24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 23

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 23
24stundir FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 23 Hverfisgötu 6 101 Reykjavík, sími 562 2862 Sumarútsalan 2008 -40% SÍÐAST I DAGU R ÚTSÖLU NNAR www.ynja.is Útsölustaðir: Nana Hólagarði, Esar Húsavík, Smart Vestmannaeyjum, Pex Reyðarfirði, Efnalaug Vopnafjarðar, Heimahornið Stykkishólmi Opnunartími Mán.-fös. 11-18, lau. 11-14 Hamraborg 7 Kópavogur Sími 544 4088 Ný sending frá Vanity Fair Fæst í hvítu, svörtu, gylltu og dökk rauðu Verð 5.490 Frábær verð og gæði – Persónuleg þjónusta Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Frá því í nóvember hafa Steinunn Garðarsdóttir, Brynjar Ingólfsson og Unnur Edda Garðarsdóttir flutt inn kjólinn Emami sem hefur vak- ið mikla athygli hérlendis. Kjóllinn hefur þá sérstöðu umfram aðrar flíkur að hægt er að nota hann á allt að þrjátíu mismunandi vegu, án þess þó að það sjáist að þetta er sama flíkin. Ingvar segir að upp- haflega hafi þau haldið að hægt væri að breyta kjólnum á 17 vegu en nú þekki þau að minnsta kosti 30 mismunandi útgáfur. „Bara um helgina lærðum við tíu nýjar leiðir til að nota kjólinn og við ætlum okkur að búa til gagnabanka þar sem hægt verður að sjá myndir af mismunandi útgáfum kjólsins. Samt er kjóllinn ekki eitthvert tískufyrirbrigði fyrir ákveðinn hóp heldur hentar hann öllum aldurs- hópum.“ Steinunn bætir við að konur í öllum stærðum, grannar og þéttar, geti líka notað kjólinn því hann komi í einni stærð. „Það er framkvæmanlegt vegna þess hve gott efni er í kjólnum en það var mjög flókið að finna réttu efn- isblönduna.“ 24stundir/ValdísThor Kjóll með marga notkunarmöguleika slær í gegn Þrjátíu ólíkar flíkur í einum kjól ➤ Kjóllinn fæst í Gyllta kett-inum í Austurstræti og kostar 13.900 krónur. ➤ Eins er hægt að panta kjólinná vefsíðunni www.kanina.is og www.emamifashion.com. ➤ Kjóllinn er byggður á ind-verskum klæðum, aðallega sarí og klæðnaði munka. ➤ Hægt er að fá kjólinn í allskyns litum en vinsælastir eru svartur, rauður, fjólublár, bleikur og grábrúnn. EMAMIÞótt Emami-kjóllinn virð- ist einfaldur á að líta er hægt að nota hann á margvíslega vegu án þess að sjáist að þetta er einn og sami kjóllinn. Hugmyndin að kjólnum kom frá indverskum klæðum. Margbreytilegur kjóll Steinunn og Brynjar með kjólinn sem hægt er að nýta margvíslega.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.