24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 25

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 25
24stundir FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 25 Alla daga frá10til 22 800 5555 Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@24stundir.is Duval er þessa stundina nálægt því að vera í 1.000 sæti á heimslistanum í golfi. Hann sýndi hinsvegar ágæta takta í gær á fyrsta keppnisdegi Opna breska, þar sem hann lék á 73 höggum, þremur yfir pari við erf- iðar aðstæður á Royal Birkdale. Það er kannski líf í „kallinum“ ennþá. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af peningum eftir að hafa önglað saman tæplega 1,3 milljörðum kr. í verðlaunafé á ferlinum. Að auki var hann vinsæll á meðal styrktaraðila á meðan frægðarsól hans skein og fyrirtæki á borð við Nike hafa hald- ið tryggð við kappann alla tíð. Eftir sigur Duval á Opna breska árið 2001 hefur hann lítið getað í golfi. Bakmeiðsli er helsta skýringin á atburðarásinni. Hann var einnig meiddur á úlnlið, hálsi, öxl og þar að auki glímdi Duval við persónu- leg vandamál utan vallar. Frá árinu 2002 hefur hann aldrei náð að enda í einu af 10 efstu sæt- unum á PGA-mótaröðinni. Eftir sigurinn á Opna breska árið 2001 endaði hann í 80. sæti peningalist- ans á PGA-mótaröðinni árið 2002, og ástandið versnaði árið eftir þar sem hann endaði í sæti nr. 213. Reyndar hefur hann ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2001. Það tekur hins vegar enginn sigra og titla frá Duval. Á Bob Hope- meistaramótinu árið 1999 lék hann lokahringinn á 59 höggum og vann upp sjö högga forskot Steve Pate. Duval lék fyrri 9 holurnar á 5 höggum undir pari eða 31 höggi. Á síðari 9 holunum lék hann á 28 höggum eða 8 höggum undir pari. Aðeins þrír kylfingar hafa afrek- að það að leika á 59 höggum á PGA- mótaröðinni, Al Geiberger árið 1977 og Chip Beck árið 1991. Fréttaefni? Það þótti fréttaefni vestanhafs í byrjun júní þegar Duval komst í gegnum niðurskurðinn á Stanford St. Jude-meistaramótinu. Hann hefur aðeins komist í gegnum nið- urskurðinn á einu af alls 12 mótum ársins og hann fékk reyndar um eina milljón kr.í verðlaunafé á því móti þar sem hann endaði í 60. sæti. Hann hefur á undanförnum árum sagt við hátíðleg tækifæri að áhugi hans á golfíþróttinni sé að aukast að nýju. Og árið 2006 sýndi hann gamla takta af og til þar sem hann komst m.a. í gegnum niður- skurðinn á Opna meistaramótinu og Opna bandaríska. Duval er eins og áður segir 36 ára og getur hann gengið að því vísu að fá boð um að leika á Opna breska meistaramótinu næstu 24 árin. Þar til hann verður sextugur. Duval hef- ur lagt áherslu á aðra hluti en golfið á undanförnum árum. Fjölskyldu- lífið hefur haft forgang en Duval eignaðist sitt annað barn með eig- inkonunni á síðasta ári en hún átti tvö börn fyrir. Bob Duval, faðir Davids, var á sínum tíma öflugur kylfingur. Feðg- arnir brutu blað í sögu atvinnumót- araðanna í Bandaríkjunum árið 2002 þegar þeir fögnuðu sigri á at- vinnumóti á sama degi. Það hafði aldrei gerst áður. David Duval sigr- aði á Players-meistaramótinu og Bob Duval fagnaði sigri á Emerald- meistaramótinu á mótaröð eldri kylfinga. Duval hefur haldið keppn- isrétti sínum á PGA-mótaröðinni á undanförnum árum vegna stöðu hans á peningalistanum. Duval er enn á meðal 25 tekjuhæstu á þeim lista frá upphafi og á meðan svo er getur hann sótt um undanþágu og fengið keppnisrétt á PGA-mótum. Rólegur David Duval hefur gaman af því að elda mat og hann nýtur þess að borða – í stað þess að æfa golfíþróttina eins og hann var vanur. Hvað varð um David Duval?  Bandaríski kylfingurinn David Duval hefur ekkert getað í golfi frá því hann fagnaði sigri á Opna breska árið 2001  Duval hefur fallið um 1.000 sæti á heimslistanum Hvað varð um David Du- val? Spurning sem margir hafa reynt að svara á undanförnum árum. Du- val var í efsta sæti heims- listans í golfi í apríl 1999 og hann sigraði á Opna breska meistaramótinu árið 2001 á Royal Lyt- ham-vellinum. Duval hef- ur fallið niður heimslist- ann í golfi eins og steinn og í dag nýtur hann lífs- ins í Denver og hefur engar áhyggjur af keppn- isgolfi. Claret Jug Þetta tekur enginn frá David Duval, sem fagnaði sigri á Opna breska meistaramótinu árið 2001. ➤ Það tekur enginn sigra ogtitla frá Duval. Á Bob Hope- meistaramótinu árið 1999 lék hann lokahringinn á 59 högg- um og vann upp sjö högga forskot Steve Pate. ➤ Duval lék fyrri 9 holurnar á 5höggum undir pari eða 31 höggi. Á síðari 9 holunum lék hann á 28 höggum eða 8 höggum undir pari. Aðeins þrír kylfingar hafa af- rekað það að leika á 59 högg- um á PGA-mótaröðinni, Al Geiberger árið 1977 og Chip Beck árið 1991. Á 13 HÖGGUM UNDIR PARI ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a David Duval var betri en Tiger Woods árið 1999 í golfi en eftir sigur Duval á Opna breska meist- aramótinu árið 2001 hefur hann ekki náð að landa sigri á atvinnumóti.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.