24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 18.07.2008, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 2008 24stundir Pantaðu núna á www.oryggi.is Prófaðu Heimaöryggi í sumar – án endurgjalds • Þú prófar í 2 mánuði, engin krafa um framhaldsviðskipti. • Heimaöryggi felur í sér innbrotsvörn, útkallsþjónustu, brunaviðvörun og vatnsviðvörun. • Tilboðið gildir til 15. ágúst 2008, gríptu tækifærið núna. Í boði á þeim þéttbýlisstöðum landsins þar sem Öryggismiðstöðin hefur þjónustuaðila og sinnir útkallsþjónustu. Hver vaktar þitt heimili? „Ég sé ekkert athugavert við að sveitarfélög leggi sitt af mörkum fyrir íbúa sína, í öryggis- málum eins og öðrum málum, og ekki eðlis- munur á því og samningum einkaaðila við ör- yggisfyrirtæki,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra. Bæjarstjórnir Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar hafa ákveðið að leita tilboða einkafyrirtækja í hverfagæslu í bæj- unum. Þá hafa miðborgarþjónar verið á vakt í mið- borg Reykjavíkur undanfarnar helgar. Á sama tíma hefur mannekla hjá lögreglunni verið gagnrýnd. Tekist á í borgarráði Minnihluti borgarráðs Reykjavíkur gagn- rýndi á fundi ráðsins í gær að löggæsla í mið- borginni hafi ekki verið aukin en endurtók fyr- irspurn síðan í byrjun júlí þar sem segir: „Óskað er eftir því að kannað verði hvernig þróun mannafla lögreglunnar á miðborgarvakt hefur orðið frá því síðasta sumar en síðasta haust var kynnt að sýnileg löggæsla yrði efld í miðborg- inni.“ Borgarstjóri vísar gagnrýninni á bug sem ósannindum eða öfugmælum. Ólafur F. Magnússon á í dag fund með Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra um aukna sýni- lega löggæslu í miðborginni um helgar. fifa@24stundir.is Tekist á í borgarráði um hver eigi að gæta bróður síns Ekkert að hverfagæslu einkafyrirtækja ➤ 15-16 lögreglumenn eru á vakt á virkumdögum. ➤ Þeir eru 25 um helgar en þyrftu að vera um35 til að geta sinnt öllum verkefnum. OF FÁAR LÖGGUR 24stundir/Júlíus Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Þetta var ævintýri, það voru allir að ganga þetta fjall í fyrsta skipti nema ég,“ segir Einar Stefánsson fararstjóri en bætir við að þetta sé þriðja skiptið sem hann klífur Mont Blanc. „Flestir eru alveg komnir með bakteríuna og strax farnir að skipuleggja næstu ferð,“ segir hann og bætir við að upplif- unin sé alltaf einstök þrátt fyrir þriðja skiptið á toppnum. Hópurinn lagði af stað aðfara- nótt sunnudagsins 13. júlí í ferðina til Chamonix í Frakklandi þar sem markmið ferðarinnar var að klífa hæsta fjall Vestur-Evrópu. „Við byrjuðum að fara til Paradiso þjóð- garðsins á Ítalíu og klifum tvö fjöll þar,“ segir Einar og bætir við að sú ferð hafi verið aðlögunarferð til að venjast þunnu lofti. Hann segir að hópurinn hafi lagt af stað á jökul- inn á þriðjudagskvöldinu og hafið þriggja tinda gönguna. Breytilegur gönguhópur Í ferðinni voru drengir sem fóru á fimm tinda vegna söfnunar til styrktar Sjónarhóli, ráðgjafarmið- stöð fyrir langveik og fötluð börn. „Þeir hafa aldrei farið til útlanda í fjallaferð áður en þetta var gríð- arleg góð upplifun fyrir þá,“ segir Einar og bætir við að þeir hafi verið með myndatökuvélar með sér og ætla að gera mynd um ferðina. „Svo voru í hópnum tveir menn á fimmtugsaldri sem voru í hjálp- arsveitinni í gamla daga,“ segir Ragnar en bætir við að þeir hafi ekki farið á fjöll erlendis áður. Unnur Hilmarsdóttir var eina kon- an í hópnum sem gekk alla leið upp á toppinn. „Hópurinn var breytilegur, ungir strákar en elsti göngugarpurinn var um sextugt,“ segir Einar og bætir við að allt hafi gengið eins og í sögu. „Við erum bara enn í skýjunum því þetta er að sjálfsögðu einstök upplifun,“ segir hann og bætir við að þreytan sé í raun sæluþreyta. Upp á topp Mont Blanc „Við lögðum af stað klukkan hálftvö um nótt að staðartíma og komum í bæinn kl. sex, þannig þetta var sextán tíma ganga,“ segir Einar en bætir við að hópurinn hafi lent í þoku og rigningu á leið- inni niður. „Við vorum líka mjög heppin með veðrið, skyggnið var gott uppi á toppnum,“ segir hann. Leiðin sem gengin var niður var Grand Moulet leiðin, sem áður fyrr var algengasta leiðin til að klífa Mont Blanc en í dag er Gouter leiðin algengasta leiðin sem er val- in. „Hópurinn er að von stoltur og ánægður af árangrinum“. Geggjuð tilfinning að standa á toppnum  Tólf manns komust á topp hæsta fjalls Vestur-Evrópu á þriggja tinda leið sinni í gær  11 karlmenn og ein kona komust alla leið en tveir þurftu frá að hverfa vegna háloftaveiki ➤ Fyrst var gengið á MontBland du Tacul, síðan á Mont Maudit og að lokum á tind Mont Blanc sem er 4.807 m. að hæð. ➤ Farið var yfir þessi tvö fjölláður en hópurinn kleif tind Mont Blanc en tveir heltust úr lestinni vegna háloftaveiki. ➤ Gönguhópurinn var breyti-legur en enginn hafði klifið fjallið áður utan fararstjóra hópsins, Einars Stefánssonar. ÞRIGGJA TINDA LEIÐIN Mynd/EinarÁ leið á toppinn Þriðja sinn sem Einar og fararstjórar fara alla leið. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar voru almennt minna áberandi í fréttum sem vörðuðu þá fyrstu sex mánuði ársins en fyrsta hálfa árið eftir kosn- ingar samkvæmt ráðherra- púlsi Fjölmiðlavaktarinnar. Geir Haarde forsætisráðherra var mest áberandi, tjáði sig í 48 prósent tilvika en Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sem tjáði sig í 17 prósent til- vika var minnst áberandi. ejg Ráðherrapúlsinn Minna fer fyrir ráðherrum Félagar í Kennarafélagi Kenn- araháskóla Íslands (KHÍ) og Félagi háskólakennara sam- þykktu í gær kjarasamning sem skrifað var undir 28. júní. Rétt um þriðjungur fé- lagsmanna í Kennarafélagi KHÍ greiddu atkvæði. mh Samþykkja samninga Kennarar samþykktu Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Neytendasamtökin gerðu verðkönnun á 200 g poka af Doritos Nacho Cheese-flögum. Mesti verðmunur reyndist vera 125,2% þar sem lægsta verðið reyndist vera í Bónus en það hæsta í 10-11. Vert er að taka það fram að könnunin er ekki tæm- andi. Ekki er heimilt að vitna í þessa könnun í auglýsingum. 125% munur á Doritos Halldór Oddsson NEYTENDAVAKTIN Doritos Nacho Cheese flögur, 200 g Verslun Verð Verðmunur Bónus 155 Krónan 170 9,7 % Melabúðin 269 73,6 % Nóatún 289 86,5 % 11-11 298 92,3 % 10-11 349 125,2 % Flugmaður fisflugvélar slapp ómeiddur eftir að hafa rekist utan í rafmagnslínu í gær- morgun. „Vélin er nær óskemmd og ekki urðu slys á fólki,“ segir lögregluþjónn á Selfossi sem kom að óhapp- inu. Slysið átti sér stað þegar tveir félagar voru í flugi á fis- flugvélum yfir svæðið. Þeir fóru hvor á sinni vélinni yfir gljúfur Hvítár fyrir neðan Gullfoss. Rafmagn fór af nokkrum bæjum í kjölfarið þegar strengurinn slitnaði. áb Fisvél á rafmagnslínu Línan í sundur Í nýrri skoðanakönnun, sem Capacent gerði fyrir VG, kem- ur fram að tæp 42% svarenda eru frekar eða mjög andvíg því að álver verði reist í Helguvík en 36% því frekar eða mjög hlynnt. Þá segjast 22% hvorki vera andvíg því né hlynnt. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar virðast karlar jákvæðari í garð álversins en konur, því 45% þeirra sögðust vera frekar eða mjög hlynntir því en um 25% kvenna. Könnunin var gerð með tölvu- pósti 19.-30. júní síðastliðinn. Lokaúrtak var 1.334 manns, dregið úr viðhorfahópi Capa- cent Gallup. Af þeim svöruðu 872, eða um 65 prósent. þkþ Fleiri á móti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.