24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Á fallegum sumarkvöldum leggur grillangan yfir heilu hverfin enda Íslendingar óvenju duglegir að grilla þegar veðrið er gott. Ólafur Gísli Sveinbjörnsson mat- reiðslumaður ætlar af því tilefni að deila með lesendum ljúffengri uppskrift af marineruðum steinbít en hann hefur haft áhuga á mat- argerð frá því að hann var barn. „Það var mikið eldað á mínu æskuheimili enda stórt heimili. Það gerðist allt í eldhúsinu, þar var lært, tekið á vandamálum og svo var alltaf verið að elda og baka þannig að ég var alltaf í hringiðu eldhússins. Það má því segja að skarkali eldhússins hafi verið eðli- legt umhverfishljóð,“ segir Ólafur sem finnst alltaf gaman að elda, ef hráefnið er gott. „Með árunum hef ég sveiflast meira í átt að einfaldari mat. Ef hráefnið er gott þarf ekkert að flækja matseldina og maturinn hittir yfirleitt í mark. Ef eldað er af alúð er maturinn góður.“ Ólafur segist samt ekki eiga sér neinn uppáhaldsmat enda sé hann alæta. „Ég borða allt frá þorramat yfir í ferskt foie gras og útiloka því eng- an mat. Ég elska þorramat á réttu augnabliki, ég borða hann ekki oft en mér finnst hann æðislegur á þorranum. Það er sem sagt staður og stund fyrir allt.“ Marineraður steinbítur með grilluðu eggaldini 600 g steinbítur, roðlaus og beinlaus (einnig má t.d. nota hlýra, skötusel eða stórlúðu) Marinering: 2-3 tsk. saxað, ferskt engifer 1 hvítlauksrif, saxað 1 rauður chili, fræhreinsaður og saxaður 2⁄3 dl sesamolía 1 dl kornolía 2⁄3 dl kókosmjólk úr dós 1 msk. sojasósa 1 límóna, börkur af einni lím- ónu og safinn 1-2 eggaldin Aðferð: Blandið öllu sem á að vera í marineringunni saman í skál og hrærið vel saman. Takið frá smá- hluta af marineringunni fyrir sós- una á eftir. Sneiðið steinbítinn í sneiðar, setjið á fat. Hellið mar- ineringunni yfir fiskinn og veltið honum í blöndunni þar til hún hefur hulið allan fiskinn. Geymið í kæli yfir nótt eða minnst í 2-4 tíma. Sneiðið eggaldin í u.þ.b. hálfs cm sneiðar, leggið á fat og saltið. Látið standa í u.þ.b.10 mín. Þerrið þá allan vökvann af og grillið sneiðarnar á vel heitu grilli til að fá fallegar grillrákir í þær. Grillið síð- an fiskinn á heitu grilli. Leggið sneið af eggaldini á fat, sneið af fiskinum og svo þannig koll af kolli. Setjið grillpinna í hvern fisk- turn til að þeir haldi sér. Sósan: 1 hluti marinering 1 hluti kókosmjólk úr dós 1 msk. saxað ferskt kóríander Blandið öllu vel saman í skál og hellið yfir fiskinn, heitan. Ef sósan á að vera heit, sjóðið þá einn hluta vatn í potti, hellið marineringunni og kókosmjólkinni saman við og þykkið með maizenamjöli. Hrærið saman við fersku kóríander rétt áður en borið er fram. Berið fram með hrísgrjónum, ferskum baunaspírum eða salati og til dæmis mango-chili dip sósu (fæst tilbúið í öllum helstu versl- unum). 24Stundir/G.Rúnar Ólafur Sveinbjörnsson ólst upp í hringiðu eldhússins Maturinn er góður ef eldað er af alúð Ólafur Sveinbjörnsson eyddi miklum tíma í eld- húsinu í æsku enda var það staðurinn sem allt gerðist á. Hann fékk því fljótt áhuga á matseld og kann best að meta ein- faldan mat með góðum hráefnum. Ólafur Sveinbjörnsson: „Ef hráefnið er gott þarf ekk- ert að flækja matseldina og maturinn hittir yfirleitt í mark.