24 stundir - 02.07.2008, Page 13
24stundir MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 13
Mörður Árnason, semlengi sat í útvarpsráði,skrifar
hugleiðingar um
uppsagnir hjá RÚV
á heimsíðu Sam-
fylkingarinnar. „Í
sjálfu sér er lofsvert
að yfirmenn Rík-
isútvarpsins leiti leiða til að
bregðast við, þótt sumum kunni
að þykja undarlegt að fyrirtæki og
stofnanir ríkisvaldsins skuli hefja
fjöldauppsagnir eftir þær spár
sem dunið hafa yfir um dökkar
horfur á vinnumarkaði,“ segir
Mörður og bætir síðar við. „Þessi
stjórnvöld hljóta ásamt yfirmönn-
um Ríkisútvarpsins – sem voru
mjög áfram um breytingarnar og
hafa sumir hagnast verulega á
þeim í launum – að skýra út fyrir
almenningi hvort heldur hér eru á
ferð brigð á fyrirheitum eða
frammúrkeyrsla í stofnuninni.
Eða er ástæðan ósætti um mark-
mið og leiðir?“
GuðniÁgústsson,formaður
Framsóknarflokks-
ins, rifjar upp á
heimasíðu flokksins hverjir hefðu
verið höfundar þjóðarsáttarinnar
á sínum tíma og gluggar þar í bók
Steingríms Hermannssonar en
þar segir: „Þjóðarsáttarsamningar
voru þríhliða samkomulag verka-
lýðshreyfingar, vinnuveitenda og
ríkisvalds, að ógleymdum hlut
bænda og banka.“ Og síðar bætir
hann því við um þá Ásmund
Stefánsson og Þórarinn V. Þór-
arinsson að þeir hafi verið fag-
menn samninganna. „Einar Odd-
ur [Kristjánsson] og
Guðmundur J. [Guðmundsson]
gegndu annars konar hlutverki.
Þeir voru predikarar hvor með
sínu nefi. Engir
voru betri banda-
menn þegar sann-
færa þurfti fólk um
skynsemi samning-
anna. Stuðningur
þeirra og eldmóður
var ómissandi til að þjóðarsáttin
yrði.“ Steingrímur nefnir fleiri til,
m.a. þá Hauk Halldórsson og
Hákon Sigurgrímsson og telur
samtök bænda guðfeður þjóð-
arsáttar. Hann nefnir Ögmund
Jónasson, formann BSRB, einnig
sem lykilmann í þessu.“ Ástæða
þessarar upprifjunar er sú að
Guðna finnst Moggi tileinka sátt-
ina Sjálfstæðisflokknum og sér-
staklega einum manni.
elin@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Seinni hluta 19. aldar fór breski
stjórnmálamaðurinn og námueig-
andinn Cecil Rhodes til Suður-Afr-
íku. Hann stofnaði De Beers sem
selur um 60% af óunnum demönt-
um en markaðshlutdeild fyrirtæk-
isins var um tíma um 90%. Landið
Ródesía var nefnt eftir honum.
Ródesíu var skipt í Norður- og
Suður-Ródesíu. Þegar löndin
fengu sjálfstæði frá Bretum tók
Norður-Ródesía nafnið Sambía og
Suður-Ródesía nafnið Simbabve.
Suður-Ródesía er frjósamt land.
Um 300 þúsund hvítir landnemar
settust þar að. Mikill meirihluti
landsmanna var innfætt svart fólk.
Minnihluti hvítra manna tók völd-
in með því að hvítir íbúar höfðu
margfaldan atkvæðisrétt á við
svarta. Lýðræði var bundið við
kynþátt en ekki einstaklinga. Þessu
mótmælti nýlenduveldið Bretland.
Hvítu landnemarnir ákváðu að
andæfa. Það gekk ekki. Bretar og
önnur Vesturlönd settu viðskipta-
bann á Suður-Ródesíu auk annarra
þvingana. Ian Smith, leiðtogi
hvítra, var hrakinn frá völdum. Í
hans stað varð presturinn Mugabe
forseti árið 1980.
Stjórn hvíta minnihlutans var
ekki ógnarstjórn þótt vafalaust hafi
margt miður fallegt gerst í upp-
reisninni gegn hvíta minni hlutan-
um. Lífskjör voru með því besta í
Afríku. Lýðræðið var þó ekki virt.
Það var sjálfsögð krafa að allir íbú-
ar landsins hefðu jöfn áhrif á stjórn
landsins. Með sama hætti og það er
krafa lýðræðissinna hvarvetna, að
einstaklingarnir hafi jafnan at-
kvæðisrétt.
Margir bjuggust við miklu af
uppreisnarleiðtoganum Mugabe.
