24 stundir - 02.07.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
Listakonan Anna James umbreytir
húsgögnum frá þriðja áratug síð-
ustu aldar í einstök verk. Áður en
Anna breytir verkunum færir hún
húsgögnin fullkomlega í sitt upp-
runalega útlit.
Stúdíó Önnu er staðsett í suð-
austur London og nánari upplýs-
ingar um verk hennar má finna á
www.loveannajames.com.
Friðsamleg og falleg lausn?
Graffítíið á húsgögnin
Graffið er listform sem
brýtur upp hefðbundið
umhverfi. Ef til vill má
bara bjóða ungum lista-
mönnum er sérhæfa sig í
graffi inn í stofu og bjóða
þeim að spreyta sig á
húsgögnunum?
Graffíti á antíkskápinn?
Eitt verka Önnu James.
Falleg smáatriði
Gera gæfumuninn.
Litríkir munir Lífga
verulega upp á stofuna.
Skemmtilegt skrif-
borð Ætti að virkja hug-
myndaaflið til muna!
Á sumrin fyllast verslanir af fallegum hlutum fyr-
ir heimilið og garðinn. Servíettur í ljósum og létt-
um litum setja fallegan svip á matarborðið úti í
garði. Svo er tilvalið að reiða fram girnilegt salat
handa elskunni sinni í kvöldsólinni á fallegan hátt.
Njótið þess að kaupa fallega hluti til að lífga upp á til-
veruna í sumar og hafið í huga að þeir þurfa ekki alltaf
að kosta svo mikið.
Lífgað upp á tilveruna
Fallegt á matarborðið
KYNNING
Fyrirtækið Vídd ehf. var stofnað
1991 af Sigrúnu Baldursdóttur og
Árna Yngvasyni og sérhæfðu þau
sig til að byrja með í innflutningi
á flísum úr náttúrusteini, einkum
graníti. Meðal fyrstu áberandi
verkefna Víddar var sala á flísum
úr graníti og marmara á Hér-
aðsdóm Reykjavíkur og gran-
ítklæðning utan á Listasafn Kópa-
vogs, Gerðarsafn. Granítsteinn á
Ingólfstorgi í Reykjavík, u.þ.b. 350
tonn komu einnig frá fyrirtækinu.
Breikkað vöruúrval
Vídd opnaði nú á vordögum
sérstaka parketdeild frá þýska fyr-
irtækinu Meister Werke en fyr-
irtækið hefur þróað einstakar
tækninýjungar sem gera parketið
sterkara, stöðugra og auðveldara
að vinna með. Parketið hefur þá
sérstöðu að hafa HDF-efni (High
Density Fibreboard) sem millilag
en það gerir parketið mun sterk-
ara og álagsþolnara en hefð-
bundið parket með millilag úr
greni, birki eða furu. Þá eru læs-
ingar úr HDF-efni mun sterkari
en læsingar úr mjúkum viðarteg-
undum. Einnig er engin hætta á
viðartrosnun í læsingu sem stund-
um er hvimleitt vandamál við
lagningu parkets.
Parketið frá Meister Werke er
fáanlegt í ótal útfærslum, fjöl-
mörgum viðartegundum og
nokkrum verðflokkum. „Sala á
parketinu hefur farið mjög vel af
stað, að sjá er það sambærilegt en
uppbygging á efninu er öðruvísi.
Einnig er auðveldara að gera
stærri planka úr efninu og geta
þeir þá verið allt frá 18 upp í 30
cm breiðir og frá þremur upp í
fimm metra á lengd, “ segir Sig-
urður Vilhelmsson fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins. Allt
sem þarf til flísa- og parketlagnar
fæst hjá Vídd og mun bætast við
vöruúrvalið á næstunni.
maria@24stundir.is
Sterkara og auðveldara að vinna með
Nýtt og betra parket í
sölu hjá Vídd ehf.
Úrval Flísar og parket eru fyrirferðamikil í versluninni eins og stendur en bætast mun
við úrval af öðrum vörum á næstunni.
Dyson Airblade handþurrkarinn
notar ekki upphitað loft til að
þurrka hendur heldur fer óhitað
loft á 643 km hraða á klukkustund
í gegnum litlar raufar sem skilur
hendurnar eftir skraufaþurrar á
innan við tíu sekúndum. Þurrk-
unni hefur verið líkt við ósýnilegar
rúðuþurrkur fyrir hendurnar og
þykir standa vel fyrir sínu. hh
Loft á 643 km
hraða þurrkar
Century Films kvikmyndaframleiðandinn vinnur nú að gerð heimild-
armyndar fyrir BBC um samband Breta við salernin þeirra. Aðallega er
sóst eftir því að tala við eigendur óvenjulegra klósetta og er ljóst að af
nógu er að taka. Svo virðist sem ekki sé mikið um slík klósett á Íslandi en
úti í hinum stóra heimi má meðal annars finna klósett sem er búið að
breyta í fiskabúr eins og sjá má á myndinni sem fylgir að ofan. Aðrir mega
greinilega engan tíma missa eins og sést að neðan. Century-fyrirtækið
biður alla þá sem eiga óvenjulegt klósett eða eru einfaldlega ákafir áhuga-
menn um klósett að hafa samband við fyrirtækið. hh
Fiskabúr öðlast nýja merkingu