24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Grill og ostur – ljúffengur kostur! VÍÐA UM HEIM Algarve 26 Amsterdam 20 Alicante 27 Barcelona 29 Berlín 19 Las Palmas 27 Dublin 16 Frankfurt 20 Glasgow 14 Brussel 20 Hamborg 17 Helsinki 16 Kaupmannahöfn 19 London 17 Madrid 31 Mílanó 28 Montreal 21 Lúxemborg 22 New York 31 Nuuk 8 Orlando 25 Osló 21 Genf 22 París 18 Mallorca 27 Stokkhólmur 17 Þórshöfn 13 Norðan og norðvestan 5-10 m/s, lengst af léttskýjað suðvestantil, skýjað annars staðar, en rigning eða súld með köflum norðaust- anlands. Kólnandi veður. VEÐRIÐ Í DAG 13 11 8 7 8 Kólnandi veður Norðan- og norðvestanátt, víða 5-10 m/s og léttskýjað, en sums staðar dálítil væta norð- austanlands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á Suð- vesturlandi. VEÐRIÐ Á MORGUN 12 13 11 11 13 Hlýjast á suðvesturlandi „Ég reikna með því að við kær- um ekki úrskurðinn og leggjum frekar fram drög að mati á um- hverfisáhrifum,“ segir Þorsteinn Hilmarsson upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar um þá niður- stöðu Skipulagsstofnunar að fyr- irhuguð borun Landsvirkjunar á rannsóknarborholu í Gjástykki í Aðaldælahreppi sé háð umhverf- ismati. Hann segir að niðurstað- an hafi það í för með sér að rann- sóknum á svæðinu seinki um eitt ár. Skipulagsstofnun byggir niður- stöðu sína á því að umrædd framkvæmd kunni að hafa „um- talsverð neikvæð og varanleg áhrif á jarðmyndanir og lands- lagsgildi svæðis sem er lítt snort- ið af mannvirkjum“. elias@24stundir.is Rannsóknarborun í Gjástykki Í umhverfismat Gjástykki Rann- sóknarboranir fara í umhverfismat.Starsfólk Árbæjarsundlaugar fékk í gærmorgun tilkynningu frá gestum laugarinnar um að karl- maður væri að fróa sér í gufu- baðinu. Í fyrstu lét maðurinn sér ekki segjast þegar hann var beðinn um að láta af athæfinu. Starfsfólkið hringdi á lögregluna, en hann var horfinn á braut áður en hún kom á vettvang. Ólafur Gunnarsson, tæknistjóri sundlauga Reykjavíkur, segir að maðurinn muni verða undir eft- irliti. „Starfsfólkið þekkir hann og hann fær ekki inngöngu framar.“ Hann segir starfsfólk annarra sundlauga hafa fengið lýsingu á manninum. Aðspurður segir hann enga aðra í álíka straffi í sundlaug- um Reykjavíkur. hos Karlmaður fær ekki að fara oftar í sund Gripinn við að fróa sér í gufubaðinu Verkalýðsfélags Akraness leggur til að ákvarðanir stjórnvalda um hvaða stóriðjufyrirtæki fái orku hér á landi taki mið af því hvaða fyrirtæki vilja greiða hæstu launin. Þau fyrirtæki fái forgang að raf- orku. Félagið bendir á launamun milli álfyrirtækjanna Alcan og Norðuráls og boðar skýlausa kröfu um að honum verði eytt í næstu samningum. Félagið segir metverð, 3.200 dollarar, fáist nú fyrir tonnið af áli. „Það er ljóst að þetta háa álverð mun auðvelda kjarasamnings- gerð við álfyrirtækin en álverð hefur hækkað um rúm 80% frá því að gengið var frá síðasta kjarasamningi við Norðurál árið 2005. Hins veg- ar hafa laun hjá Norðuráli hækkað á sama tímabili um 43,9%,“ segir á heimasíðu félagsins sem hefur eftir formanni sínum að Íslendingar eigi að krefjast þess að stóriðjufyrirtæki sem fá hér ódýra raforku greiði sem hæst laun. bee Hærra álverð, hærra kaup Athugun Fjármálaeftirlitsins á viðskiptum Landsbankans með íbúðabréf hinn 19. júní, daginn sem ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir á fasteignamarkaði, stendur yfir. „Mál af þessu tagi þarfnast ítarlegrar og vandlegrar skoðunar,“ segir Íris Björk Hreinsdóttir, talsmaður FME. hos Rannsókn FME stendur yfir „Flestallir skjálftarnir eru að mælast undir einum á Richter, en það verður sjaldgæfara eftir því sem tíminn líður að skjálftar séu af þessari stærð,“ segir Steinunn Jakobsdóttir jarðeðlisfræðingur. „Eftirskjálftatímabil