24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 1
Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra sér ekkert athugavert við að einkafyrirtæki sinni hverfagæslu á vegum bæjarfélaga. Borgarstjóri og Björn funda um miðbæ- inn í dag. Borgarstjóri og Björn funda »4 24stundirföstudagur18. júlí 2008135. tölublað 4. árgangur Kjartan Þór Þorbjörnsson segir að laxveiði sé mjög góð um þessar mundir og mun betri en undanfarin ár. Þá er laxinn líka bæði stór og fallegur. Góð laxveiði VEIÐI»30 FÓLK»38 Sumarið og tískan »12 13 11 8 7 8 VEÐRIÐ Í DAG »2 Mjög fallegur hálfgerður leynigarð- ur er að baki bandaríska sendiráðs- ins en þar eiga sendiherrar og íbú- ar hússins ljúfar stundir. Garðurinn er í blóma. Fallegur leynigarður »18 Hríseyingar gera sér glaðan dag á árlegri Fullveldishátíð sem hefst í dag. Á dagskránni er meðal annars skeljaveisla og hópakstur dráttarvéla um þorpið. Fjör í Hrísey »26 Ólafur Tryggvason bifreiðasmiður dundar sér við að gera upp Dats- un-bifreið, ’73 árgerð og hrífst mjög af útliti og aksturs- eiginleikum bílsins. Gerir upp Datsun ’73 »28 SÉRBLAÐ NEYTENDAVAKTIN »4 125% munur á Doritos Sjómenn vítt og breitt um landið íhuga að fara að dæmi Ásmundar Jóhannssonar sjómanns og veiða kvótalaust. Jafnframt er hafin und- irskriftarsöfnun honum til stuðnings. Ásmundur leiðir fjöldahreyfingu »2 Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Björn Bjarnason dómsmálaráðherra fór ekki að tillögu nefndar sem fjallar um hæfi umsækjenda þegar hann skipaði í embætti héraðsdóm- ara við Héraðsdóm Austurlands. Björn skipaði Halldór Björnsson í embættið en hann var ásamt þeim Önnu Mjöll Karlsdóttur, Guð- mundi Kristjánssyni og Pétri Dam Leifssyni metinn mjög vel hæfur af nefndinni. Nefndin taldi Önnu Mjöll „best til þess fallna að hljóta skipun að þessu sinni“. Pétur Haf- stein formaður nefndarinnar segir að þrátt fyrir þetta mat hafi hann ekkert við skipunina að athuga. Þeir Guðmundur, Halldór og Pétur voru allir metnir hæfari en Þorsteinn Davíðsson sem Árni Matthiessen, þá settur dómsmála- ráðherra, skipaði í embætti héraðs- dómara við Héraðsdóm Norður- lands eystra og Héraðsdóm Austurlands í desember síðastliðn- um. Í kjölfarið kærðu þeir Guð- mundur og Pétur skipunina til um- boðsmanns Alþingis og er búist við áliti hans í lok sumars. Fór ekki eftir matsnefnd  Dómsmálaráðherra fór ekki að tillögu matsnefndar við skipun dómara  Formaður nefndarinnar hefur ekki við það að athuga ➤ Dómsmálaráðherra settitímabundið í dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. ➤ Hann setti Önnu Mjöll Karls-dóttur frá 1. september 2008 til 15. apríl 2010. SETT Í TVÖ EMBÆTTI Andrew Parkinson, yfirkokkur á veitingastaðnum Fifteen í London, er staddur hér á landi ásamt félaga sínum, Dav- id Kapay. Fifteen er þekktur fyrir að starfa með ungu fólki, sem kemur úr erfiðu umhverfi, og gefa því tækifæri til að snúa við blaðinu og læra að verða kokkar. Hugmyndin er sprottin frá Jamie Oliver, sem er stofnandi staðarins. Andrew og David hafa verið í góðu yfirlæti hjá Leifi á La Primavera og lofa Ísland í hástert. Úr öskunni í eldhúsið 24stundir/Frikki „Þetta er ótrúlegt land og hér er æðislegt að vera“ »38 „Það eru allir í skýjunum,“ segir Einar Stefánsson, fararstjóri hóps- ins. 11 karlmenn og ein kona kom- ust alla leið en tveir þurftu frá að hverfa vegna háloftaveiki en ferðin tókst vel. Tólf manns á topp Mont Blanc »4 Það kemur sálfræðingi hjá barna- og unglingageðdeild Landspítalans ekki á óvart að hvergi séu fleiri stúlkur í megrun en hér. Hún segir gildismat foreldra hafa áhrif á börnin. Átta ára börn með átröskun »6 Garður bandaríska sendiráðsins á Laufásvegi er stoltsendiráðsins og Carol van Voorst, sendiherra Bandaríkj-anna, segist nota hann eins oft og hún getur þótt húnviðurkenni að sjálf sé hún ekki með grænafingur. Garðurinn var hannaðuraf Stanislas Bohic árið 1993. Ekki með græna fingur »18 Það er alltaf gaman að punta sigog gera sig sæta en sérstaklega ásumrin þegar sólin skín og úrvaliðaf fallegum og litríkum snyrtivör-um er meira en nóg. Sumarleg »20 Ólafur Sveinbjörnsson deilir ljúffengri grill-uppskrift af marineruðum steinbít með lesendumen hann hefur haft áhuga á matargerð síðanhann var barn. Kannski ekki síst vegna þess aðhann ólst upp á stóru heimili þarsem mikið var eldað. Steinbítur á grillið »22 24stundir/ValdísThor SUMAR OG TÍSKA AUGLYSINGAR@24STUNDIR.IS Heimsmeistarar! Ísland er heimsmeistari í gervigreind. Yngvi Björnsson og félagar vörðu tit- ilinn í borg vindanna í vikunni en bú- ast ekki við rauðum dregli á Keflavík- urflugvelli við heimkomuna.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.