Hann var upphafinn á Vesturlönd-
um sem frelsishetja. Helsti keppi-
nautur hans um hylli svartra íbúa
landsins, Joshua Nkomo, fékk þó
fljótlega að kenna á því að vera
andstæðingur hans sem og aðrir
síðar. Stjórn Mugabe hefur aldrei
verið fullkomin lýðræðisstjórn.
Fyrir nokkrum árum byrjaði
Mugabe að ofsækja hvíta íbúa
landsins og flæmdi hvíta bændur af
jörðum sínum. Margt hvítt fólk var
drepið eða rekið úr landi eigna-
laust. Fólki var mismunað eftir
kynþætti, en Vesturlönd gerðu ekki
miklar athugasemdir, það voru jú
hvítir sem urðu fyrir ofsóknum.
Síðar beindust ofsóknirnar gegn
fleirum og nú eru 3,5 milljónir
íbúa landsins eða fjórðungur flú-
inn úr landi. Verðbólga mælist í
hundruðum prósenta. Matvæla-
forðabúið gamla brauðfæðir sig
ekki eftir að hirðsveinar Mugabe
tóku við búum hvítu bændanna.
Mugabe gat farið sínu fram og fékk
jafnan stuðning forsætisráðherra
Suður-Afríku hvaða hryðjuverk
sem hann svo gerðist sekur um.
Fyrir nokkrum dögum fóru
fram forsetakosningar í landinu.
Mótframbjóðandi Mugabe gafst
upp nokkrum dögum fyrir kosn-
ingar. Þá höfðu dauðasveitir Mu-
gabe drepið hundruð virkra stuðn-
ingsmanna hans. Stjórnmálakona,
andstæðingur Mugabe, mátti þola
að börnum hennar var misþyrmt á
hroðalegan hátt. Henni var nauðg-
að af 10 hermönnum og heimilið
brennt upp til agna. Margar sam-
bærilegar hryllingssögur hafa verið
staðfestar. Þrátt fyrir þetta grípur
samfélag þjóðanna ekki inn í.
Versti harðstjórinn sem nú ríkir,
Mugabe, fer sínu fram. Mannrétt-
indabrot sem beinast gegn svörtu
fólki eru jafn alvarleg og mannrétt-
indabrot sem beinast gegn öðrum
kynþáttum. Það gildir jafnvel þó að
engin olía finnist í viðkomandi
löndum.
Alþjóðasamfélagið verður að
bregðast við og beita harðstjórann í
Simbabve því harðræði að hann
hrökklist frá völdum, sem og ógn-
arstjórnina í Súdan sem fer með
morðum, ránum og nauðgunum
um Darfúr-hérað.
Þegar ríkisstjórnir virða ekki þau
grundvallarmannréttindi borgara
sinna sem er forsenda allra annarra
mannréttinda, réttinn til lífs, þá á
og verður alþjóðasamfélagið að
grípa inn í og koma á nýrri löglegri
stjórn. Engin stjórn nokkurs ríkis
getur talist lögleg meðan hún
myrðir eigin þegna. Stjórn ríkis
sem myrðir eigin borgara eða
meinar þeim um lífsbjörg í neyð
breytist úr stjórn lands eða ríkis í
hryðjuverkasamtök. Það er skylda
þeirra sem unna mannréttindum
og lýðræði að berjast gegn öllum
slíkum harðstjórnum
Höfundur er alþingismaður
Mugabe verður að fara
VIÐHORF aJón Magnússon
Versti harð-
stjórinn sem
nú ríkir, Mu-
gabe, fer sínu
fram. Mann-
réttindabrot
sem beinast
gegn svörtu
fólki eru jafn alvarleg og
mannréttindabrot sem
beinast gegn öðrum kyn-
þáttum.
ATVINNUBLAÐIÐ
atvinna@24stundir.is
alltaf á laugardö
gum
Pantið gott pláss t
ímanlega
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Miðvikudagur 2. júlí 2008
Vopnaglamur verður alls-
ráðandi hjá víkingunum á
Miklatúni í sumar.
» Meira í Morgunblaðinu
Víkingaherinn
Katrín Þóra Víðisdóttir og
Erla Björk Pálmadóttir verða
fyrsta samkynhneigða parið
sem er vígt í staðfesta sam-
vist í íslenskri kirkju. Vígsl-
an fer fram í Miðfirði.
»Meira í Morgunblaðinu
Vígðar í hjónaband
RottenTomatoes.com
hefur valið 25 mestu
hörkukvendi bíómyndanna.
»Meira í Morgunblaðinu
Harðhausa fljóð
Fasteignafélagið Landic
Properties breiðir úr sér.
» Meira í Morgunblaðinu
Hver á Kvosina?