24 stundir


24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 14

24 stundir - 02.07.2008, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Mörgum hættir við að bruna framhjá markverðum stöðum og aldrei að vita hverju þú missir af ef farið er um í óðagoti. Ferðumst um landið – en förum okkur hægt og komum heil heim. Ekki geysast í gegn! TB W A \R EY KJ A VÍ K\ SÍ A 90 80 33 9 40 60 80 100 120 30 Borgarfjörður eystri fara framhjá! Allt frá 17. mars sl. hafa nokkrir fundið þörf hjá sér til þess að and- mæla grein ísraelska sendiherrans frú Mirjam Shamrat sem í stuttu máli gerði grein fyrir einföldum en þó svo flóknum sannleik. Ein slík grein birtist nýverið með 16,5 sentimetra langri upptalningu 24 fullyrðinga, svo sem „þar sem fatl- að fólk er drepið með jarðýtum …“, „þar sem börn eru skotin til bana á leið í skóla … “, „þar sem fjöldamorð eru regla …“ o.s.frv. Hverjum dettur í hug að sið- menntað fólk drepi börn að gamni sínu, drepi fatlað fólk með jarðýtum og geri fjöldamorð að „reglu“? Hins vegar opnum við varla fjölmiðlatæki í einhverri mynd öðruvísi en heyra hótanir frá al-Qaeda samtökunum og öðr- um náskyldum um það að við trúleysingjarnir (kristnir og gyð- ingar) megum eiga von á árásum og allskonar limlestingum fyrir eitthvað eða bara ekki neitt, sem gerir að sjálfsögðu aldeilis ómögu- legt að semja um nokkurn skap- aðan hlut og þar liggur vandinn. Nýverið var hér á ferð forseti Pal- estínu ásamt föruneyti og ráð- gjafa. Báðir fullyrtu að ísraelskur almenningur styddi friðarsamn- inga, en Hamas (stjórnendur á Gaza, sem eru Súnnítar en njóta stuðnings Hizbollah) „væru með leikaraskap“ og „bellibrögð“, segðu eitt en framkvæmdu annað og „vona að friðarferlið mistak- ist.“ Varla geta slík ummæli þeirra, sem eru í innsta kjarna vandans, farið framhjá okkur. Það er nefni- lega aldrei hægt að semja við þá sem ekki vilja semja. Þessa dagana er u.þ.b. eitt ár frá því Palest- ínumenn frömdu sjálfir hroðaleg fjöldamorð á hver öðrum, sínum eigin bræðrum. Bundu hvern annan á höndum og fótum og hentu ofan af háum byggingum 10-15 manns á dag sem leiddi til skelfilegs dauðdaga og talan kom- in upp í 70-80 manns áður en hendi var veifað. Þótt Ísraelar geri mistök, komu þeir þar hvergi nærri. Varla er þetta fagnaðarefni en ástæða til að nefna hlutina rétt- um nöfnum, þegar staðreyndum er brenglað eða yfir þær hylmt. Við getum sannarlega verið ósammála um það hvort yfirhöfuð átti að skipta Palestínu/Ísrael á milli Ísraela og Palestínumanna á sínum tíma, að sjálfsögðu höfum við fullt leyfi til þess, og því miður margt gerst sem engan óraði fyrir. Hinsvegar datt engum í hug, af því fólki sem þá bjó hlið við hlið í sátt og samlyndi á svæðinu að strax daginn eftir skiptinguna, myndu nágrannríkin öll með tölu, ráðast inn í þetta nýja ríki og að auki hvetja Palestínumenn til að fara úr landi meðan nýja ríkinu Ísrael yrði eytt með öllu. Þrátt fyr- ir vopnleysi, fátækt og fólksfæð og enga minnstu hugmynd um að á þá yrði ráðist, unnu Ísraelar sigur. Ísraelsmenn hafa aldrei hafið stríð að fyrra bragði við nágrannalönd- in – rangt munu sumir segja – nei alls ekki – en hinsvegar vissu þeir um ráðabruggið fyrir 6 daga stríð- ið, þeir vissu um landgönguliðana á landamærunum, þeir vissu um