24 stundir - 18.07.2008, Qupperneq 13
24stundir FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 13
Það er ekki sama Jón og séraÍsbjörn. Hálf þjóðin fór áhliðina í
byrjun júní þegar
tveir ísbirnir voru
felldir í Skagafirði.
Nú bregður hins
vegar svo við að
ekki heyrist múkk
þegar eðlugrey sem var að spóka
sig á götum Keflavíkur er tekið af
lífi með eitursprautu. Engin til-
kynning barst frá Novator eða
Björgólfi Thor um að fyrirtæki
hans vildi greiða kostnað við að
bjarga eðlunni til náttúrulegra
heimkynna sinna. Þórunn Svein-
bjarnardóttir leigði ekki flugvél
til að flýta sér til Keflavíkur og
stjórna aðgerðum og engir er-
lendir sérfræðingar voru fluttir til
landsins. Er ísbjörn betri en eðla?
Verkefni Þórunnar Svein-bjarnardóttur umhverf-isráðherra eru þó flest
viðameiri en villtir ísbirnir og eðl-
ur. Ráðherrann þarf
að kljást við raf-
magnaða álrisa sem
sjá marga dollara í
náttúru landsins.
Til dæmis í Þjórs-
árverum, en þangað
fór ráðherra í sumarfrí. Hálend-
isferðina meðfram Þjórsá skipu-
lagði Ósk Vilhjálmsdóttir, sem
þekkt er fyrir að ferðast um ís-
lensk átakasvæði, en gönguferðir
hennar um Kárahnjúkasvæðið
hafa verið vinsælar síðustu árin.
Össur Skarphéðinsson iðn-
aðarráðherra setti friðun Þjórs-
árvera á dagskrá nýverið, en rík-
isstjórnin hafði ætlað að leggja
Þjórsárver og Norðlingaölduveitu
á ís út kjörtímabilið.
Minn tími mun koma,“sagði Jóhanna Sigurð-ardóttir fyrir löngu og
viti menn, hann kom. Ný kenning
getur glætt vonir
Steingríms J. Sig-
fússonar og Ög-
mundar Jón-
assonar, (sem varð
60 ára í gær), um að
þeirra tími muni
líka koma. Guðmundur Magn-
ússon, var að lesa bók Steingríms
frá í fyrra. „Að mörgu leyti talar
Steingrímur eins og sjálfstæð-
ismaður af gamla skólanum. Nú
fer að verða eftirspurn eftir slík-
um skoðunum og áherslum. Þeg-
ar erfiðleikar bjáta á segja menn
Við, en á uppgangstímum er Ég
lykilhugtakið, “ Guðmundur var
eitt sinn nefndur sumarkommi.
Veröldin fer í hring.
freyr/beva@24stundir.is
KLIPPT OG SKORIÐ
Það er ljóst að það er gúrka í
fjölmiðlum. Þetta merki ég á því
að ekki-fréttir verða að fréttum.
Ekki-frétt vikunnar er um
Björn og evruna. Björn Bjarna-
son fjallaði um það á heimasíðu
sinni að jafnvel væri málið fyrir
Ísland að taka upp evru án þess
að ganga í Evrópusambandið.
Hvaða della er þetta. Það er búið
að tala um þetta margsinnis og
jafnoft þeyta þessu út af borðinu.
Þetta er ekki framkvæmanlegt.
En ráðherrann ákveður samt að
skella fram þessari hugmynd eins
og hún sé alvöru hugmynd nú í
miðri niðursveiflunni. Þannig
verður þessi ekki-frétt í raun að
frétt, því maðurinn er jú ráðherra
á Íslandi. Það er kannski helst
það sem er frétt, að maðurinn
láti annað eins frá sér fara.
Ábyrgð stjórnmálamanna
Mér finnst það harla óábyrgt af
Birni Bjarnasyni dómsmálaráð-
herra, sem alla jafna vill láta taka
mark á sér, að slengja fram þess-
ari hugmynd sinni. Oft hefur ver-
ið rætt um það fjálglega að iðn-
aðarráðherra bloggi í skjóli nætur
um hluti sem hann ætti að láta
ósagða en ég sé ekki betur en að
nú hafi dómsmálaráðherra gerst
sekur um slíkt hið sama, nema að
þessir hlutir eru sagðir í fullri
dagsbirtu og endurteknir dagana
á eftir. Það er alvarlegt mál þegar
svo hátt settir aðilar í ríkisstjórn
Íslands setja fram viðlíka hug-
mynd, vitandi að hún er alvitlaus
og ekki framkvæmanleg. Þegar
þessi pistill er ritaður hefur Björn
bætt í, ef eitthvað er, hann hefur
margeflst í skoðun sinni og svar-
ar fulltrúum Evrópusambandsins
af fullum hroka.
