24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 26

24 stundir - 04.07.2008, Blaðsíða 26
Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Hátíðin stækkar alltaf með hverju árinu og við bætum alltaf einhverju nýju við,“ segir Tómas Guðmunds- son, markaðs- og atvinnufulltrúi Akraness. Segir hann marga at- burði vel sótta en þó séu sumir vin- sælli en aðrir. „Það er mikil hefð fyrir því að heimamenn komi saman við svo- kölluð götugrill um allan bæ og taka nánast allir þátt í því. En Lopapeysuballið er líklega vinsæl- asti einstaki atburðurinn.“ Er búist við miklum fjölda fjöl- skyldufólks en aldurstakmark er á tjaldsvæðinu. „Okkur fannst hálfömurlegt að þurfa að setja takmark en það var nauðsynlegt í ljósi reynslunnar. Og fjölskyldufólk hefur tekið vel í það enda hefur fólk stundum hreinlega flúið þaðan vegna drykkjuláta.“ Að lokum segir Tómas að ekki hafi komið til greina að fá írska kal- kúninn úr Eurovision í heimsókn en í staðinn mæti river-dansarar og írsk þjóðlagasveit á svæðið. Götustemning Götugrillið er vel sótt, ekki síst af heimamönn- um og brottfluttum Skagamönnum. Írskir dagar eru ein þeirra bæjarhátíða sem fram fara um helgina Fjölskyldustemn- ing á Skaganum Langt er síðan írskir land- nemar settust að á Akra- nesi en þess verður þó minnst sjöunda sumarið í röð á Írskum dögum þar í bæ. Er dagskráin fjöl- breyttari en nokkru sinni fyrr og búist við fjöl- mörgum gestum. ➤ Í ár eru það Sálin, Jet BlackJoe og Raggi Bjarna sem skemmta á Lopapeysuball- inu. ➤ Aldurstakmark á tjaldsvæðiðer 23 ár. ➤ Í fyrra tóku allt að 15.000manns þátt í hátíðarhöld- unum. ÍRSKIR DAGAR 26 FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2008 24stundir Í ár, sem fyrri ár, halda Eyjamenn hátíð fyrstu helgina í júlí til þess að fagna goslokunum hinn 3. júlí 1973. Fimmta hvert ár er þó sér- stakt afmælisár og þá er haldið upp á tímamótin á enn veglegri hátt en þannig verður það ein- mitt í þetta skiptið. Meðal þess sem bryddað verður upp á er tveggja daga golfmót, Volcano Open, sigling kringum Surtsey og fjör að hætti heima- manna í Skvísusundi. hj Goslokahátíð í Eyjum Endurfundir listamanna Í dag kl. 17 verður opnuð í Kling&Bang galleríi, Hverfisgötu 42, sýningin Listamenn á barmi einhvers II. Koma þar saman lista- mennirnir Ásmundur Ásmunds- son, Magnús Sigurðarson og Er- ling T.V. Klingenberg, en í dag eru nákvæmlega tíu ár síðan þeir sýndu saman á Nýlistasafninu. Verður tímamótunum fagnað með nýjum verkum. Hitað upp fyrir Gay Pride Á morgun verða haldnir síðustu styrktartónleikar Hinsegin daga 2008, réttum mánuði áður en gleðin skellur á. Af því tilefni mun Páll Óskar sjálfur þeyta skífum á NASA langt fram á nótt auk þess sem hann syngur nokkra vel valda smelli. Haffi Haff verður sérstakur gestur kvöldsins. Miðaverð er 1.500 krónur og rennur óskipt til Hinsegin daga. Forsala að- göngumiða verður í dag frá 13 til 18 á NASA en fjörið hefst kl 23 annað kvöld. Líflegt sumar í Skriðuklaustri Í kvöld kl. 20 heldur Þórólfur Stefánsson gítarleikari tónleika í Skriðuklaustri. Þórólfur býr og starfar í Svíþjóð og hefur komið fram sem einleikari og með hljóm- sveitum í Svíþjóð, á Íslandi, Spáni og Norðurlöndunum. Á laugardag kl. 15 verður svo opnuð Quel est mon nom? eða Hvað heiti ég? í galleríi Klaustri en þar sýnir franska listakonan Anne Pesce verk sem hún hefur unnið í kjölfar dvalar í gestaíbúðinni Klaustrinu. Það besta í bænum Dagskrá Humarhátíðar á Höfn í Hornafirði er þegar hafin en hún verður þó ekki sett formlega fyrr en klukkan 20 í kvöld. Stendur hún fram á sunnudag og ættu all- ir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Unga kynslóðin fær sína eigin söngkeppni auk þess sem þeir Gunni og Felix stíga á stokk. Þá verða flutt atriði úr Abbababb á laugardag og keppt verður í kassabílarallíi. Þeir sem eldri eru fá líka eitthvað fyrir sinn snúð, t.d pöbbastemn- ingu í Pakkhúsinu, dansleiki á kvöldin og varðeld með söng. Eru þessir atburðir einungis brot af því sem í boði er. hj Humarhátíð LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það er hefð fyrir því að heimamenn komi saman við svokölluð götugrill um allan bæ og taka nánast allir þátt í því. helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.