flugher Egypta í startholunum og því af sem áður var – því nú voru þeir viðbúnir þegar egypski flug- flotinn hreyfðist. Ísraelar unnu það stríð sem og önnur fram að þessu. Undarlegt hvað menn eyða miklu prenti í það á Íslandi að leggja það út sem glæp að þeir sem þarna eiga hlut að máli reyni að verja sitt fólk eftir bestu getu. Hvað annað á að gera? Hvað ann- að er hægt að gera? Hvað mynd- um við gera? Sannarlega hefur allt þetta vald- ið ómældum þjáningum vegna þess að einhverjir vilja ekki frið og hinn almenni borgari fær engu um það ráðið. Arafat var boðin gamla Jerúsalem og hluta hins hertekna lands að tilstuðlan þá- verandi forseta Bandaríkjanna B. Clinton og E. Barak, þáverandi forsætisráðherra Ísrael. Söguleg stund, nær ótrúleg, en Arafat hafnaði! Hans afstaða var skýr: Ísrael út í hafsauga! Ein af fullyrð- ingunum 24 sem nefndar eru hér að framan er: Þar sem margra metra hár múr skilur að þorp og akra … Já, sannarlega er það sorg- legt. Ég hef staðið við múrinn, ég hef farið gegnum hliðið við Betle- hem og passinn skoðaður af elskulegum, kornungum her- manni, sem aldrei getur verið öruggur um líf sitt, ekki eina stund. Það minnir mig á unga hermanninn við pósthúsið í Arabahverfinu í austur Jerúsalem. Ég hafði séð hann dag eftir dag, hann gætti þeirra sem þar fóru út og inn. Skothvellur hvín, kúlan kom úr leynum og drap hann! Ég horfði á þjáða palestínska móður á sjónvarpsskjánum í Arabahót- elinu þar sem ég bjó, sem sló sér á brjóst og höfuð og hrópaði á Al- lah, hún hafði aldrei vitað að son- ur hennar ætti í útistöðum við ísr- aelsku vinina sína, sem hann hafði alist upp með, en nú keyrði hann inn í hóp þeirra, drap suma og limlesti aðra og tók svo sitt eigið líf. Hann átti engra kosta völ! Sama með ungu móðurina með sprengjubeltið, ef hún hefði ekki sprengt sjálfa sig og aðra með, hefði hún hvort sem er misst lífið, en með því að hlýða var fátækri fjölskyldu hennar borgið fjárhags- lega. Og aldrei gleymi ég elskulega rútubílstjóranum á leiðinni Jerú- salem/Galílea. Hann var vinur allra hversu troðið sem var í vagn- inn og allir voru vinir hans. Einn daginn sprengdi hann vagninn í loft upp og sjálfan sig með, hann átti heldur engra kosta völ. Hverju þjóna slík voðaverk? Múrinn hef- ur minnkað hryðjuverk um 90%, þess vegna er hann. Það er því ástæða til að fara að öllu með gát. Gaza-ströndin, sem Ísraelar yfir- gáfu eftir tuga ára búsetu þar sem lið í friðarferli – án nokkurs ár- angurs – gæti verið himnaríki á jörð ef ofurfjármunirnir sem fara í árásir hermdar- og skemmdar- verka og til geymslu í erlendum bönkum, færu í að byggja upp, styrkja og bæta líf saklausra íbú- anna. Allir, báðum megin allra landamæra, hvar sem þeir eru, þrá frið. Guð blessi og leiði Palestínu, Ísrael, okkur öll, að við mættum finna réttu leiðirnar. Í vinsemd. Höfundur er Palestínu- og Ísraelsvinur Enn um blaðagrein ísraelska sendiherrans UMRÆÐAN aHulda Jensdóttir Þessa dagana er u.