24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Hér má sjá nokkrar snyrtivörur sem eru ómissandi í snyrti- pokann eða veskið í sumar.  Sólbrún gyðja Meik frá Estée Lauder sem auð- velt er að dreifa í þunnu lagi á húðina. Gefur húðinni fallegan, gullinn lit og frískar hana. Hentar öllum húðgerðum og helst vel á yfir daginn en meikið er olíu- frítt.  Plástur á húðina Nýjung frá Clinique sem hentar af- ar vel fyrir þá sem eiga það til að roðna í húðinni. Kremið er í raun hugsað sem plástur á húð sem hlaupið hefur upp, líkt og algengt er með ofnæmisgjarna húð og rós- roða. Kremið róar húðina og er frábært fyrir alla fjöl- skylduna.  Glitrandi bronslitur Kinnalitapal- letta frá Clinique með fjórum fal- legum og mjúk- um jarðlitum sem blanda má saman og bera á líkama og andlit, annaðhvort á kinnar eða augnlok.  Flottar varir Falleg gloss í bleikum og glærum lit með glimmer og bleikur varalitur frá Lancôme. Litríkar og mjúkar varir gera mikið fyrir sólbrúnt andlit.  Kyssilegar varir Glosspalletta frá Bobby Brown með sex litum sem hentar öll- um húðlitum. Smart pakkning sem smell- passar í samkvæm- isveski sumarsins.  Sumarlegur augn- skuggi Augnskuggi fyrir þær sem eru óhræddar við liti frá Lancôme í skemmtilega hönnuðu ferðaboxi með spegli.  Ómótstæðilegur ilmur Sumarilmurinn frá Givency er frískandi en undirtónn hans er granatepli í bland við berjaangan og rósa- ilm. Góður og léttur ilmur í sumar. Flottar snyrtivörur fyrir sumarið Sumarið er komið og gróðurinn stendur í blóma rétt eins og mann- fólkið. Það er alltaf gam- an að punta sig og gera sig sæta en sérstaklega á sumrin þegar sólin skín. Hraustleg húð og glitrandi varir       24stundir/Árni Sæberg iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 gallabuxur 20% afsláttur Nýtt kortatímabil Laugaveg 80 - S: 561 1330 www.sigurboginn.is Sundbolir og bikini frá Stærðir eru frá 36-54 LAGERSALA OUTLET LAUGAVEGI 51 FÁUM NÝJAR VÖRUR Á MORGUN LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.