24 stundir


24 stundir - 18.07.2008, Qupperneq 18

24 stundir - 18.07.2008, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Ég bjó í Finnlandi í mörg ár og er því vön þessum löngu, ljósu sumarnóttum. Ég held mikið upp á sumarið og finnst umhverfið hér verða yndislegt þegar kemur fram í mars og enn yndislegra eft- ir því sem dagurinn lengist meira. Þau sumur sem ég hef dvalið á Ís- landi hafa verið einstaklega góð og ég hef nýtt sumartímann til að ferðast um landið á meðan ég held mig frekar í Reykjavík eða nágrenni á veturna, líkt og flestir sendiherrar. Við maðurinn minn höfum gaman af því að ferðast og höfum farið í fjölda lengri ferða um Ísland en í næstu viku ætlum við til að mynda að heimsækja Vestfirðina,“ segir Carol. Hrífst af auðninni Þótt Carol sé fædd í Michigan og að mestu leyti alin upp í Evr- ópu segist hún halda mikið upp á vesturhluta Bandaríkjanna þar sem mikið er um óbyggð og auð svæði þar sem hægt er að komast í snertingu við náttúruna. Dálæti Carol á þessu landsvæði sýnir sig vel í málverkum eftir bandaríska listamenn sem hún hefur valið til að hengja á veggi sendiherra- bústaðarins. Það hefur ekki verið amalegt fyrir Carol að búa á Ís- landi þar sem auðvelt er að kom- ast í burtu frá byggðu bóli en hún óskaði snemma á ferli sínum eftir því að fá að starfa hér á landi og segir að sér finnist mjög spenn- andi að búa í jafnungu, líflegu og ævintýragjörnu samfélagi og ríki á Íslandi. Fallegur griðarstaður Hafist var handa við að koma garði sendiráðsins í núverandi horf á áttunda áratugnum en Stanislas Bohic hannaði garðinn eins og hann er í dag árið 1993. „Garðurinn hefur lengi verið stolt sendiráðsins en háir veggir vernda hann gegn veðri og vindum. Við notum garðinn eins mikið og við mögulega getum og oftast þegar hér eru haldin kokteilpartí er op- ið út í hann svo gestir geti notið hans og fengið sér ferskt loft. Í vor gróðursettum við heilmikið af plöntum í garðinum þar sem við notuðum hann til að fagna þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna og þann dag stóðu plönturnar í fullum blóma. Það er gott að nota garðinn til að geta verið í næði og fengið sér smá lúr á sólríkum eft- irmiðdegi. Í garðinum ræktum við kryddplöntur sem við notum í matargerð en annars er Dís- arunninn í fullum blóma mitt uppáhald í garðinum og ein- staklega fallegur. Við höldum líka mikið upp á litla fossinn sem verður afar fallegur þegar hann frýs á veturna en á öðrum tíma árs njótum við þess að borða í sólstofunni og hlusta á niðinn frá fossinum sem er mjög róandi,“ segir Carol. 24stundir/Ómar Garður bandarísku sendiherrahjónanna heimsóttur Blómstrandi Dísa- runninn í uppáhaldi ➤ Nokkir vel valdir starfsmennsendiráðsins sjá um að halda garðinum við en Carol segist ekki hafa erft græna fingur móður sinnar. ➤ Carol á fallegt steina- ogsteingervingasafn sem hún hefur safnað víðs vegar um heim og hefur stundum sent slíka minjagripi heim í pósti. GARÐRÆKTÁ Laufásveginum í Reykjavík er hálfgerður leynigarður sem tilheyrir bandaríska sendiráðinu. Þar njóta sendiherra- hjónin Carol van Voorst og maður hennar William A. Garland lífsins á fal- legum sólardögum. Glæsilegt Sendiherrahjón- in með sólstofuna í baksýn. Fallegt Carol við steina- og steingervingasafnið. Næði Háir veggir vernda garðinn fyrir vindinum. Sumarið og tískan Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Útsala! opið: má-fö. 11-18, www.nora.is Lokað á laugard til 9 ág. Dalvegi 16a, Kóp. 201 rauðu múrsteinshúsunum • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Útsala Enn meiri afsláttur Polarolje Selolía, einstök olía Gott fyrir: Maga- og þarma starfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Liðina Polarolían fæst í: apótekum, Þín verlsun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, og Melabúð Meiri virkni Hátt hlutfall Omega 3 fitusýrur Fiskbúðinni Trönuhrauni

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.