þ.b. eitt ár frá því Pal- estínumenn frömdu sjálf- ir hroðaleg fjöldamorð á hver öðrum, sínum eigin bræðrum. Ágætur kunningi minn sagði nýlega að sér þætti merkilegt að nú þegar kalda stríðinu er lokið, Berlínarmúrinn orðinn að mol- um í bréfapressum á borðum heldra fólks, kaninn farinn heim til sín, og friður hefur brotist út a.m.k í okkar heimshluta, þá taki Samfylkingin sig til og stofni her- og varnarmálaráðuneyti og leyniþjónustu í lokuðu rými á Miðnesheiði. Milljarðar í hernað á kostnað aldraðra og sjúkra Þetta er mikið rétt hjá kunn- ingja mínum enda höfum við mörg furðað okkur á því hvernig Samfylkingin ætli að skýra og réttlæta milljarða fjáraustur úr skatthirslum almennings á með- an aldraðir og sjúkir eru hlaðnir sífellt þyngri klyfjum, að ekki sé minnst á húsnæðiskaupendur og leigjendur sem eiga nú erfiðar uppdráttar á Íslandi en verið hefur um áratugaskeið. Ef menn á annað borð bera skyn á hið skoplega í tilverunni þá mætti án efa hafa gaman að því uppátæki utanríkisráðherrans að fá Frakka og Norðmenn til að gæta öryggis okkar á friðartímum en reikna síðan með kananum ef til ófriðar kæmi! En auðvitað er þetta ekki til að hlæja að. Þessi gæsla á frið- artímum kostar ógrynni fjár og hvað varnir á ófriðartímum áhrærir þá myndi ég ekki vilja hvíla í vinarklóm þeirra sem rek- ið hafa pyntingabúðir víðs vegar um veröldina og orðið uppvísir af grófum mannréttindabrotum. En hvað gerir utanríkisráðherra vor gagnvart slíkum aðilum? Þegar Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir hitti helsta talsmann inn- rásarinnar í Írak og pyntinga- búðanna í Guantanamo, Condi Rice, utanríkisráðherra Bush, gefur hún henni skartgrip sem sérstaka vinarkveðju frá íslensku þjóðinni. Forsætisráðherrann, Geir H. Haarde, innsiglar síðan samhug sinn með því að reka Condi innilegan koss við komu hennar til Íslands nýlega. Neyðarópi svarað Í byrjun árs var ljóst orðið að miklar og vaxandi efasemdir voru um hernaðaríhlutun Bandaríkjamanna og Breta í Afg- anistan. Þetta olli óróa í Wash- ington og þaðan kvað við póli- tískt neyðaróp til „vinaþjóðanna í NATÓ“ um að fara hið bráð- asta til Afganistan að tala máli innrásarinnar og bera síðan fagnaðarerindið sem víðast. Viti menn. Ekki leið langur tími þar til utanríkisráðherrann, formað- ur Samfylkingarinnar, var mætt á staðinn að tala máli innrásarinn- ar! Allt þetta var harðlega gagn- rýnt á Alþingi, m.a. af minni hálfu. Í febrúarlok sagði ég við umræður á þingi að augljóst væri að áherslur, og þeir tónar sem komið hefðu frá Samfylkingunni í umræðunum og þar með utan- ríkisráðherra, rímuðu við mál- flutning haukanna í Washington. Við þetta varð ráðherra mjög ókyrr í sæti sínu og kallaði stundarhátt: „Skammastu þín!“ Enginn rökstuðningur Meira var það ekki. Enginn rökstuðningur. Bara þetta óp: „Skammastu þín!“ Það gerði ég ekki. Ég játa hins vegar að það er ekki laust við að ég skammist mín fyrir hvernig nú er haldið á utanríkismálapólitík Íslands. Ég er svolítið að dofna í voninni um að ráðherrar breyti ótilknúnir um stefnu. Þar þurfa kjósendur að koma að málum. Hvað það snertir ætla ég að leyfa mér að vera bjartsýnn. Varla eru Íslend- ingar svo geðlausir að þeir láti átölulaust bjóða sér þá skefja- lausu hernaðarhyggju sem rík- isstjórn Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar stendur fyrir. Höfundur er alþingismaður „Skammastu þín!“ UMRÆÐAN aÖgmundur Jónasson Ég er svolítið að dofna í voninni um að ráðherrar breyti ótil- knúnir um stefnu. Þar þurfa kjós- endur að koma að mál- um.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.