vara í nokkra mánuði,“ segir hún og bætir við enn sé skjálftavirkni frá árinu 2000 en það er ekki dagleg virkni eins og er núna. Jarðskjálftinn var 3,2 stig á Rich- ter, sunnan Hveragerðis í gær- morgun. Skjálftinn var á 4 km dýpi á Krosssprungunni og fannst í Hveragerði og á Eyr- arbakka. Jarðskjálfti 3,2 á Richter í gær Eftir Þóru Kristínu Þórsdóttur thorakristin@24stundir.is Sjómenn um allt land íhuga nú að fara að dæmi Ásmundar Jóhanns- sonar sjómanns og hefja kvótalaus- ar veiðar. Þá hafa tugir undirskrifta safnast honum til stuðnings. Komið að reikningsskilum Ásmundur, sem Landhelgisgæsl- an stöðvaði við veiðar í fyrradag, segist ekki ætla að hætta veiðum fyrr en hann verður kærður. „Kvótinn af skipinu sem ég átti var hirtur og nú er komið að reikn- ingsskilum. Ef mér verður stungið inn þá er það bara þannig,“ segir hann. „Það væri nú ekki ónýtt fyrir mannréttindadómstólinn ef ég yrði settur í fangelsi fyrir að leita réttar míns í þessu máli,“ bætir hann við. Gætu orðið hundruðir manna Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra, segir marga sjómenn vítt og breitt um landið íhuga að fara að dæmi Ásmundar. „Menn eru bara ekki byrjaðir því þeir eru margir, sérstaklega þeir sem eiga fyrir fjölskyldu að sjá, skíthræddir við að lenda í miklum vandræðum út af þessu,“ segir hann. Níels Ársælsson, skipstjóri á Tálknafirði, segir að fleiri þurfi að brjóta ísinn til að fjöldinn fylgi á eftir. „Ef það fengjust, þó ekki væru nema tuttugu manns, þá kæmi rosaleg samstaða. Það kæmu örugglega nokkur hundruð á eftir þeim,“ segir hann. Beðið eftir áliti nefndar Hallgrímur Guðmundsson, for- maður Framtíðar - Samtaka sjálf- stæðra í sjávarútvegi, tekur í sama streng en bendir á að margir, fé- lagsmenn samtakanna meðal ann- arra, bíði álits mannréttindanefnd- ar Sameinuðu þjóðanna en á því er von um miðjan ágúst. „Ef nefndin verður samkvæm sjálfri sér og sendir þetta beint í hausinn á stjórnvöldum aftur þá fer fjöldi manna af stað,“ segir Hallgrímur. Þá hafa hátt í hundrað undir- skriftir safnast á netinu þar sem lýst er yfir stuðningi við Ásmund og þeim „mannréttindabrotum sem kvótakerfið stendur fyrir,“ er mótmælt. Ásmundur leiðir fjöldahreyfingu  Menn um allt land íhuga að fara að dæmi Ásmundar  „Ef nást 20 manns munu hundruð fylgja í kjölfarið,“ segir skipstjóri Stöðvaður Lögreglan tekur á móti Ásmundi. ➤ Mannréttindanefnd Samein-uðu þjóðanna ályktaði að kvótakerfið væri ósann- gjarnt. Það hygli þeim sem fengu kvótaúthlutun í upp- hafi. ➤ Í svari sjávarútvegsráðherrakemur fram að breytingar á kvótakerfinu sé langtíma- verkefni og verði starfshópi falið það starf. KVÓTAKERFIÐ Mynd/Víkurfréttir STUTT ● Fagna ákvörðun Samfylkingin í S-Þingeyjarsýslu og Norð- urþingi fagnar ákvörðun iðn- aðarráðherra, Össurar Skarp- héðinssonar að framlengja viljayfirlýsingu um hagkvæmn- isathugun álvers við Bakka og hvetja Landsvirkjun til að hraða orkuöflun og Alcoa að flýta framkvæmdum. ● Vilja svipta Landsamband ungra frjálslyndra vill að ís- lenska ríkið verði svipt at- kvæðarétti hjá Sameinuðu þjóðunum þar sem það hafi ekki virt tilmæli mannrétt- indanefndar SÞ að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem brýtur ekki mannréttindi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Hundurinn Dea í norska bæn- um Farsund er bæði með hjartagalla og blindur, en tekst þó að lifa ágætislífi með hjálp eigin blindrahunds, hálfbróður síns Lobo. „Án Lobo hefði Dea ekki náð að bjarga sér eins vel,“ segir eig- andinn. Hann segir Deu leika sér líkt og aðrir hundar með hjálp Lobo, hlaupa um og get- að farið upp og niður tröppur. Blindi hundurinn Dea Með eigin hund SKONDIÐ

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.