum ástæð- um batna ekki við þetta. Rík- isstjórnin hefur látið þá sem ekki geta unnið bíða. Björgvin Guðmundsson gudmundsson.blog.is BLOGGARINN Ekki fyrir alla Fréttir af rýmkuðum heimildum ferðamanna til að taka með sér áfengi inn í landið eru góðar. Ég velti því samt fyrir mér ef mað- ur sleppir sterku þá má taka meira magn léttvíns en ekki bjórs? Og að sama skapi af hverju má ekki snúa þessu við og ef maður sleppir léttu þá mátti taka meira af sterku? Er þetta eitthvað rauðvínssnobb? Þessar breytingar eru samt af hinu góða. Ef Árni einbeitir sér að því að koma með nógu mörg lítil mál sem eru til frelsissáttar þá breytir hann stöðu sinni. Friðjón R. Friðjónsson eyjan.is/fridjon Rauðvínssnobb Það er dálítið súrrealískt að heyra í Siv Friðleifsdóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tala um stöðu Guðlaugs Þórs innan rík- isstjórnarinnar. Guðlaugur hefur verið eini heil- brigðisráðherr- ann á und- anförnum árum sem hefur farið og tekið til. Sú til- tekt var löngu tímabær, eftir kyrrstöðu Framsóknarmanna. Það væri gaman að heyra hvað fyrrverandi ráðherra gerði fyrir sömu ummönnunarstéttir? Það er nú ekki langt síðan hún lét af störfum, þannig að það ættu að vera hæg heimatökin að benda á stórvirkin. Tómas Hafliðason potturinn.com Hefur tekið til Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Ég var mjög ánægður að heyra í fréttum að fjármálaráðherra skuli hafa aukið svig- rúm neytenda til að flytja vörur inn í landið, tollfrjálst. Fréttin var sú að nú mega ferðamenn hafa með sér vörur hingað til lands að verðgildi 65 þúsund íslenskra króna án þess að greiða toll af þeim en áður mátti ein- ungis flytja inn fyrir 46 þúsund. Ég hugsaði með mér að nú væri ríkisstjórnin loksins að taka sér tak og standa við stóru orðin um bættan hag neytenda. En þegar horft er til hækkunarinnar út frá gengi krón- unnar horfir málið ekki eins við. Gengi íslensku krón- unnar hefur verið í frjálsu falli síðustu misserin þannig að verðgildið hefur fallið um 35-40% gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Þegar öllu er á botninn hvolft er því ekki um eins mikla hagsbót að ræða og ætla mætti. Reyndar vekur það upp ákveðnar spurningar um framtakssemi ráðherrans að upphæð ótollskyldrar vöru skuli ekki hafa verið breytt á síðustu sex árum. Ég tel að ráðherrann hefði mátt ganga lengra og hækka þá upphæð sem ferðmenn mega koma með tollfrjálsa til landsins enn meir. Þannig fengi íslenska verslunin meira aðhald og þannig myndi samkeppnin aukast sem yrði okkur öllum til hagsbóta. Ég vona þess vegna að fjármálaráðherrann taki sér ekki önnur sex ár til að ákvarða næstu hækkun. Annars eru sex ár í því samhengi ekki langur tími hjá Sjálfstæðisflokknum. Flokkurinn hefur haldið utan um fjármálaráðuneytið frá því ég var tólf ára gamall, í 17 ár samfellt, og mér sýnist hann ekkert á förum það- an. Árangurinn í efnahagsstjórnuninni síðustu 12 mánuði, frá því Framsóknarflokkurinn gekk úr rík- isstjórn, er þó vægast sagt einstakur og vekur bjartsýni um að landsmenn sjái að þörf er á breytingum á landsstjórninni. Svo er bara að sjá hvernig þingflokkur Samfylkingarinnar bregst við í næstu fréttatilkynningu sinni en eins og menn vita þá vill viðskiptaráðherra rýmka reglur um tollfrjálsan inn- flutning mjög. Skref fjármálaráðherr- ans hlýtur að vera hænufet á mæli- kvarða samráðherra hans í ríkisstjórninni. Höfundur er alþingismaður Tollfrjáls innflutningur ÁLIT Birkir Jón Jónsson Allt til rafhitunar Olíufylltir rafmagnsofnar Norskir hitakútar Fyrir sumarhús og heimili. Yfir 30 ára reynsla hérlendis. Brenna ekki rykagnir• Auðveld uppsetning á vegg• 250 - 400 - 750 - 800 - 1000• - 1600 - 2000 wött

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.