24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Björg Eva Erlendsdóttir
Magnús Halldórsson
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is,
Prentun: Landsprent ehf.
Fréttastofa Stöðvar 2 gerði nýlega skoðanakönnun þar sem fólk var
spurt hvort það treysti Geir H. Haarde forsætisráðherra til þess að stýra Ís-
landi út úr kreppunni sem nú stendur yfir. Niðurstaðan var ekki Geir í
hag; 47 prósent sögðust ekki treysta honum til þess, 29 prósent hvorki vel
né illa en 25 prósent sögðust treysta honum.
Vegna þess hver undirrót kreppunnar er, hefði verið hægt að spyrja fólk
að því hvort það treysti George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, til þess að
stýra Íslandi – og öðrum þjóðum heimsins – út úr kreppunni. Undirrót
lausafjárkreppunnar er í Bandaríkjunum og hún er stærsta ástæða nið-
ursveiflu hér sem annars staðar. Á meðan vandamál verða fyrir hendi í
Bandaríkjunum verða þau fyrir hendi víðar. Það er kjarni málsins. Nýleg
bók Nóbelsverðlaunahagfræðingsins Joseph E. Stiglitz og Lindu J. Bilmes,
prófessors við Harvard, gefur tilefni til þess að Bush sé ekki treystandi til
þess að leysa úr kreppunni. Bókin, The Three Trillion Dollar War (Þriggja
billjóna stríðið), fjallar öðru fremur um afleiðingar innrásarinnar í Írak
fyrir bandarískan efnahag. Niðurstaða hagfræðinganna er sú að kostn-
aðurinn fram að útgáfudegi bókarinnar í vor sé ævintýralegur; rúmlega
þrjár billjónir dollara, eða um 231 þúsund milljarðar íslenskra króna.
Ein alvarlegasta afleiðing innrásarinnar að mati höfundanna er lausa-
fjárkreppan, sú hin sama og Stöð 2 spurði fólk um hvort Geir gæti stýrt
okkur út úr. Hún er einnig afleiðing af hagstjórnarmistökum ríkisstjórnar
Bush, sem undirverðlagði áhættu á lánsfé til að minnka skammtímaáhrif
af fjáraustri á skattfé í hernaðaraðgerðir í Írak, samkvæmt mati Stiglitz og
Bilmes. Undir þetta mat þeirra hafa fjölmargir hagfræðingar tekið. Fölsk
áhætta gerði það svo að verkum að útlánasjóðir í Bandaríkjunum gerðu
stórkostleg lánamistök. Ekki verður lítið gert úr stórum mistökum for-
svarsmanna útlánasjóðanna, en aðstæður sem þeim
voru skapaðar af ríkisstjórn Bush skiptu sköpum. Því
er ábyrgðin á herðum Bush að stórum hluta, sam-
kvæmt Stiglitz og Blimes. Pólitískur stuðningur þjóða
– þar á meðal Íslands – við innrásina í Írak er því ekki
bara átakanlegur í ljósi afleiðinga fyrir fólk í Írak og
pólitískt landslag í heiminum öllum, sem innrásin
virðist einungis hafa haft neikvæð áhrif á, heldur
einnig á hagkerfi þjóða heimsins.
Þó séríslensk hagstjórnarvandamál séu fjölmörg,
og úr þeim megi ekki gera lítið, þá verður niðursveifl-
an í Bandaríkjunum – og afleidd vandamál víða –
ekki færð á herðar Geirs. Hún er að stórum hluta á
borði Bush, eins og svo margt annað.
Bush og Geir
Ég hef áður sagt það að hafi sjálf-
stæðismenn hjarta, hljóta þeir að
taka sönsum því það er ekki hægt
að horfa upp á gjaldþrot þúsunda
einstaklinga
vegna okurvaxt-
anna sem þjóna
einungis erlend-
um krónu-
bréfafjárfestum.
Hafi þeir heila
hljóta þeir að við-
urkenna að evra
verður ekki tekin
upp á annan hátt en með aðild að
Evrópusambandinu og það er
hvort sem er verk sem aðeins á
eftir að reka smiðshöggið á. Því
lengur sem sjálfstæðismenn
draga þessa ákvörðun því meiri
líkur eru á hruni íslensks efna-
hags, klofningi Sjálfstæðisflokks-
ins …
Árni Snævarr
arni.eyjan.is
Taki sönsum
Einhver óþekktur íslenskur gaur
á sjötugsaldri er í tygjum við
stelpu innan við tvítugt. Hann er
ógeð og barnaperri. Hugh Hefn-
er, sem er rúm-
lega áttræður, er í
tygjum við þrjár
kvensur (já, og
sjálfsagt fleiri)
sem eru 22, 29 og
35 ára. Hann er
ógeð og perri.
