24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 27 Tónlistarveisla LungA Bang Gang, Bloodgroup, Dísa & Mosez Hightowers og FM Belfast koma fram á Tón- listarveislu listahátíðarinnar LungA á laug- ardagskvöld. Tónleikarnir fara fram í Herðu- breið og verður húsið opnað kl. 18. Að tónleikum loknum sjá hinir heimsþekktu plötusnúðar Trentemöller og Kasper Bjorke um stuðið. Verandarblús í Ketilhúsi Hljómsveitin Veröndin býður gestum Ket- ilhússins á Akureyri til blúsveislu á sunnu- dagskvöld kl. 20. Hljómsveitina skipa engir aukvisar en um gítarleik sjá Björgvin Gísla- son og Halldór Bragason og Róbert Þórhalls- son plokkar bassann. Miðaverð er 1.900 kr. og er hægt að kaupa miða á www.midi.is og við innganginn. Aftur í tímann Miðaldastemning ríkir á Gásum við Eyja- fjörð dagana 19. og 20. júlí kl. 11-17. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að upplifa starfshætti og menningu síðmiðalda. Kaup- menn og handverksfólk, íklætt miðalda- klæðnaði, verður að störfum. Miðaldasöng- ur að hætti sönghópsins Hymnodiu hljómar og Friðrik V. eldar súpu í miðaldastíl. Harmonikkuspil á Árbæjarsafni Hin árlega hamonikuhátíð Reykjavíkur verður haldin í Árbæjarsafni sunnudaginn 20. júlí. Þar gefst fólki einstakt tækifæri til að koma í návígi við suma af bestu og þekktustu harmonikuleikara þjóðarinnar svo sem Braga Hlíðberg, Karl Jónatansson og Reyni Jónasson. Hátíðin hefur notið sívaxandi vin- sælda á undanförnum árum og er einn fjöl- sóttasti viðburður safnsins. Það besta í bænum Bloodgroup Ungir og hæfi- leikaríkir tónlistarmenn koma fram á Tónlistarveislu LungA á Seyðisfirði. Kátir dagar á Þórshöfn hófust í gær og standa fram á sunnudag. Þar er boðið upp á fjölbreytta dagskrá fyrir fólk á öllum aldri. Í dag verður til að mynda keppt í kassabílarallíi og haldin veiði- keppni. Þá halda systkinin Ómar, Óskar og Ingibjörg Guðjónsbörn djasstónleika og hljómsveitin Dalton leikur síðan fram eftir nóttu á skemmtistaðnum Eyr- inni. Aflraunakeppnin Langanesvík- ingurinn verður á sínum stað og fer fyrri hluti hennar fram á laug- ardegi en sá seinni á sunnudegi. Kátir dagar á Þórshöfn Fuglahræðukeppni og dorg- veiðikeppni eru meðal dag- skrárliða á árlegri Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem fram fer laug- ardaginn 19. júlí. Ljósmynda- og myndlistarsýningar verða opn- aðar í tilefni dagsins og boðið upp á siglingar til Grímseyjar þar sem hægt er að njóta kyrrðar og náttúrufegurðar. Sælkerar fá einnig sitt hvað fyrir sinn snúð á hátíðinni en boðið verður upp á sjávarréttasmakk við Fiskvinnsluna við undirleik Kristjáns Magnússonar harm- óníkuleikara. Nánari upplýsingar má nálgast á www.strandir.is. Dorgveiði og fuglahræður Hinn árlegi búningadagur verður haldinn í Norska húsinu í Stykk- ishólmi laugardaginn 19. júlí. Öllum konum og körlum sem mæta í íslenskum þjóðbúningi er boðið í kaffi í betri stofunni hjá Önnu Thorlacius kl. 14-16. Þá verða sýndir tveir kirtilbúningar sem Kvenfélagið Hringurinn á og fjallkonur Stykkishólms hafa skrýðst á þjóðhátíðardaginn. All- ir eru hjartanlega velkomnir í Norska húsið á laugardag. Búningadagur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.