24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 24

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir KYNNING Það styttist í verslunarmannahelgina og unga fólkið er þegar farið að fata sig upp fyrir ferðamannahelg- ina miklu. Í ár virðast þykkar og góðar hettupeysur og dökkar gallabuxur vera einna vinsælast. Sindri Rafn Þrastarson hjá Deres segir að nauðsynlegt sé að klæða sig eftir veðri, auk þess að líta vel út. „Hettupeysur eru vinsælar hjá strákunum fyrir verslunarmannahelgina því það getur orðið svolítið kalt, sérstaklega á kvöldin. Ef fólk er að fara á útihá- tíð þá verður það að klæða sig eftir því en flestir vilja vitanlega geta skemmt sér auk þess að líta vel út allt kvöldið. Þá er best að vera í einhverju þægi- legu og það er líka mikilvægt að vera í einhverjum töff regnjakka, en við erum með nóg af þeim.“ Sindri segir að sömuleiðis velji strákarnir helst dökkar gallabuxur við hettupeysurnar sem eru lit- ríkar og fallegar í ár. Þægilegar joggingbuxur Tískan hjá stúlkunum er svipuð að sögn Lindu Borg Arnardóttur hjá Deres. „Við erum með mjög mik- ið af vindjökkum og hettupeysum. Margir hafa líka keypt joggingbuxur frá Adidas og Everlast til að nota um verslunarmannahelgina en þær eru léttar og þægi- legar. Dökku gallabuxurnar eru líka alltaf vinsælar,“ segir Linda og bætir við að hettupeysurnar séu til í alls kyns litum. „Svartur er alltaf vinsæll en svo eru bleikur, grænn og grár líka vinsælir.“ Sandra Ögn Agnarsdóttir hjá Sparkz staðfestir að hettupeysurnar séu mjög vinsælar fyrir verslunar- mannahelgina og sérstaklega þykku Sparkz-hettupeys- urnar. „Sparkz-hettupeysurnar, sem eru þykkar og með háum kraga, eru vinsælar núna enda eru þær mjög flottar. Það má vitanlega engum vera kalt í útilegunni,“ segir Sandra og hlær. „Það er mikið um að fólk sé þegar farið að versla fyrir verslunarmannahelgina og það vill þá hlý föt sem henta fyrir tjaldútileguna. Við erum til dæmis með þykkar joggingbuxur frá Everlast sem hafa verið vinsælar og stelpur hafa keypt mikið af þeim fyrir verslunarmannahelgina. Við erum líka með flotta her- mannajakka sem hafa verið mjög vinsælir.“ svanhvit@24stundir.is Hvað er heitast fyrir verslunarmannahelgina? Þykkar hettupeysur og gallabuxur Sparkz Hlýtt og þægilegt. Deres Vel klædd fyrir útileguna. Deres Hettupeysurnar eru vinsælar. KYNNING Ostabúðin á Bitruhálsi er falleg sælkeraverslun sem býður eitt breiðasta úrval íslenskra og er- lendra osta sem völ er á í landinu. Osturinn er í aðalhlutverki en í versluninni má einnig finna gjafa- vörur, sultur, pesto og chutney svo eitthvað sé nefnt. „Það hefur verið nóg um að vera hjá okkur upp á síðkastið og marg- ir sem eru á leið í sumarbústað eða veiðiferðir sem koma og kaupa sér ost til að taka með sér. Það er til mikið af skemmtilegum ostum hjá okkur núna sem tilvalið er að nota í matargerð, t.d. Hallumi-osturinn frá Kýpur sem er mjög gott að setja inn í kjúklingabringur og grilla. Eins er hægt að grilla ostinn einan sér eða þræða hann upp á pinna með grænmeti en hann heldur al- veg sínu formi á grillinu og verður stökkur að utan. Það er líka til nóg af gjafavörum í versluninni sem við pökkum í fallegar strákörfur þannig að þær eru tilvaldar í laut- arferðir. Falleg grillsett í bastkörfu eru líka til með grilltöngum og öðrum nauðsynlegum áhöldum. Til að leggja fallega á borð í sum- arbústaðnum eigum við svo til skemmtilega dúka og hör- servíettur,“ segir Eirný Sigurð- ardóttir í Ostabúðinni. Óhræddir við nýjungar Eirný segir að í versluninni sé lögð áhersla á veglegt ostaborð með ostum víðs vegar að, t.d. frá Bretlandi, Hollandi og Spáni og að við valið sé reynt að blanda saman ostum sem fólk þekki eins og Gouda og Primadonna við nýja osta. Íslendingar eru ung þjóð í ostagerðargeiranum en Eirný segir Íslendinga ófeimna við að kynna sér og smakka nýja osta. Vöruúr- valið má skoða á www.ostar.is. maria@24stundir.is Íslendingar óhræddir við nýja osta Hallumi góður á grillið Veislukostur Ostur og meðlæti er alltaf gott í veisluna eða bara heima við. KYNNING Það getur verið erfitt að finna falleg sundföt fyrir konur, sérstaklega ef þær nota stærri stærðir. Í versl- uninni Sigurboganum á Laugaveg- inum má þó fá sundföt í stærðum 36-54 og Kristín Einarsdóttir eig- andi segir sundfötin hafa verið mjög vinsæl. „Það er kannski ekki síst vegna þess að Anita-sundfötin eru sérstaklega klæðileg enda um þýska hágæðavöru að ræða. Sund- fötin eru gerð fyrir konur og sniðin eru þannig að þau forma líkamann. Það er frábært snið á öllum sund- fötunum en þau leiða öll að sama markinu, að gera sundfötin þannig að konum líði sem best í þeim og þau komi sem best út á þeim. Við erum til dæmis með Anita Care- línuna, sem er fyrir konur sem hafa misst brjóstið og nota gelbrjóst,“ segir Kristín og bætir við að Tank- ini hafi verið mjög vinsælt í sumar ásamt hefðbundnum sundbolum. „Kosturinn við Tankini er að í einu setti sameinast sundbolur og bik- iní. Það er því lítið mál að bretta upp bolinn þegar legið er í sólbaði og hann er svo tekinn niður þegar staðið er upp.“ svanhvit@24stundir.is Falleg sundföt í stærðum 36-54 Klæðilegir sundbolir á allar konur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.