24 stundir - 02.07.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚLÍ 2008 24stundir
Járnsmiðja Óðins
Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó
Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur
dista@24stundir.is
„Við gerð myndarinnar var ég stöð-
ugt að vinna, skrifa og uppfæra
handritið, skipuleggja tökur, tengj-
ast samstarfsaðilum innanlands og
erlendis og svo var eftirvinnslan
endalaus,“ segir Ragnhildur sem er
aðeins farin að slaka á eftir frum-
sýningu myndarinnar. En síðustu
mánuði hefur heimili hennar verið
undirlagt vegna vinnu við myndina.
Mynd Ragnhildar fjallar um
plötusnúðinn DJ Platurn, öðru
nafni Illugi Magnússon, bróður
Ragnhildar, sem hefur búið í Oakl-
and í Kaliforníu frá barnsaldri.
Ragnhildur fylgir bróður sínum eft-
ir á 3 vikna tónleikaferðalagi um Ís-
land þar sem hann sýndi hæfni sína
sem plötusnúður og skoðar ís-
lensku hip-hop senuna með augum
gests eða aðkomumanns. Myndinni
er leikstýrt af Ragnhildi og fram-
leidd af henni sjálfri og SPARK ehf.
„Tökur hófust í október 2006,“
segir Ragnhildur aðspurð um
vinnsluferli myndarinnar sem var
tilbúin til sýningar í maí síðast-
liðnum.
Að vinnslu myndarinnar komu
10 manns að sögn Ragnhildar,
„95% af vinnunni gerði ég sjálf
ásamt klipparanum, sátum hlið við
hlið einn vetur og klipptum hverja
einustu sekúndu saman.“
En hvernig skyldi samband
þeirra systkina vera eftir þetta nána
samstarf?
„Frábært,“ segir Ragnhildur.
„Við erum mjög náin. Ég ber mikla
virðingu fyrir honum og því hversu
mikið hann leggur í að vaxa stöðugt
í því sem hann tekur sé fyrir hend-
ur. Þessi bransi er ekkert grín í Am-
eríku. Svo eru hann einfaldlega al-
mennilegur og gefandi náungi.“
Kvikmyndagerðakonan Ragnhildur er alltaf að
Heimilið undirlagt
Ragnhildur Magnúsdóttir
fjölmiðla- og kvikmynda-
gerðarkona vinnur mikið
heima hjá sér. „Ég er
ótrúlega tölvusjúk,“ segir
hún. „Enda starfa ég sem
dagskrárgerðarmaður og
allt mitt nánasta fólk býr
í útlöndum.“
Ragnhildur hefur nýlega
frumsýnt nýja íslenska
heimildarmynd, „From
Oakland to Iceland: A
Hip-Hop Homecoming.“
Matargestir gætu haldið að gest-
gjafinn hafi misst vitið þegar þeim
virðist sem hann ætli að bera
pottaplöntu á borð fyrir þá. En þar
hafa þeir rangt fyrir sér því hér er
einfaldlega um að ræða salatskál og
áhöld sem setja má saman á þenn-
an skemmtilega hátt og vökva svo
með dressingu. Hönnunin kemur
frá fyrirtækinu black+blum sem er
svissneskt/ensk fyrirtæki staðsett í
London. Hönnuðir þess sérhæfa
sig í ýmiss konar nytjahlutahönn-
un fyrir heimilið í öðruvísi út-
færslum svo og ráðgjöf til fyr-
irtækja varðandi hönnun. Vörur
frá fyrirtækinu má kaupa í versl-
unum víða um Evrópu.
maria@24stundir.is
Dulbúin
salatskál
Breski hönnuðurinn Michelle
Mason útskrifaðist með BA-gráðu
í teikningu frá Chelsea College of
Art og síðar með meistaragráðu frá
Central St Martin’s í London.
Hönnun Mason er litrík og form-
föst en hún hannar allt frá lamp-
askermum og púðum til taskna.
Við hönnun þessarar fallegu mottu
sem sést hér til hliðar taka blúndur
á sig nútímalegt form en hönnunin
kallast Stella og er búin til í Eng-
landi úr hreinni ull. Mottan er því
hlý og mjúk viðkomu og getur sett
hlýjan tón á steingólf eða tónað vel
við parket eða gamaldags viðargólf.
Hönnun Mason fæst meðal annars
í versluninni Lifestyle Bazaar í
London.
maria@24stundir.is
Hlý og
þægileg motta
Bandaríska húsgagnafyrirtækið
TRUCK er meðal þeirra sem
hanna húsgögn og selja á vefsíð-
unni www.modernnursery.com.
Þar má meðal annars sjá falleg
húsgögn, leikföng og skraut í
barnaherbergi eftir fjölda hönn-
uða. Hönnuðir TRUCK hanna
húsgögn að nútímalegri fyrirmynd
sem hlotið hefur fjölda viðurkenn-
inga. Meðal þeirra eru barnarúm
sem henta vel í lítil herbergi en það
sameinar, rúm, skiptiborð og
geymslupláss. Á hliðinni er skipti-
borð sem taka má upp og niður á
auðveldan hátt. Þegar barnið
stækkar má síðan taka grindina
niður og breyta skiptiborðinu í
skrifborð en undir því er skápur.
maria@24stundir.is
Falleg húsgögn og hlutir í barnaherbergi
Skemmtileg vefsíða
Þeim sem finnst gaman að hrista sér og drekka kokteila vilja geta gert
svo hvar sem er. Í þessari handhægu tösku sem heitir því heimsborg-
aralega nafni New York Mini Travel Bar má finna tvö skotglös, vasapela,
trekt, ístöng og upptakara, allt saman úr ryðfríu stáli. Kemur barinn í
þægilega lokaðri tösku sem kippa má með sér á fjöll, í garðpartíið eða í
ferðalagið.
maria@24stundir.is
Kokteill hvar og hvenær sem er
Handhægur bar á ferð
Listamaðurinn Michael Zimber fer ný-
stárlegar leiðir í baðherbergishönnun og
færir undur náttúrunnar inn í baðher-
bergið. Zimber heggur baðkör úr heilum
náttúrulegum grjóthnullungum og útkom-
an er skemmtileg eins og má sjá á með-
fylgjandi mynd. Að utan er áferðin hrjúf
og gróf en að innan er baðkarið fínpússað
þannig að það er slétt og þægilegt við-
komu, sem er að sjálfsögðu nauðsynlegt til
að tilganginum með því að fara í heitt
slökunarbað sé náð. Auk þess að höggva
baðkör hefur Zimber einnig unnið með
vaska úr náttúrulegum steini með góðum
árangri. Ef þú vilt ná tengingu við náttúr-
una á eigin heimili eru baðkörin frá Zim-
ber málið. hh
Baðherbergi með náttúrulegu yfirbragði
Baðkar höggvið í stein úr
stórum grjóthnullungum
Í Habitat má finna skemmtilegt
leikfang með fræðslugildi sem fer
einstaklega vel í barnaherbergjum.
Hnattlíkan úr plasti og tússliti sem
börnin nota til að fylla inn í lönd
með litum.
Flott í barna-
herbergið