“ Eins konar upphitunartónleikar fyrir Þjóðhátíð í Eyjum fara fram á skemmtistaðnum Players í Kópa- vogi á laugardagskvöld. „Þetta er í annað skiptið sem þetta er gert en þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra að við ákváðum að slá til aftur,“ segir Ólafur Bachman, meðlimur í hljómsveitinni Logum. Alvöru Eyjastemning Bæði böndin sem koma fram á tónleikunum á Players verða að spila á litla pallinum í Herjólfsdal en þá er ekki allt upp talið. „Auk okkar í Logum og Tríkot ætlar Árni Johnsen að mæta og hann verður með brekkusöng. Tónleikarnir eru hugsaðir fyrir alla sem búa á höfuðborgarsvæð- inu og vilja hita upp fyrir Þjóðhá- tíð eða komast jafnvel ekki.“ Segir Ólafur að líklega verði farið að telja í um kl. 11 en miðasala fer fram á staðnum. En Logar og Tríkot eru ekki þeir einu sem ætla að taka for- skot á sæluna því hljómsveitin Dans á rósum, sem verður líka að spila á litla pallinum, ætlar að hita upp fyrir Þjóðhátíð í Vélsmiðjunni á Akureyri. Allir brottfluttir Aðspurður segir Ólafur að und- irbúningur sé nú í fullum gangi í Eyjum, en hann verður þó ekki eins var við það og hér áður fyrr. „Við erum reyndar allir brott- fluttir í Logum. Þannig erum við Logar „frá“ Vestmannaeyjum.“ haukurj@24stundir.is Logar, Tríkot og Árni Johnsen hita upp fyrir Þjóðhátíð „Útihátíð“ í Kópavogi Logar „frá“ Eyjum Meðlimir Loga eru allir brottfluttir Eyja- menn en láta sig þó ekki vanta. Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Það er erfitt að segja hvert flestir fara nú því það er mjög misjafnt á milli helga,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðal- varðstjóri lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu. „En til dæmis þegar landsmót hestamanna var haldið var umferðin mikil bæði vestur og suður því það voru líka Írskir dagar á Akranesi, Sniglamót á Lýsuhóli á Snæfells- nesi og svo var einhver uppá- koma í Ólafsvík.“ Hann segir það almennt vera svo að því lengra sem dragi frá Reykjavík því minni verði um- ferðin. Það sé þó ekki algilt því bæir á landsbyggðinni séu dug- legir að hvetja fólk til heimsókn- ar með viðburðum og enn og aftur geti veðrið haft mikil áhrif. „Við fylgjumst með þessum hátíðum og erum í góðu sam- starfi við lögregluna á suðvest- urhorninu og reynum að stilla okkur upp í samræmi við hvert við teljum að straumurinn liggi.“ En hann segir umferðina út úr bænum ekki bara vera þunga á föstudögum. „Vegna aukinnar umferðar höfum við orðið varir við það að þeir sem koma því við leggja jafnvel af stað á miðvikudögum og fimmtudögum og þar af leið- andi minnkar álagið á föstudög- um.“ Þá segir hann að eftir versl- unarmannahelgina dragi jafnan töluvert úr ferðalögum landans en þeir eru þegar farnir að huga að því hvernig best sé að dreifa mannskapnum þá. „Okkar markmið í sum- arumferðinni er að fylgja um- ferðinni út úr höfuðborginni og taka svo á móti henni aftur í lok helgarinnar.“ Umferðarþungi Íslend- ingar eru duglegir að ferðast á sumrin. Flestar sumarhelgar eru miklar ferðahelgar Hvert liggur straumurinn? Það er mjög misjafnt eftir helgum hvert mesta um- ferðin frá höfuðborg- arsvæðinu liggur en veð- urspá og auglýstar bæjarhátíðir virðast hafa mest áhrif þar á.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.