Ronnie Wood,
sem er á sjötugs-
aldri, stingur af frá konunni sinni
í fylliríssvallferð til Írlands með
18 eða 19 ára stelpu. Hann er ekki
ógeð og barnaperri. Hann er
krútt eða í mesta lagi með hallær-
islega klippingu og allir dauð-
öfunda Íslending sem segist hafa
hitt hann á kaffihúsi í útlandinu.
Nanna Rögnvaldardóttir
nannar.blogspot.com
Krútt eða perri
Sennilega er Hafnarfjörður næst-
fallegasti bær á Íslandi á eftir
Hveragerði. Það er einkum út af
bæjarstæðinu, bærinn byggður í
slakka utanum
fjörð, ekki bara
einhvern veginn
upp í landið eins
og t.d. Þorláks-
höfn, Akranes
eða Kópavogur.
Staðir sem byggj-
ast eðlilega upp,
smátt og smátt
t.d. í kringum höfn verða svo fal-
legir og eðlilegir. Ég nefni Osló og
Hafnarfjörð og bæina í Fær-
eyjum, Vestmanna t.d. Allt of fáir
íslenskir staðir standa fyrir botni
fjarða. Standa yfirleitt utarlega
eða fyrir miðju og þá öðrum
megin fjarðar byggðir upp með
það í huga að stutt sé á miðin.
Baldur Kristjánsson
baldurkr.blog.is
Flottur bær
Magnús
Halldórsson
magnush@24stundir.is
Óánægja með eigin líkamsþyngd og megr-
unarárátta er alvarlegt vandamál á Íslandi
og er ekki aðeins bundið við unglingana, samanber
frétt 24 stunda í gær. Í landskönnun á mataræði Íslend-
inga sem gerð var á vegum Manneldisráðs/Lýð-
heilsustöðvar 2002 kom í ljós að á meðal þeirra kvenna
(15-80 ára) sem voru í kjörþyngd var þriðja hver kona
ósátt við líkamsþyngd sína eða að reyna að grenna sig.
Konur á öllum aldri virðast finna fyrir utanaðkomandi
þrýstingi um að vera sem grennstar. Þvert á það sem
kannski hefði mátt halda leiddi megrunin síður en svo
til skynsamlegra fæðuvals. Ósáttu konurnar borðuðu
meðal annars trefjasnauðara fæði með meiri sykri en
þær sem ekki voru uppteknar af þyngdinni. Nauðsyn-
legt er að bæði foreldrar og skóli og helst samfélagið
allt bregðist við og stuðli að því að viðhorf til holdafars
færist í heilbrigðari átt. Með markvissri og upp-
byggilegri fræðslu sem ýti undir heilbrigða sýn og já-
kvætt og uppbyggilegt viðhorf til eigin líkama, sam-
hliða umhverfi sem stuðlar að heilsusamlegum
lífsháttum bæði með hollri næringu og daglegri hreyf-
ingu má vinna á móti megrunaráráttunni á sama tíma
og tekist er á við vandamál offitu. Það má ekki gleyma
því að foreldrar eru sterkustu fyrirmyndirnar og for-
eldrar í sífelldri megrun ýta undir að börnunum finnist
þau líka þurfa að megra sig.
Mikilvægt er að skýrt komi fram í umræðu um offitu
að vandinn liggur ekki í útlitinu eða fordómum gagn-
vart mikilli líkamsþyngd heldur þeim heilsufarskvillum
sem fylgja. Kjörþyngdarbilið er hins vegar breitt og þar
eru lífslíkur mestar samhliða minnstri áhættu á sjúk-
dómum sem bæði geta fylgt því að vera vannærður og
ofalinn. Neikvæð heilsufarsleg áhrif af
því að fara niður fyrir kjörþyngd eru
veruleg og í sjálfu sér er betra að hafa
nokkur umframkíló en að vera mjög
léttur með tilliti til heilsunnar, að því
gefnu að maður borði skynsamlega og
hreyfi sig svo til daglega. Munurinn á
ofþyngd annars vegar og offitu, sem
er heilsufarsvandi, þarf að verða skýr-
ari í allri umfjöllun um holdafar.
Höfundur er lektor í næringarfræði
við menntavísindasvið HÍ
Skýr umfjöllun um holdafar
ÁLIT
Anna Sigríður
Ólafsdóttir
annaso@hi.is
BLOGGARINN