24 stundir - 18.07.2008, Side 40
24stundir
? Rigningarúðinn á Sólbakka náði ekkiað slökkva í eldmessu Ásmundar Stef-ánssonar, þegar bautasteinn í minninguEinars Odds Kristjánssonar var afhjúp-aður á laugardaginn. Ásmundur leit aldr-ei á blöðin meðan hann þrumaði yfir við-stöddum – þarna var hálf ríkisstjórn,foringjar launþega og atvinnurekenda,
heimamenn, gestir allskonar og alþýðu-
piltur af Ströndum. Ræða Ásmundar var í
anda kempunnar Einars: Áskorun um
nýja þjóðarsátt. Ný þjóðarsátt verður ekki
mynduð á sömu forsendum og 1990. Þá
voru kveðnar í kútinn sjálfvirkar hækk-
anir launa og verðlags, sem höfðu valdið
óðaverðbólgu og gert krónuna að athlægi.
Vandinn er annar núna, og stjórnvöld,
verkalýðsforysta og atvinnurekendur geta
ekki tekist á við hann allan. Vandinn er
nefnilega hjá okkur sjálfum, hverju og
einu. Við slógum hvert metið á fætur
öðru í vöruskiptahalla – með taumlausri
neyslu og græðgi. Og hver lét ekki táld-
ragast af sírenusöng bankanna, sem af-
greiddu peninga eftir pöntunum? Ný
þjóðarsátt verður að snúast um viðhorf
okkar, þarfir, væntingar. Fyrsta boðorð
getur verið: Við þurfum ekki allt þetta
dót. Einar Oddur sá hættuskýin fyrir
löngu, en talaði fyrir daufum eyrum.
Annað stórmál var honum hugleikið síð-
ustu árin: Sátt þéttbýlis og landsbyggðar.
Lítil þjóð hefur ekki efni á því að skipta í
lið. Og ef sveitirnar fara í eyði munu sjáv-
arbyggðirnar visna, uns borgríkið á suð-
vesturhorninu verður eitt eftir. Og það vill
enginn. Megi blessuð ríkisstjórnin, og við
öll, sækja innblástur í eldmessu Ásmund-
ar og arfleifð Einars.
Innblástur að vestan
Hrafn Jökulsson
var á Sólbakka.
YFIR STRIKIÐ
Þjóðarsátt?
24 LÍFIÐ
Kvikmyndin Deception stendur
ekki undir nafni að mati gagnrýn-
anda 24 stunda. Hann
lét alltént ekki blekkjast.
Hvern er verið að
blekkja?
»34
Merzedes Club hyggur á land-
vinninga í Portúgal. Sveitin spil-
ar á Club Kiss í Albu-
feira.
Merzedes Club til
Portúgals
»34
Um helgina opnar tívolí í Hafn-
arfirði af tilefni 100 ára afmælis
bæjarins. Í boði eru ný
og spennandi leiktæki.
Tívolí að Ásvöllum í
Hafnarfirði
»35
● Forsýning
Gísli Einarsson er
eigandi Nexus,
sem heldur for-
sýningu á nýjustu
Batman-myndinni
á mánudag. „Hún
verður sýnd
klukkan 22.20, án
hlés og texta, enda myndir gerðar
til þess. Forsala miða hófst á mið-
vikudag en þá má nálgast í Nexus á
Hverfisgötu 103 og kosta þeir 1.700
kall. Sjálfur hef ég séð myndina og
mæli óspart með henni, enda afar
raunsæ og flott. Þá er Heath Ledger
frábær og fær vafalaust óskarstiln-
efningu,“ segir Gísli, sem ætlar að
sjá hana aftur.
● Matar ekki
ráðherrann
„Annað starfið er
auðvitað launað
en hitt ekki en
báðir eru þetta
menn sem hafa
náð góðum ár-
angri, hvor á sín-
um vettvangi,“ segir Gréta Ing-
þórsdóttir sem var Benedikt
Hjartarsyni til aðstoðar þegar hann
synti yfir Ermarsund á dögunum.
Hún er hins vegar í fullu starfi sem
aðstoðarmaður Geirs Haarde. Hún
segir bæði störfin mjög ánægjuleg
en segist þó ekki hafa þurft að
mata forsætisráðherrann með
veiðistöng.
● Flugdreki og
rúm á Aust-
urvelli „Upp-
haflega vildi ég
gera loftbelg en
þetta var svona
málamiðlun,“ seg-
ir Snædís Ylfa
Ólafsdóttir, sjálf-
boðaliði hjá skiptinemasamtök-
unum AFS, en í fyrramálið mun
skiptinemi dveljast í rúmi á Aust-
urvelli frá kl. 10 og fram eftir degi í
þeim tilgangi að afla fósturfjöl-
skyldna fyrir skiptinema sem koma
hingað í vetur. Er von á 48 ein-
staklingum til landsins og hafa þeir
aldrei verið fleiri.
Ritstjórn
Sími: 510 3700
ritstjorn@24stundir.is
Auglýsingar
Sími: 510 3700
auglysingar@24stundir.is
Hvað ætlar þú að
gera í dag?
- kemur þér við
aðeins þessa helgi
FULLUR GÁMUR AF
MONGOOSE ALVÖRU
FJALLAHJÓLUM
Bestu tilboðin klárast fyrst!
ÓTRÚLEG VERÐ
GÁMASALA UMHELGINA!!!
WWW.GAP.IS
15
%
AF
SL
ÁT
TU
R
AF
ÖL
LU
M
ÖÐ
RU
M
VÖ
RU
M
Í B
ÚÐ
IN
NI
ALVÖ
RU FJ
ALLA
HJÓL
Hörkuhjól með læsanlegum
framdempara
og vökva diskabremsum.
Mongoose Tyax Super
ALLT AÐ
60%
AFSLÁTTUR