24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@24stundir.is Nýskráningar nýrra ökutækja hafa verið töluvert færri það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þetta á jafnt við um fólksbifreiðar og aðrar bifreiðar. Ekki er hins veg- ar að sjá að miklar breytingar hafi orðið á því hvaða bílategundir landsmenn eru að kaupa, sam- kvæmt nýskráningum hjá Umferð- arstofu. Bílasalar sem haft var sam- band við segjast þó merkja að fleiri og fleiri séu farnir að huga að spar- neytnari bifreiðum en áður. Svipaður fjöldi og 2004 Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu hafa samtals verið nýskráð liðlega 8.700 ný ökutæki hér á landi á þessu ári til 16. júlí s.l. Þar af eru tæplega 7.500 fólksbif- reiðar og liðlega 1.200 önnur öku- tæki. Ef framhaldið á árinu verður svipað og til þessa má gera ráð fyrir að heildarfjöldi nýskráðra nýrra ökutækja fyrir árið í heild verði svipaður og var á árinu 2004. Sævar Jökull Solheim, verkefna- stjóri á upplýsingasviði Umferðar- stofu, segir að nýskráningum allra ökutækja hafi fækkað um tæp 16% á tímabilinu frá áramótum og til 16. júlí á þessu ári í samanburði við sama tímabil í fyrra. Fækkunin sé eilítið meiri þegar litið sé til fólks- bifreiða eingöngu, eða um 16,5%. Þá segir hann að meðalþyngd ný- skráðra fólksbifreiða hafi lækkað nokkuð milli ára, eða úr 1.610 kg á síðasta ári í 1.546 kg á þessu ári. „Ef við skoðum hins vegar með- alþyngd nýskráðra fólksbifreiða á síðustu vikum, þ.e. á tímabilinu frá 1. maí til 16. júlí, í samanburði við sama tímabil í fyrra, þá hefur hún lækkað úr 1.521 kg í 1.485 kg. Hins vegar er enginn sjáanlegur munur á söluhæstu fólksbifreiðunum á milli ára. Mikill samdráttur hefur verið í bílasölu víða um heim á undan- förnum mánuðum. Þetta á til dæmis jafnt við vestan Atlantsála og austan, þó undantekningar séu til. Er ástæðan rakin til efnahags- ástandsins og eldsneytisverðsins. Þá er almennt talað um að al- menningur sé í ríkara mæli en áð- ur farinn að snúa sér að litlum og sparneytnum bílum. Frá þessu er til að mynda greint í frétt í New York Times í gær. Þar segir að al- menningur í Bandaríkjunum, jafnt þeir sem hafi ekki mikið á milli handanna sem og hinir efnameiri, séu að kaupa sparneytna bíla. Hins vegar leyfi margir sér í staðinn að kaupa ýmsan aukabúnað sem bíla- umboðin bjóði upp á, sem hafi alla jafna verið bundinn við lúxusbíl- ana til þessa, en ekki lengur. Nýskráningum ökutækja fækkar  Bílasalar segja að fleiri skoði nú kosti þess að kaupa sparneytnar bifreiðar en áður Færri bifreiðar Sala á nýjum bif- reiðum hefur dregist saman hér á landi eins og víða í nágrannalönd- unum að undanförnu vegna efna- hagsástandsins og hækkunar á eldsneytisverði. ➤ Nýskráðar fólksbifreiðar frááramótum til 16. júlí í ár voru 16,5% færri en á sama tíma- bili í fyrra. ➤ Um 14 þúsund nýjar fólks-bifreiðar voru skráðar árið 2004, um 18 þúsund 2005, um 17 þúsund 2006, um 16 þúsund 2007 en tæplega 7.500 til 16. júlí á þessu ári. NÝSKRÁNINGAR MARKAÐURINN Í GÆR ● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,43% í viðskiptum gærdagsins og stóð í 4.157,48 stig- um við lokun markaða. ● Heildarvelta í Kauphöllinni nam tæpum 20 milljörðum króna í gær, mest með skuldabréf eða fyrir 17,9 milljarða. Velta á hluta- bréfamarkaði nam hins vegar rúmum 2 milljörðum króna. Mest voru viðskipti með bréf Kaupþings, eða fyrir 588 millj- ónir króna og þar á eftir voru við- skipti með bréf 568 milljónir. ● Mest var hækkunin á bréfum Exista, eða um 4,80% og Atlantic Airways, um 4,56%. Þá hækkuðu bréf SPRON um 3,33%. ● Bréf Alfesca voru hins vegar ein til að lækka í verði í viðskiptum gærdagsins og nam lækkunin 0,29%.              !" #$$%                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  01 2     345    61    '    '7.   .8 1  *9 / 01, , :  ,      ; 1    ;     ,/  !  "                                                  :,   0 , <   " & > ?@> 44> + ABB 4AA A3> CD A>4 5>> 54D A>C @C5 >A? C>5 >4 B>> ??@ 5DD AA? A34 3BA B?5 43@ AA 344 BBC 3 5DB 3?? 44 @53 D3D A A?4 A@B C 5D5 D@3 + @5@ @D> BDC DB? > DCB 3?A ADB A@5 >4D + + + BA 4@? ??? + + 4ED4 5E45 >BE@? 4E33 A5E?? ABE3? A4E55 @A4E?? >3E?? D4E>? 3E?? CE5A AE55 D4EC? + AC5E?? ABC5E?? >??E?? A3DE5? + + + B545E?? A?E?? + 4ECA 5E@? >BEC5 4E34 A5EA? ABE5? A4E@5 @ADE?? >3EA5 D4ED? 3EAA CE5@ AE5@ D@E@? AE>? ACDE?? A5??E?? >?3E?? ABAE?? >>E?? + DE5? B44?E?? + 5E5? ./  ,  3 + 3B 3C B3 B 5 BB 34 5 3 A> B 3 + > A 4 A? + + + 3 + + F  , , A@ @ >??D A4 @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D C @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A@ @ >??D A4 @ >??D 4 A> >??@ 3 4 >??D A@ @ >??D A5 @ >??D @ 3 >??D Niðursveiflan vegna láns- fjárkreppunnar hefur ekki verið eins kröpp og upphaflega var ótt- ast að mati Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Sjóðurinn væntir nú 4,1% vaxtar í hagkerfum heims- ins í ár, sem er öllu meira en fyrri spár höfðu gert ráð fyrir. Engu að síður spáir sjóðurinn því að stað- an verði áfram erfið. bó Niðursveiflan minni en ætlað ÞJÓRFÉ, sem viðskiptavinir breskra veitingahúsa skilja eftir til handa þjónustufólki, kemst ekki alltaf til skila, en veitinga- húsin nýta sér gjafirnar til að bæta afkomu fyrirtækjanna. Í rannsókn breska blaðsins Indep- endent kom í ljós að sumar veit- ingahúsakeðjur halda eftir hluta þjórfjárins og aðrar greiða lægri laun en ella, sem lítur vel út í bókhaldinu, og er þjórféð látið brúa bilið milli skráðra og greiddra launa. bó Þjórféð haft af starfsfólki Álverð, sem hækkað hefur töluvert und- anfarna mánuði, kann að taka stökk upp á við komi til verkfalls í báxít- og súráls- verksmiðjum á Jamaíka, en súrál er unnið í ál í álverum eins og þeim íslensku. Verkfallið getur hafist á mánu- dag, verði kröfum ekki mætt. bó Verkfall í súráls- iðnaði Jamaíka FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Meðalþyngd nýskráðra fólks- bifreiða hefur lækkað nokkuð milli ára, eða úr 1.610 kg á síðasta ári í 1.546 kg á þessu ári. SALA JPY 0,7350 -2,55% EUR 122,88 -1,57% GVT 157,01 -1,54% SALA USD 77,31 -1,41% GBP 154,88 -1,40% DKK 16,472 -1,59% Haraldur Haraldsson, markaðsstjóri B&L, segir að starfsmenn fyrirtækisins verði varir við það að fólk sé almennt farið að spá meira í hvað bílar eyða miklu eldsneyti en áður. Þetta atriði hafi skipt flesta miklu máli áður en eldsneyt- isverð fór að hækka jafn mikið og raun ber vitni á þessu ári, auk þátta eins og öryggis og þeirra eiginleika sem bifreiðarnar búa yfir. Svo sé hins vegar að sjá sem eyðslan vegi þyngra nú en áður. Það eigi jafnt við um þá sem eru að kaupa spar- Bifreiðakaupendur að vakna til vitundar í kjölfar hækkunar á eldsneytisverði Eyðslan vegur þyngra nú en áður neytna bíla og þá sem kaupa dýrari bíla. „Það virðist loksins, nú þegar bensínið er orðið þetta dýr, að við séum að vakna,“ segir Haraldur. Vakning varðandi tvinnbílinn Sigurður B. Stefánsson, ráðgjafi hjá nýjum bílum Toyota, segir að almennt hafi lítil breyting orðið á því hvernig bifreiðar viðskiptavinir fyr- irtækisins hafi verið að kaupa. Það sé helst að þeir sem aki mikið um á höfuðborgarsvæðinu hugi að því hvað bílarnir eyði miklu eldsneyti. „Hins vegar er því ekki að neita að það hefur orðið nokkur vakning varðandi tvinnbílinn Toyota Prius, sem sameinar rafmagn og bensín. Því má segja að þar komi að einhverju leyti fram aukinn áhugi almennings fyrir sparneytnari bíl- um,“ segir Sigurður. 25% AFSLÁTTUR SUMARTILBOÐ ® - Lifið heil

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.