Snýst bara um pólitík
Síðastliðinn miðvikudag skýrði
Percy Westlund, sendiherra Evr-
ópusambandsins gagnvart Ís-
landi, frá því að það væru lög-
heimildir fyrir því að semja við
ríki utan sambandsins um upp-
töku evru ef sérstakar aðstæður
lægju fyrir.
Hann sagði jafnframt að þær
aðstæður næðu ekki yfir Ísland.
Ljóst er að Svartfjallaland tók
upp evruna einhliða á sínum
tíma, en þá var ríkið án gjaldmið-
ils og varð að koma sér upp
mynt. Þessi gerningur var ekki
vinsæll innan sambandsins en
fallist á að aðstæður væru sér-
stakar. Evra er því óopinber
gjaldmiðill í Svartfjallalandi.
Sömu sögu má segja um Kósóvó
sem notar líka evruna. Engu að
síður telur Björn, miðað við orð
hans á heimasíðunni Björn.is, að
þetta sé bara spurning um póli-
tík. Að reglunum megi breyta sé
pólitískur vilji fyrir því. Að að-
stæður Íslands séu svipaðar og í
þessum ríkjum sem hafa þar til
fyrir skömmu barist fyrir sjálf-
stæði sínu eða berjast enn.
Staða Íslands
Með þessari umræðu finnst
mér Björn vera að smækka stöðu
Íslands. Mér finnst vont til þess
að hugsa að svona vitleysisum-
ræða íslenskra ráðamanna berist
út fyrir landsteinana. Látum vera
ef almenningur veltir þessu fyrir
sér í bloggi sínu og spjallþráðum
en hér er um að ræða mann sem
ku vera fremstur meðal jafningja
í Evrópuþekkingu innan Sjálf-
stæðisflokksins. Hann á að vita
betur. Hann á að vita sem er að
það er ekki vilji fyrir því innan
sambandsins að veita löndum ut-
an þess aðgang að myntbandalagi
Evrópusambandins. Þegar hann
slær þessu fram með þessum
hætti er hann að slá ryki í augu
þeirra sem vilja alvöruumræðu
um Evrópusambandsaðild. Þeirra
sem vilja svo mjög mynda sér
skoðun á því hvort við eigum að
skoða möguleika á sambandsað-
ild. Legg ég til að Björn snúi sér
heldur að því að aðstoða við að
bjarga því sem bjargað verður í
efnahagsmálum þjóðarinnar í
stað þess að mála okkur fávísari
en þarf úti í hinum stóra heimi.
Höfundur er áhugakona um
ábyrga landstjórn
Ekki-frétt vikunnar
VIÐHORF aHelga Vala Helgadóttir
Það er alvar-
legt mál þeg-
ar svo hátt
settir aðilar í
ríkisstjórn Ís-
lands setja
fram viðlíka
hugmynd, vitandi að hún
er alvitlaus og ekki fram-
kvæmanleg.
Verið velkomin í Nettó
Mjódd - Salavegi - Akureyri - Höfn - Grindavík
...algjör snilld !
TILBOÐIN GILDA 17. - 20. JÚLÍ
w
w
w
.m
ar
kh
o
n
n
u
n
.is
50%
afsláttur
43%
afsláttur
40%
afsláttur
40%
afsláttur
1.299kr/kg
LAMBALÆRI M/FERSKUM
KRYDDJURTUM
2.168 kr/kg
97kr/stk
MYLLU SNÚÐUR PAKKAÐUR
170 kr/stk
1.587kr/kg
GOÐA LÆRISNEIÐAR
M/SALTI OG PIPAR
2.645 kr/kg
98kr/pk
NETTÓ SAMLOKUBRAUÐ
199 kr/pk
Komdu til okkar,
taktu með
eða borðaðu
á staðnum
Alltaf góð
ur!
Kjúklingastaðurinn
Suðurveri
Nú er
orðin
n stór